Þjóðlíf - 01.03.1986, Side 46
Nýjustu rannsóknir
sýna aðfull
ástæða ertil að
hvetja börn fremur
en letjatil tölvuleikja
þetta, en niðurstaðan varð sem
sé sú að öllum þótti ástæða til
athafna.
Þessi umræða hefur farið fram
hvarvetna í hinum vestræna
heimi. Einkum er það þrennt
sem foreldrar, kennarar og aörk
fullorðnir hafa fundið tölvunum til
foráttu: í fyrsta lagi þykja leikirnir
ofbeldishneigðir; í öðru lagi þykir
hætta á að börnin ánetjist tölvun-
um rétt eins og fíkniefnum, og í
þriðja lagi hafa sumir látið í Ijós
þá skoðun að mikil notkun tölv-
unnar stuðli að félagslegri ein-
angrun viðkomandi barns og ýti
undir aðgerðarleysi.
Vísindamönnum hefur þótt
ástæða til þess að rannsaka
málið, þar á meðal hérlendis.
Nýverið var gerð könnun á veg-
um Útideildar Æskulýðsráðs
Reykjavíkurborgar á leiktækja-
notkun unglinga í borginni. Út-
koman varð sú sem margir
höfðu raunar spáð fyrir.
Leiktækjanotkun virðist ekki ýta
undir félagslega einangrun,
heldur kannski þvert á móti.
Margir unglinganna virtust að
minnsta kosti koma í leiktækja-
salina gagngert til þess að hitta
kunningja sína, einkum þó í þeim
hverfum borgarinnar þar sem
engar félagsmiðstöðvar eru fyrir
unglinga. Þá varð Ijóst að notkun
leiktækjasala er mun minni en
margir höfðu haldið fram. Upp-
örvandi fréttir fyrir marga uppeld-
isfrömuði, sem höfðu borið ugg í
brjósti vegna leiktækjasalanna.
Vestur í Bandaríkjunum hafa
miklar rannsóknir verið gerðar á
því hvernig börn umgangast tölv-
ur, þar á meðal tölvuleiki. Nýver-
ið birtist grein eftir þekktan sál-
fræðing þar í landi í hinu virta
tímariti Psychology Today, þar
sem því er haldið fram að ótti
fólks við leiktækin hafi að mörgu
leyti verið ástæðulaus. Og það
sem meira er: sálfræðingurinn
heldur því fram að full ástæða sé
til þess að hvetja börn fremur en
letja til að umgangast tölvur.
Sálfræðingurinn viðurkennnir
að tölvuleikir geti oft verið full
ofbeldiskenndir, en einkum hafi
það átt við um leikina sem fyrstir
komu á markaðinn. Nú séu þeir
óðum að hverfa í skugga þroska-
leikja ýmiss konar. Hann segir
einnig að komið hafi í Ijós að lítil
ástæða sé til að óttast að börn
verði háð leiktækjunum. Kann-
anir sýni að þegar tölva kemur
inn á heimilið vilji heimilismeð-
limir gjarna eyða miklum tíma í
hana fyrstu dagana, en síðan
fari nýjabrumið af og fólk snúi
sér að öðru. Sálfræðingurinn
nefnir könnun sem gerð var í
San Francisco þar sem fylgst
var með tuttugu fjölskyldum er
fengu heimilistölvu. Nokkrarfjöl-
skyldnanna steyptu sér á bóla-
kaf í tölvuleiki næstu dagana, en
síðan notuðu fjölskyldurnar tölv-
una aðeins fjörutíu mínútur á
dag að meðaltali. í þessari
könnun þóttust könnuðurnir
einnig verða varir við að tilkoma
tölvunnar hefði jákvæð áhrif á
samskipti fjölskyldunnar; foreldr-
ar og börn eyddu greinilega
meiri tíma saman í leik og spjall
en áður.
Sálfræðingurinn nefnir einnig
könnun sem gerð var meðal
unglinga er heimsóttu leiktækja-
sali. Útkoman úr þeirri könnun
var á sömu lund og í hinni ís-
lensku er var nefnd hér framar:
unglingarnirsóttu leiktækjasal-
ina upp til hópa í þeim tilgangi
fyrst og fremst að hitta vini og
vinkonur. í bandarísku könnun-
inni kom einnig í Ijós, að stífustu
notendur leiktækjasalanna voru
góðir nemendur, fengu góðar og
jafnvel bestu einkunnir, og tóku
virkan þátt í félagslífi síns skóla.
Þá kom ennfremur fram í þessari
könnun, að sumir unglinganna
virtust hafa sótt aukið sjálfs-
traust til leiktækjanna, þ.e. ef
þeim gekk vel í leikjunum.
Sálfræðingurinn bendir á að
flest af því sem börn og ungl-
ingar gera þegar þau leika sér
með heimilistölvuna, sé athæfi
af því tagi sem foreldrar og kenn-
arar telja venjulega mjög æski-
legt. Hann bendir á að ekki sé
eðlismunur á því að búa til forrit
eða ná valdi á tölvuleik, og hinu
að leysa reikningsdæmi, lesa
bók eða teikna. Athæfi af þessu
tagi tekur venjulega hug okkar
allan og ertímafrekara en áætl-
að var í upphafi, en þó finnst
okkur flestum að tímanum hafi
verið vel varið.
Óttinn við það að tölvan ýti
undir aðgerðarleysi barnanna er
að mati sálfræðingsins ástæðu-
laus. Hann segir óttann stafa af
misskilningi og vanþekkingu -
fólk rugli saman áhrifum tölva og
áhrifum sjónvarpsins. Sjónvarp-
ið, þetta áhrifamikla uppeldis-
tæki samtímans, ýtir undir að-
gerðarleysi, neglir börnin niður
og heldur þeim föstum sem hlut-
lausum áhorfendum. Umgengni
barna við tölvurnar er á hinn
bóginn allt annars eðlis. Þar hafa
þau möguleika á að láta til sín
taka af fullum krafti, þau eiga
ýmis boðskipti við tölvuna, geta
breytt og bætt að vild. Þarna er
barnið þátttakandi og hér reynir
mjög á sköpunargáfuna. Sál-
fræðingurinn bendir á, að
kannski stafi mesta hættan af
því að börnin verði of athafna-
söm og fari að seilast til leyni-
legra upplýsinga í tölvunetum
utan heimilisins, eins og dæmi
eru um í Bandaríkjunum.
Hver sá sem séð hefur barn
leika sér að tölvu getur ekki ann-
að en dáðst að barninu - og um
leið fundið til vanmáttar. Þau eru
oft ótrúlega fljót að ná tökum á
leikjunum og möguleikum tölv-
unnar og stýra henni að vild
sinni. Ef til vill er ein ástæðan
fyrir þessu sú að þau hafa varið
óratíma fyrir framan sjónvarpið.
Þrátt fyrir alla sína galla lumar
sjónvarpið nefnilega á ýmsu
sem börnum kann að koma vel,
svo sem þjálfun í ýmsum skynj-
unar- og skynheildaratriðum. Út-
varp og bækur eru miðlar, sem
ýta ekki undir þessi sömu atriði.
Þeir sem ólust upp fyrir daga
sjónvarpsins kunna að eiga mun
erfiðara með að tileinka sér hina
nýju tækni sem felst í tölvunum,
heldur en börnin sem alast upp
með sjónvarpið sér við hlið, en
þessi tækni byggir fyrst og
fremst á hröðum samskiptum og
að beina athyglinni að mörgum
þáttum í einu.
Sálfræðingurinn dregur að
lokum saman þá þætti í tölvun-
um sem honum finnast mikils-
verðir uppeldisþættir fyrir börn
nútímans.
í fyrsta lagi skjátlast tölvunum
aldrei. Þegartölvunotandi fær
ekki það sem hann býst við út úr
tölvunni liggur ástæðan ávallt í
þvi, að hann bar sig ekki rétt að.
Tölvur gera nákvæmlega það
sem þeim er fyrirskipað að gera
og ef skipunin er röng, láta af-
leiðingarnar ekki á sér standa.
Sálfræðingurinn heldur því fram,
að einmitt þetta atriði geti kennt
börnunum að bera persónulega
ábyrgð á eigin gjörðum.
Fullorðið fólk sem séð hefur
börn leika sér saman í hóp að
tölvum, hefur einatt orð á því að
þau virðist miklu samvinnuþýð-
ari heldur en þegar þau leika sér
að einhverju öðru. Ef til vill
kenna tölvurnar þeim að um-
gangast hvert annað af meiri
virðingu en ella, því tölvan kennir
okkur einnig lítillæti. Það er
nefnilega hægt að læra enda-
laust um tölvur - náminu eru
engin takmörk sett og þetta sjá
allir sem á annað borð komast í
tæri við þessi tæki. Og sálfræð-
ingurinn klykkir út með því að
láta í Ijós þá trú, að tölvubörnin
muni breyta framtíð okkar í átt til
meiri friðar þjóða í millum - því
tölvurnarfæri þeim önnurgildi
en þau sem við ólumst upp við!
3
46 ÞJÓÐLÍF
J