Þjóðlíf - 01.05.1987, Blaðsíða 55
I N N L E N T
Skólabörn í
reiðuleysi
Þjóðfélagsbreytingar
kalla á breytt
hlutverk skóla
löngu liðin er sú tíð þegar börn ís-
lands gátu gengið að móður sinni vísri í
eldhúsinu lungann úr deginum. Nú koma
skólabörn velflest heim í tómt hús að skóla
loknum og oftar en ekki verða þau að bjarga
sér sjálf.
f flestum þeim ríkjum sem við viljum bera
okkur saman við er skólastarf rekið á öðrum
grundvelli en hér, eins og bent er á í OECD-
skýrslunni um skólamál á íslandi. Höfundar
skýrslunnar segja m.a. að það sæti furðu hve
stuttur skóladagurinn og skólaárið séu hér á
landi, einkum þegar tekið er mið af því að
ísland er rekið m.a. með vinnuafli kvenna
eins og títt er um vestræn nútímasamfélög.
Skólar landsins hafi að óverulegu leyti kom-
'ð til móts við þjóðfélagsbreytingar undan-
farinna áratuga.
Nokkrir skólar hafa reynt að svara kröf-
"m um lengri skóladag, þannig að foreldrar
geti verið nokkurn veginn öruggir um líðan
barna sinna meðan þeir eru í vinnu. Lengst
hafa þó skólayfirvöld í Hafnarfirdi gengið í
þessa átt. Nú eftir áramótin var æskulýðs-
°g tómstundamiðstöðin við Flatahraun
tekin að hluta undir athvarf fyrir hafnfirsk
skólabörn á aldrinum 7-11 ára. Þarna geta
þau dvalið fyrir eða eftir skóla, 4-5 tíma á
dag, undir öruggri handleiðslu og gæslu
Malinar Sveinsdóttur uppeldisfulltrúa og
Guðmundar B. Guðmundssonar. Fyrir
þetta greiða foreldrar barnanna 2.500 krón-
ur á mánuði.
Þau Jóna Ósk Guðjónsdóttir, forseti
bæjarstjórnar, og Árni Guðrnundsson,
æskulýðs- og tómstundafulltrúi, sögðu
ÞJÓÐLÍFI að vfða í Skandinavíu væru
®skulýðsheimili nýtt undir starfsemi af
Þessu tagi á daginn, því yfirleitt stæðu slík
heimili ónotuð nema á kvöldin. Jóna Ósk
Sagði að oft hefði verið rætt um vanda skóla-
harna í bæjarstjórninni, en engin lausn hefði
fundist á málinu þar sem skólastjórar teldu
skóla mjög ásetna og erfitt um vik að bæta
v'ö skóladaginn í skólunum sjálfum. Árna
hefði dottið þessi lausn í hug, og hún hefði
gefist mjög vel. „Þjóðfélagið byggist allt á
Pví að báðir foreldrar vinni utan heimilis,"
sagði hún, „en í reynd viðurkennir þjóðfé-
'agið það alls ekki. Vinnutími fólks er oft
^Jög langur vegna lágra launa, dagvistar-
Peiniili eru aðeins fyrir forgangshópa og
skólakerfið tekur lítið sem ekkert mið af
Pessum þjóðfélagsbreytingum. Auðvitað
Verða allir ábyrgir aðilar að fara að huga
r<ekilega að þessum málum ef ekki á að fara
illa fyrir yngstu kynslóðum þessa lands. Sú
lausn sem Árni fann hér fyrir Hafnfirðinga
er að mínu mati ákjósanleg - en auðvitað
væri best að hafa slíka starfsemi innan
skólanna.“
Og það eru einmitt til nokkrir skólar á
höfuðborgarsvæðinu sem hafa slíka starf-
semi innan sinna veggja. í Kópavogi tekur
slík starfsemi reyndar aðeins til sex ára
barna, sem geta verið í skóla sínum fimm
klukkutíma dag hvern í stað IV2-2V2 sem er
algengur viðverutími sex ára barna. Fyrir
aukatímana greiða foreldrar 1.000 krónur á
mánuði. Til stendur að taka upp sama fyrir-
komulag fyrir sjö ára börn næsta haust.
Skóli ísaks Jónssonar hýsir nemendur á
aldrinum 5-9 ára. Síðasta vetur var tekið
upp það fyrirkomulag að börnin geta mætt í
skólann kl. 8.30 og verið til kl. 1 eða mætt
kl. 1 og verið til kl. 5.30. Eftir viðverutíma í
skólastofum fara þau í aðrar stofur þar sem
þrír kennarar taka á móti þeim og skipu-
leggja með þeim starf. Fyrir aukatímana
greiða foreldrar 850 krónur á mánuði og að
auki greiða þeir 1.000 krónur í upphafi
skólaárs til kaupa á bókum og leikföngum.
Að sögn Sonju Backman, ritara skólastjóra,
mælist þessi tilhögun mjög vel fyrir. Hún
hafi verið tekin upp vegna fyrirspurna frá
foreldrum og eftir að skólastjórn hafði
kannað eftirspurnina meðal foreldra var af-
ráðið að taka upp þessa þjónustu þrátt fyrir
mjög þröng húsakynni. Með góðum vilja
allra aðila bjargast þessi mál þó vel.
Grandaskóli er nýr skóli í höfuðborginni
og enn sem komið er hýsir hann aðeins
nemendur upp að 10 ára bekk. Kristjana
Kristjánsdóttir er þar skólastjóri og hún
sagði okkur að sér fyndist nauðsynlegt að
bæta við skólatíma barna og að þetta væri að
sínu mati sú stefna sem allir skólar yrðu að
taka. Hún sagði einnig, að foreldrar væru
margir hverjir mjög áhyggjufullir og skóla-
stjórar almennt fyndu fyrir miklum þrýstingi
í þá átt að hýsa börnin lengur í skólum en nú
er almennt gert.
Börnin í Grandaskóla geta átt viðveru í
skólanum ýmist frá kl. 8-1 eða frá 12-5. Eftir
skólatímana fara þau yfir í félagsmiðstöðina
í Frostaskjóli þar sem þau eru við leiki og
störf undir leiðsögn tveggja fullorðinna. Ef
foreldrar nýta sér fulla viðveru greiða þeir
1.200 krónur á mánuði, en fyrir hálfa við-
veru 600 krónur. Skólastjórinn kvað að-
sóknina mjög mikla en skólinn hefði þó enn
sem komið er getað annað eftirspurn.
Frostaskóli er einnig nýr skóli og þar er
Arnfinnur Jónsson skólastjóri. í þeim skóla
hefur ákveðið rými í skólanum verið tekið
undir viðveru barna eftir skólatíma og þar
dvelja tveir fullorðnir með þeim. Börnin í
Grafarvoginum á aldrinum 6-9 ára geta ver-
ið mun lengur í skólanum sínum en annars
staðar tíðkast í Reykjavík, því þau geta
dvalið í þessu athvarfi annað hvort fyrir eða
eftir skóla.
Fyrir nokkrum árum datt þáverandi for-
stöðumanni félagsmiðstöðvarinnar Ársels í
Árbænum, Valgeiri Guðjónssyni, í hug að
opna athvarf í félagsmiðstöðinni fyrir skóla-
börn í Árbænum. Börnin í hverfinu geta
komið í miðstöðina og dvalið þar 4-5 klst. á
dag, fyrir eða eftir skólatíma. Foreldrar
innrita börnin sín í þessa starfsemi og greiða
2.300 krónur á mánuði. Börnin hafa með sér
nesti en geta einnig keypt máltíð í fé-
lagsmiðstöðinni. Anna H. Dyrset, mynd-
menntakennari, hefur yfirumsjón með
þessu starfi og hefur tvær konur sér til að-
stoðar. Hún sagði að mikið og gott samband
væri milli félagsmiðstöðvarinnar og skóla í
hverfinu og lagði ríka áherslu á, að ekki væri
litið á þessa aðstöðu sem geymslu fyrir börn-
in heldur færi þarna fram markvisst uppeld-
isstarf. Aðsóknin í þetta er mikil af hálfu
foreldra og í vetur hefur verið fullbókað
eftir hádegið.
ÞJÓÐLIF fann ekki fleiri skóla á höfuð-
borgarsvæðinu sem buðu upp á þjónustu af
þessu tagi — þjónustu sem í velflestum
menningarsamfélögum telst þó sjálfsögð.
Skólastjórar sem rætt var við fundu flestir
þessari starfsemi margt til foráttu og báru
við tví- og þrísetnum skólum og að þessi
starfsemi myndi raska öllu skólastarfi. Sum-
ir skólastjórar eru þó tilbúnir til þess að
leggja þetta á sig, sbr. dæmin hér að ofan -
skólastjórar sem búa við síst minni þrengsli
og álag en gengur og gerist. Það virðist því
fara eftir vilja hvers og eins skólastjóra
hvort börn landsins alast upp á götunni.
■ Eftir Aufti Styrkársdóttur
55