Þjóðlíf - 01.05.1987, Blaðsíða 36
INNLEND STJÓRNMÁL
■ Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins: Studdi formann flokksins í þeirri ákvörðun að Albert
viki ekki af listanum. Hann átti að leiða kosningabaráttuna í Reykjavík — en ekki verða
ráðherra.
með sér-íslenskum hætti víðfeðma en heldur
óljósa hugmyndafræði, sterka flokkslega
samvitund, lauslegt skipulag og hæfa póli-
tíska forystu. Stefna flokksins var kröftugt
samband einstaklingshyggju og heildar-
hyggju. Helstu slagorðin voru: „Island fyrir
íslendinga" og „Stétt með stétt“ (sjá tilvitn-
un í Birgi Kjaran, einn helsta hugmynda-
fræðing flokksins á eftirstríðsárunum).
Sjálfstæðisstefnan myndaði ekki mjög
ljósa pólitíska hugmyndafræði en varð sam-
einingartákn flokksins og höfðaði sterkt til
kjósenda. Hið formlega skipulag var heldur
lauslegt, segja má að Sjálfstæðisflokkurinn
hafi fremur verið bandalag þingmanna og
annarra forystumanna heldur en skipu-
lagður stjórnmálaflokkur. í flokkslögum
voru engin ákvæði um að víkja mætti mönn-
um úr flokknum, jafnvel þótt þeir neituðu
að hlýða meirihluta. í kosningum var Sjálf-
stæðisflokkurinn hins vegar best skipu-
lagður allra flokka og enginn flokkur hér-
lendur hefur nokkru sinni komið upp skipu-
lagi á borð við kosningamaskínu hans í
Reykjavík. Borginni var — og er — skipt
niður í hverfi; foringjar afla upplýsinga um
pólitískar skoðanir íbúa í hverju hverfi og
síðan er smalað á kjördegi með öflugu og
árangursríku skipulagi.
Flokksforystan gætti þess vandlega eftir
nokkur áföll í upphafi kreppunnar — eink-
um Gúttóslaginn 1932 er harðvítug slagsmál
urðu milli verkamanna og lögreglunnar í
Reykjavík — að fylgja sveigjanlegri stefnu,
ekki síst að auka opinber afskipti þegar
nauðsynlegt þótti. Stundum er sagt að
Sjálfstæðisflokkurinn hafi í ríkisstjórn
neyðst til ríkisafskipta vegna þess að hann
hafi ekki verið einn í meirihluta, þurft að
taka tillit til annarra flokka. Petta er regin-
misskilningur; mikil opinber afskipti hafa
verið hluti af stefnunni í framkvæmd, eins
og stefna flokksins í Reykjavíkurborg gegn-
um tíðina ber glögglega vitni.
Verkefni forystunnar hefur fyrst og síðast
verið að sjá svo um að Sjálfstæðisflokkurinn
héldi forystuhlutverki sínu en einangraðist
ekki vegna einstrengingslegrar hugmynda-
fræði eða fylgispektar við þrönga stétta-
hagsmuni efnamanna. Þetta hefur foryst-
unni tekist með þeim hætti að aðdáun hlýtur
að vekja, einkum þegar þess er gætt hversu
stór flokkur á hér í hlut og hversu ólíkir
hagsmunir togast þar á. En skjótt skipast
veður á lofti eins og nú hefur komið á
daginn. Þessi veðrabrigði eiga sér nokkurn
aðdraganda þótt klofninginn hafi borið brátt
að, eða allt til ársins 1970.
Óróatímabil. Þegar leið að kosningum
1971 var Sjálfstæðisflokknum nokkuð mikill
vandi á höndum. Formaður flokksins og
forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, hafði
farist með sviplegum og hörmulegum hætti.
Við fráfall hans myndaðist mikið tómarúm í
forystu flokksins. Jóhann Hafstein var þá
varaformaður flokksins og tók hann við for-
mennskunni og forsætisráðherraembættinu.
Tveir aðrir forystumenn gerðu hins vegar
einnig tilkall til æðstu metorða í flokknum.
Annar þeirra var þáverandi borgarstjóri
Reykjavíkur, Geir Hallgrímsson. Hinn var
Gunnar Thoroddsen, fyrrum borgarstjóri,
varaformaður og ráðherra. Gunnar hafði
snúið aftur í pólitíkina eftir ósigur í forseta-
kosningum 1968 og hugðist ná aftur valda-
stöðu í flokknum.
Sjálfstæðisflokkurinn hafði verið í stjórn
með Alþýðuflokknum, Viðreisninni, allt frá
1959. Þreytumerki voru komin á ríkisstjórn-
ina og óvíst var hvort stjórnarflokkarnir
vildu starfa saman eftir kosningar. Raunar
var mikil óvissa um hvort þeir héldu naum-
um meirihluta sínum, en þar mátti engu
muna í kosningunum 1963 og 1967.
Tíðarandinn virtist heldur ekki blása byr-
lega fyrir flokknum. Ungt fólk hafði uppi
háværar kröfur um aukið lýðræði, meiri
áhrif fólksins og opnara þjóðfélag. Mörgum
fannst Sjálfstæðisflokkurinn vera hinn
dæmigerði kerfisflokkur og helsti „leppur" ,
Bandaríkjastjórnar, sem átti í grimmu stríði
austur í Víetnam.
Við þessar aðstæður ákvað Sjálfstæðis-
flokkurinn í flestum kjördæmum að velja
frambjóðendur með prófkjöri. Stofnanir
flokksins höfðu ekki nægilegan styrkleika og
traust til þess að taka ákvarðanir um fram-
boð þannig að forystumenn teldu sig
bundna af þeim ákvörðunum og tryggt væri
að flokkurinn næði til fólks í kosningum.
Með þessu sýndi flokkurinn enn á ný að-
lögunarhæfni sína um leið og hann reyndi að
slá tvær flugur í einu höggi: taka „lýðræðis-
lega“ ákvörðun um hverjir ættu að skipa
forystu flokksins, og verða við almennum
kröfum um „minna flokksræði en meira
lýðræði“. Þyngst á metunum hefur þó vegið
forystukreppa flokksins, sem vikið var að
hér að framan.
Úrslit prófkjörsins í Reykjavík komu
mörgum á óvart. Þau voru þessi: 1. Geir
Hallgrímsson. 2. Jóhann Hafstein. 3. Gunn- t
ar Thoroddsen. 4. Auður Auðuns. 5. Ragn-
hildur Helgadóttir. 6. Ellert Schram.
Tveir þáverandi þingmenn flokksins, Ól-
afur Björnsson og Birgir Kjaran, urðu neðar
í prófkjörinu og duttu báðir út af
þingi. A Austurlandi beið Jónas Pétursson
þingmaður lægri hlut fyrir Sverri Hermanns-
syni. Mikil endurnýjun varð á þingliðinu i
kosningunum 1971; af 21 þingmanni flokks-
ins voru níu nýliðar.
Þótt Jóhann Hafstein hafi lent í 2. sæti í
prófkjörinu skipaði hann fyrsta sæti listans-
Ýmsir sjálfstæðismenn töldu að hann hefð'
verið niðurlægður með sigri Geirs. Sumif
3«