Þjóðlíf - 01.05.1987, Blaðsíða 70
TÆKNI O G VÍSINDI
Heitur heimur
Ósonlagið þynnist, hitastig hækkar
ÁRIÐ 2037 E. KR. Borgaryfirvöld í París og Fíladelfíu hafa
gefið út viðvörun um yfirvofandi flóðahættu. Vatnsyfirborðið á
götum New York borgar er 1 meter og einnig í Kvos Reykjavíkur.
Flestir íbúar nærliggjandi húsa hafa yfirgefið heimili sín. Tíunda
árið í röð hafa húðkrabbameinstilfelli margfaldast um allan heim
og eru komin í 500 milljónir. Purrkar hafa eyðilagt uppskeru í
Mið-vesturríkjum Bandaríkjanna og á Krímskaga enn eitt árið í
röð. Rækjur og krabbi hafa horfið af hefðbundnum miðum. Góðu
fréttirnar eru þessar. Á íslandi liggur fólk í sólbaði í september og
túrisminn blómstrar á norðurslóðum. Og Síbería er orðin aðal-
kornforðabúr veraldar!
Eitthvað á þessa leið kynnti bandaríska stórtímaritið Time þær
ógnvænlegu fréttir sem berast nú um heimsbyggðina frá mörgum
helstu vísindamönnum heims. Þannig gœti veröldin litið út eftir
fimmtíu ár ef stór skref eru ekki tekin nú þegar til að draga úr
stórfelldri notkun klórflúorkarbónata - efna sem maðurinn hefur
fundið upp. Þessi efni eru að ganga á ósonlag jarðarinnar, en það
lag dregur úr áhrifum útfjólublárra geisla sólarinnar. Notkun
þessara efna ásamt því að maðurinn framleiðir allverulegt magn af
karbondíoxíði hefur komið af stað hættulegri þróun; þessi þróun
hefur á máli vísindamanna hlotið heitið „gróðurhúsaáhrif" — og
hún gæti hækkað meðalhitastig jarðarinnar allverulega.
GÖT Á ÓSONLAGIÐ. Árið 1985 komust vísindamenn að því,
að göt voru komin í ósonlagið yfir Norðurheimskautinu og virðast
þau myndast árlega í september og október. Þá minnkar óson-
lagið á þessum stöðum um heil 40 prósent. Og á síðasta ári varð
vart við samskonar fyrirbæri á ósonlaginu yfir Spitsbergen í Nor-
egi. Margar skýringar hafa verið nefndar á þessu fyrirbæri, m.a.
vindáttir á þessum stöðum og áhrif sólardepla. En spjótin beinast
samt í síauknum mæli að notkun klórflúorkarbónata.
Ef svo heldur áfram sem horfir mun draga verulega úr vörn
okkar gegn útfjólublárri geislun, en sú geislun er talin orsök
margra tegunda húðkrabbameina. Þetta mun einnig valda því að
lífkeðja sjávarins raskast og uppskera stórminnka á mörgum
fæðutegundum, einkum sojabaunum og káli. Verksmiðjureykur-
inn víða um lönd mun stóraukast. Næstu fimmtíu árin mun
meðalhitastig jarðar hækka um 1.5 til 4.5 gráður á Celsíus. ísinn á
bæði Norður og Suðurskauti mun byrja að bráðna og yfirborð
sjávar hækka um hálfan til einn og hálfan meter. Stöku sinnum
mun flæða inn í borgir sem byggðar eru við sjóinn. Landsvæði sem
nú eru í góðri rækt munu breytast í skrælnaðar auðnir og svæði
sem hingað til hefur ekki verið hægt að rækta á norðurslóðum
munu gefa af sér góða uppskeru.
HAGSMUNIR STÓRFYRIRTÆKJA. Áhrif klórflúorkarbón-
ata urðu raunar fyrst kunn árið 1974 er tveir vísindamenn við
Kaliforníuháskóla birtu niðurstöður rannsókna sinna. Þeir kom-
ust að því að efnin brotna ekki niður heldur svífa upp í háloftin.
Þar koma þau af stað flóknu efnaferli sem geta brotið niður
ósonlagið. Þegar þessar niðurstöður urðu kunnar fóru umhverfis-
verndarsinnar í Bandaríkjunum af stað. Herferð var farin gegn
notkun hverskyns spreybrúsa, en í þeim eru þessi efni einmitt
notuð. Efnin eru einnig notuð í ísskápum og kælikerfum bifreiða.
70