Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2013, Síða 50

Læknablaðið - 15.10.2013, Síða 50
LYFJASPURNINGIN Naloxón við hægðatregðu vegna ópíóíða Elín I. Jacobsen lyfjafræöingur, verkefnastjóri Miðstöðvar lyfjaupplýsinga Landspítala elinjac@landspitali.is Einar S. Björnsson meltingarlæknir og formaður lyfjanefndar Landspitala einarsb@landspitali.is Höfundar taka fúslega við athugasemdum frá lesendum um pistlana og önnur lyfjatengd efni. Miðstöð lyfjaupplýsinga barst fyrirspurn frá barnalækni vegna barns sem þurfti á ópíóíðameðferð að halda eftir skurðaðgerð. Spurt var hvort fáanlegt væri naloxón um munn til að fyrirbyggja alvarlega hægða- tregðu vegna ópíóíða og hverjir væru skammtar við slíka meðferð. Tíðni hægðatregðu samfara notkun ópíóíða er mismunandi eftir rann- sóknum, á bilinu 15-81%. Meta-analýsa á slembuðum samanburðarrannsóknum með lyfleysu, þar sem einnig voru skoðaðar rannsóknir á kódeini og tramadóli, sýndi 15% tíðni hægðatregðu, en önnur sem aðeins tók til sterkari ópíóíða sýndi allt upp í 41% tíðni.1 Aðrar rannsóknir sýna sambærilegar tíðnitölur hægðatregðu vegna ópíóíða þrátt fyrir samhliða notkun ýmissa hægðalyfja. Mis- munandi rannsóknarsnið, endapunktar og þýði (aldur, kyn og undirliggjandi sjúk- dómar) skýra að hluta þennan mikla mun í tíðni. Þá virðist lyfjaform skipta máli, til dæmis virðist fentanýl um húð síður valda hægðatregðu en ópíóíðar um munn.1-2 Algengasta meðferð við hægðatregðu vegna ópíóíða eru hefðbundin hægðalyf en þó fær hluti sjúklinga hægðatregðu þrátt fyrir slíka meðferð. Samkvæmt samantekt Cochrane stofnunarinnar frá 2011 eru makrógólar (Movicol®), laktúlósa (Medilax®) og sennalyf (Laxoberal®, Senokot®) jafnvirk en að þörf sé á frekari rannsóknum, með lengri eftirfylgni, á gagnsemi hægðalyfja við ópíóíða hægða- tregu.13 Sýnt hefur verið fram á að verkjastill- andi verkun ópíóíða verður vegna verk- unar þeirra á viðtaka í miðtaugakerfi en að aukaverkanir þeirra í meltingarvegi eru vegna áhrifa á taugakerfi í görn, enda eru ópíóíðaviðtakar þar víða. Hægðatregða verður vegna þess að ópíóíðar örva p-viðtaka í görninni. Það leiðir til aukins fjölda staðbundinna samdrátta í görn og við það hægist á meltingarhreyfingum, uppsog vatns úr meltingarvegi eykst og dregur úr seytingu meltingarvökva.12 Naloxón er eitt þeirra lyfja sem rann- sökuð hafa verið og verka á móti þessum áhrifum ópíóíða á meltingarveg. Naloxón sem er eins og kunnugt er samkeppnis- hemill á ópíóíðaviðtaka bæði í útlæga og miðtaugakerfinu. Þegar lyfið er gefið í æð upphefur það öll áhrif ópíóíða, bæði útlægt og miðlægt, og er þannig notað við ofskömmtun og eitrunum vegna ópíóða.1'2-4 Þegar lyfið er hins vegar gefið um munn verður naloxón fyrir miklu umbroti í fyrstu umferð um lifur (first pass effect) sem leiðir til lítils aðgengis, minna en 3%.14 Áður en naloxón nær til lifrar tengist það viðtökunum í meltingarvegi. Naloxón hefur mikla sækni í p-viðtaka í meltingar- vegi en talið er að hægðatregða vegna ópíóíða tengist fyrst og fremst þeim við- tökum, eins og áður segir. Naloxón kemur í veg fyrir að ópíóíðar geti tengst þeim og dregur þannig úr líkum á hægtregðu.1-4 Þó aðgengi naloxóns sé lágt virðist hætta á að umbrotið í fyrstu umferð um lifur geti mettast og það leitt til aukins frásogs á naloxóni út í blóðrás. Þannig er lækningalegt bil naloxóns í þessum tilgangi þröngt og stutt á milli þeirra skammta sem hafa áhrif á hægðatregðu og þeirra sem geta verkað á móti verkjastillingu. Nýlegar rannsóknir benda til að hætta á þessari mettun sé minni ef um naloxón með forðaverkun er að ræða, en um það verður ekki fjallað í þessum pistli.1,2'4 Svar: Til er naloxón mixtúra 1 mg/ml sem er framleidd hér á landi. Upphafs- skammtur mætti vera 15-20% af heildar- skammti morfíns (það er mg naloxóni á móti mg af morfíni), þó að hámarki 5 mg í hverjum einstökum skammti til að draga úr hættu á mótverkun verkjastillingar. Þennan skammt mætti gefa á 4-6 klst. fresti. Þó hvergi sé minnst á það í þeim heimildum sem við skoðuðum, eru líkur á að þessi meðferð sé vandasöm ef um er að ræða alvarlegan lifrarskaða sem hefði áhrif á fyrstu umferð um lifur. Heimildir 1. Holzer P. Non-Analgesic Effects of Opioids: Management of Opioid-Induced Constipation by Peripheral Opioid Receptor Antagonists: Prevention or Withdrawal? Curr Pharmaceut Desigti 2012; 18: 6010-20. 2. Camilleri M. Opioid-Induced Constipation: Challenges and Therapeutic Opportunities. Am J Gastroenterol 2011; 106: 835-42. 3. Candy B, Jones L, Goodman ML, Drake R, Tookman A. Laxatives or methylnaltrexone for the management of constipation in palliative care patients. Cochr Syst Rev 2011; 19: CD003448. 4. Arpino PA, Thompson BT. Safety of enteral naloxone for the reversal of opiate-induced constipation in the intensive care unit. J Clin Pharm Ther 2009; 34:171-5. 482 LÆKNAblaðið 2013/99

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.