Þjóðlíf - 01.05.1987, Blaðsíða 68
VIÐSKIPTI O G FJÁRMÁL
Flotinn
á ríkisstyrk
Kaupskipaútgerð í kröggum
EFTIR ÖRFÁ ár renna út samningar milli
Bandaríkjastjórnar og flestra stærstu skipa-
félaganna þar í landi um ríkisstyrk sem nam
á síðasta ári fjórum milljörðum króna.
Kaupskipaútgerð í Bandaríkjunum hefur átt
í erfiðleikum sem marka má af því að gáma-
skipum sem þótt hafa aukið hagkvæmni í
skipaflutningum, hefur fækkað um helming
á sl. fimm árum frá því sem flest var og
stærsta skipafélag landsins, U.S. Lines, varð
gjaldþrota í nóvember í fyrra. Eins og kunn-
ugt er hanga ríkisstyrkir til bandaríska
kaupskipaflotans saman við hugmyndir
manna um þjóðaröryggi, ekki ósvipað við-
horf og gætt hefur í flugmálum hér á landi.
Reaganstjórnin hefur lýst áhuga á að eyða
öllum ríkisstyrkjum, en talið er að óttinn við
hnignun kaupaskipaútgerðar í kjölfar þess,
stefni öryggi landsins í hættu en Bandaríkja-
her reiðir sig á kaupskipaflotann til að flytja
95% af öllum birgðum hans á stríðstímum.
Uppakaffí
Bætt
ímynd kaffidrykkjumannsins
MAXWELL HOUSE er sú deild í fyrirtæk-
inu bandaríska General Foods sem fram-
leiðir og selur kaffi. Markaðsrannsóknir
deildarinnar sýndu að meginþorri kaupenda
var yfir fertugu og að ungt fólk hafði meiri
áhuga á öðrum drykkjum en kaffi. Ungt
fólk sá hinn hefðbundna kaffidrykkjumann
fyrir sér sem eldri, taugaveiklaðan reykinga-
mann, og að þeir sem ekki drykkju kaffi
væru athafnasamir, kynþokkafullir og al-
mennt hressir og kátir.
f ljósi þessarar heldur dapurlegu útkomu
hóf fyrirtækið herferð sem átti að bæta
ímynd kaffidrykkjumannsins. í auglýsinga-
herferð sem fylgdi í kjölfarið lagði fyrirtæk-
ið áherslu á gæðakaffi fyrir þá sem kynnu að
meta raunveuleg lífsgæði, og hefðu efni á að
borga meira. Kostnaðurinn við kynningu og
auglýsingar er áætlaður um 800 milljónir
króna. Herferðin er nýhafin en eftir á að
koma í Ijós hvort upparnir taka við sér.
Aðgöngumiðar til Ameríku
Nýstárleg hugmynd frjálshyggjumanns!
EIN AF NÝJUSTU hugmyndum frjáls-
hyggjumanna kemur frá Gary S. Becker,
prófessor í hagfræði og félagsfræði við Chi-
cago-háskóla. Hún er sú að selja aðgang að
Bandaríkjunum. Eins og allir vita er afar
erfitt að fá leyfi til að gerast innflytjandi til
Bandaríkjanna. Um 500 þúsund ríkisborg-
araréttindi voru veitt á síðasta ári, en millj-
ónir sóttu um. Becker telur, að þar sem
eftirspurnin eftir ríkisborgararéttindum sé
mun meiri en framboð eigi að láta markaðs-
lögmálunum það eftir að jafna þennan
mun. Hann leggur til að ríkisborgararéttindi
verði seld á tvær milljónir króna stykkið og
reiknar með að um 40 þúsund manns muni
festa kaup á einum slíkum, eða u.þ.b. 10%
þeirra sem nú öðlast slíkan rétt eftir hefð-
bundnum leiðum. Þannig myndi ríkið hala
inn tæplega hundrað milljarða á ári. Þetta
myndi ennfremur draga úr fjölda þeirra
innflytjenda sem lentu á sveitinni.
68