Þjóðlíf - 01.03.1986, Page 7

Þjóðlíf - 01.03.1986, Page 7
■ ^HlÝVERIÐ sendi Elías Marlrá sér smásagnasafn, er ber nafnið Það varnú þá, Letur gefur út. Elías er enginn nýgræðingur á íslenska bókamarkaðnum, því hann hefur gefið út áður eitt smásagnasafn, tvær Ijóðabækur og fjórar skáld- sögur, þar af eina í tveimur bindum, Sóleyjarsögu, en seinna bindi henn- ar kom út 1959. Með þeirri sögu og Vögguvísu vann Elías Mar gott land- námsverk á sviði tungutaks lands- manna, eða öllu heldurtungutaks Reykvíkinga, en Elías varð með fyrstu mönnum til þess að skrá svo- kallað slangmál og gefa því bók- menntalegan sess. Smásögurnar í hinni nýju bók Elíasar eru frá ýmsum tímum, ná allt aftur til ársins I950 og fram til þessa dags. Bókinni hefur verið vel tekið af gagnrýnendum og m.a. segir svo í ritdómi Árna Bergmann í Þjóðvilj- anum: „Það er nokkuð erfitt að spyrða saman heildaráhrif fimmtán smásagna sem skrifaðar eru á jafn- löngum tíma. Lesandinn getur vitan- lega séð vissa þróun frá byrjenda- einkennum í fyrstu sögunni, og til mjög haganlegrar skráningar á nú- inu sem er sífellt að koma út úr óráðinni framtíð, sem við kynnumst í síðustu sögunni, Bið, sem gerist einmitt á einni af þessum óskiljan- legu biðstofum, sem menn hafa set- ið á allt síðan Kafka leið. En í stuttu máli sagt: leiðin liggur frá þeirri hefð sem smásagan lifði í um 1950 og til öruggari og persónulegri efnistaka. Það er gott til þess að vita að sagna- maðurinn Elías Mar skuli heilsa upp á okkur á nýjan leik eftir þetta hlé sem á varð.“ Elías Mar: sagnamaðurinn farinn af stað á nýjan leik.

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.