Þjóðlíf - 01.05.1987, Blaðsíða 91
í Þ R Ó T T I R
Ahugi eykst
en aðsókn minnkar!
Spáö í spilin fyrir íslandsmótið í knattspyrnu
a 75. aldursári þess
pYR|R 75 ÁRUM sléttum fór fram á Mel-
Ul'um í Reykjavík fyrsta skipulagða knatt-
spyrnumót hérlendis. Fótboltafélag Reykja-
y ’Ur’ Fram og Knattspyrnufélag
estmannaeyja voru mætt til leiks, og liðs-
,|'eun síðastnefnda félagsins höfðu þá lagt
• . langa og erfiða leið úr heimabyggð
,‘nni’ meö gufuskipi, tveimur jafnfljótum og
J' s hestvagni. Þeir voru svo fáliðaðir að
;. k fyrri leik sinn voru það margir meiddir
\Peir urðu að gefa þann síðari!
Mótið hét Knattspyrnumót íslands, það
eyrst;> 1 röðinni. Nú, 75 árum síðar, er það
nn haldið, reyndar undir nafninu íslands-
ot,ð í knattspyrnu, og er viðamesti og
fjölmennasti viðburður í íslensku íþróttalífi
ár hvert. Það hefst um miðjan maí og lýkur
um miðjan september. Frumherjarnir þrír
eru enn meðal þátttakenda, Fótboltafélagið
heitir nú reyndar KR og KV er orðið að
ÍBV. KR hampaði íslandsbikarnum fyrst
liða eftir tvo hörkuleiki við Fram, og í ár er
eins víst að þessir fornu keppinautar bítist
um æðstu vegsemdina, íslandsmeistaratitil-
inn.
En margt hefur breyst á 75 árum. Leikur-
inn er hinn sami, að undanskildum smávægi-
legum reglubreytingum, og dregur sem fyrr
að sér athygli almennings. Áhorfendur á
fyrsta leiknum árið 1912 voru um 500, og
aðsókn jókst fljótlega, var komin í um 2000
manns á úrslitaleik sex árum síðar. En það
er umfangið allt sem hefur tekið stakka-
skiptum. Istað þriggja eru þátttökulið orðin
nálægt 80 talsins, úr öllum landshornum, og
leika í fjórum deildum, og þá er aðeins
meistaraflokkur karla, toppurinn á ísjakan-
um, talinn til. Keppt er í öllum aldursflokk-
um, frá 2. niður í 6. flokk, og konur keppa í
tveimur deildum meistaraflokks og tveimur
yngri flokkum. Að auki er sérstök keppni
fyrir „öldunga“ yfir þrítugu og önnur fyrir b-
lið. Virkir þátttakendur skipta þúsundum og
þeir sem fylgjast með af áhorfendapöllum,
og ekki síst úr fjarlægð, í gegnum fjölmiðla,
eru margfalt fleiri.
Þetta með aðsóknina og áhugann. Fyrst
500-2000 manns sóttu leiki á öðrum áratug
aldarinnar þegar Reykvíkingar og lands-
menn allir voru helmingi færri en nú, er þá
ekki áhuginn hlutfallslega minni hin síðari
ár? Meðaláhorfendafjöldi á 1. deildarleik
síðustu árin er í kringum 800 manns.
Nei, það er ekki svo einfalt. Fyrir 60-70
árum voru knattspyrnuleikir fáir á ári, engar
lýsingar í útvarpi eða útsendingar í sjónvarpi
91