Þjóðlíf - 01.05.1987, Blaðsíða 71
TÆKNI O G VÍSINDI
Þau eru mikið notuð í hverskyns efnaiðnaði og núorðið við
hreinsun viðkvæms tölvubúnaðar og ljóst er að bann við notkun
þeirra myndi þýða endurskipulagningu á efnaiðnaði heimsins. Og
þar stendur einmitt hnífurinn í kúnni. Hagsmunir margra stórfyr-
'rtækja eru í veði og erfitt gæti því reynst að koma á alheimssam-
komulagi til að draga úr notkun þessara efna.
Reyndar riðu Bandaríkjamenn fyrstir á vaðið er þeir bönnuðu
árið 1978 notkun klórflúorkarbónata í spreybrúsa. Kanada fylgdi í
kjölfarið og Evrópuríkin samþykktu að draga úr notkun þeirra um
35 prósent. Þetta hafði þau áhrif á bandaríska markaðinn að
samstundis dró úr eftirspurn þeirra um 40 prósent. En Adam var
ekki lengi í Paradís því árið 1984 var notkunin í Bandaríkjunum
komin í sama horf og áður og hefur síðan aukist hröðurn skrefum.
En efnalegir hagmunir eru miklir. Vesturlöndin munu fram-
leiða rúmlega 750 þúsund tonn af klórflúorkarbónötum árlega og
Sovétríkin önnur 600 þúsund tonn. Heimsframleiðslan á öðrum
efnum sem álitin eru ganga á ósonlagið er talin um 200 þúsund
lonn á ári. Árleg velta í þessum iðnaði er um tveir milljarðar
bandaríkjadala og yfir honum ráða um tveir tugir stórfyrirtækja í
Bandaríkjunum, Evrópu og Japan. En þau eru óteljandi smáfyrir-
tækin um veröld alla sem reiða sig á framleiðslu þessara efna. Þótt
lausn á þessu máli yrði fundin þannig að öll þessi fyrirtæki gætu
notað önnur meinlausari efni myndi kostnaðurinn við véla-
breytingar og annað ríða mörgum þeirra að fullu.
Mörg teikn eru nú á lofti um það að brátt verði ráðist í
útrýmingu þessara efna, sem hafa táknin CFC-11, CFC-12 og
CFC-13. Stærstu iðnaðarfyrirtækin hafa nú þegar þróað önnur
efnasambönd sem geta komið í stað þessara. Par má nefna franska
fyrirtækið Du Pont, þýska fyrirtækið Hoechst AG, japanska
fyrirtækið Daikin Kogyo og bandarísku fyrirtækin Ford, General
Motors og IBM. En róðurinn mun verða þungur þrátt fyrir að
síðan árið 1980 hafi nefnd allra helstu iðnríkja heims hist árlega og
homist að samkomulagi í veigamiklum atriðum um að draga úr
notkun þessara efna.
Þótt önnur efni komi í stað þessara mun eftir standa, að eitt
helsta efnið sem kemur af stað „gróðurhúsaáhrifum" er enn í fullri
notkun, ef svo mætti segja, og mun verða svo áfram. Karbondfox-
>ö heitir sá skaðvaldur. Þetta efni er reyndar nauðsynlegt til að líf
fái þrifist á jörðinni því án þess væri meðalhitastigið við jörðu 20
gráðum undir frostmarki. En öllu ntá ofgera og nú hefur verið
gengið svo á skóga jarðarinnar og svo ntiklu er brennt af olíu og
Hitnar í kolunum
Nýleg athugun á meðalhitastigi jarðar sl. 100 ár (°C).
(Heimild: Nature Magazine)
kolum, að hitastig mun fara vaxandi þrátt fyrir að mönnum takist
að koma í veg fyrir notkun hættulegustu klórflúorkarbónatanna.
Sumir vísindamenn spá því að um miðja næstu öld muni hitastig
við jörðu hækka að meðaltali um fimm gráður. Sumir ganga
jafnvel svo langt að segja að hitastigið muni hækka hvað svo sem
gert verður og benda þá á hitasveiflur sem þekktar eru úr fornsög-
unni. Ekki eru allir vísindamenn sammála þeirri lýsingu á þróun-
inni sent hér hefur verið rakin. ís-sýni sem tekin hafa verið úr
heimskautunum benda til þess að árið 1600 f.Kr. hafi magn
karbóndíoxíðs verið 200 á móti milljón í andrúmsloftinu, árið
1880 275 og árið 1987 345. Þróunin er skýr, en þó ekki eins hröð
og margir vísindamenn vildu halda fram áður en þessi sýni voru
tekin, einkum ef höfð er í huga sú geysimikla aukning á því magni
af karbondíoxíði sem maðurinn sendir frá sér með starfsemi sinni.
ÞRÓUNIN. Þrátt fyrir þessi ágreiningsefni er þróunin ljós.
Meðalhitinn á jörðunni hefur aukist um hálfa gráðu frá miðri
síðustu öld. Árin 1980, 1981 og 1983 var meðalhiti jarðarinnar sá
mesti frá því reglulegar mælingar hófust.
Róðurinn verður þungur í þá átt að draga úr notkun klórflúor-
karbónata, eyðingu skóga og brennslu á kolum og olíu. Og jafnvel
þótt allt þetta takist er sigurinn ekki í höfn. „Líftími" hættulegustu
klórflúorkarbónatanna er nefnilega talinn 70 til 100 ár. Efnin sem
nú streyma út í andrúmsloftið munu komandi kynslóðir erfa.
Þetta er ljóslifandi dæmi um það hvernig syndir feðranna koma
örugglega niður á börnunum — og þeirra börnum.
■ Eftir Aubi Styrkársdóttur
71