Þjóðlíf


Þjóðlíf - 01.05.1987, Blaðsíða 50

Þjóðlíf - 01.05.1987, Blaðsíða 50
strax á flokkslitaða múra embættiskerfisins, sem svo: „Slík stjórn myndi mæta töluverðri tregðu en það yrði ekkert óyfirstíganlegt ef beitt væri ákveðinni festu og lagni. Það yrði strax að skilja frá þá sem sitja í embætt- iskerfinu sem pólitískir varðhundar fyrir hagsmuni þessara tveggja flokka og sjónar- mið þeirra. En auðvitað yrði ekkert hróflað við starfshæfum og heiðarlegum embætt- ismönnum sem þarna sitja líka. Það er mjög mismunandi eftir einstökum sviðum innan stjórnkerfisins.“ Aukinn hlutur kvenna. Meðal þeirra stórfelldu umskipta sem geta orðið í næstu ríkisstjórn eru stóraukin áhrif kvenna. Verði A-flokkarnir og Kvennalistinn aðilar að stjórn er talið hugsanlegt að a.m.k. fjórar konur skipi ráðherralið tíu manna ríkis- stjórnar. Hlutur kvenna í ríkisstjórnum í öllum ríkjum heims hefur verið ákaflega smár. í samanburðarathugun fyrir allt tíma- bilið frá stríðslokum til ársins 1982 í vest- rænu lýðræðisríkjunum kemur í ljós, að af alls 3240 ráðherrum sem setið hafa á valda- stólum voru eingöngu 92 konur. Brundt- landstjórnin í Noregi á metið í þessum efn- um; þar sitja nú átta konur í ráðherraemb- ættum á móti tíu körlum. Ný ráðherrakynslóð hefur nú alfarið tekið við á íslandi. Margir þeir ráðherrar sem sátu í ríkisstjórnum á 8. áratugnum höfðu reynslu af stjórnarþátttöku í áratugi. Þaulreyndir forystumenn gömlu stjórnmálanna, á borð við Ólaf Jóhannes- son, sem sat samanlagt í tæp 13 ár í ríkis- stjórnum; Gylfa Þ.Gíslason sem var ráð- herra í 14 ár; Gunnar Thoroddsen, sem var ráðherra í alls 13 ár; Eystein Jónsson, sem var ráðherra í 19 ár; Bjarna Benediktsson, sem var ráðherra lengst allra eða samanlagt í rúm 20 ár, eru nú allir horfnir af sjónar- sviði samsteypustjórnmálanna. Nú er allt eins líklegt að margir ráðherrar í valdamestu stöðunum komi óreyndir til starfa, svipting- arnar eru meiri, og erfiðara verður að eiga við sífellt flóknari og öflugri hagsmuna- samtök. Ríkisstjórnir á Vesturlöndum eiga í stöðugt meiri örðugleikum við að stjórna af festu. Afleiðingin verður efalaust sú sama hér og víða í nágrannalöndunum að ráðherr- ar verða að reiða sig ennfrekar á sérstaka trúnaðarmenn, pólitíska aðstoðarmenn og sérfræðinga. Kostirnir við marghliða samsteypu- stjórnmál felast fyrst og fremst í því að þau þykja vera til marks um virkt lýðræði. Stjórnarflokkar komast að samkomulagi, negla málamiðlunina í stjórnarsáttmála, og slá af kröfum sem ekki ná fram að ganga, með þegjandi samkomulagi — „leynisam- komulagi á borð við það umdeilda sam- komulag sem gert var í stjórn Gunnars Thoroddsen og olli miklu fjaðrafoki á Al- þingi á sínum tíma því þar fékk Alþýðu- bandalagið neitunarvald gegn auknum hern- aðarumsvifum á íslandi. Gunnar Thorodd- sen gerði sér þá ljósa grein fyrir eðli sam- steypustjórnmála þegar hann sagði því til varnar á Alþingi: „Eg hélt að háttvirtum ■ Vi&reisnarstjórnin 1959-71 sem Sjálfstæ&isflokkur og AlþýAuflokkur myndu&u. ■ Ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar 1978-79. Aldrei í 60 ára sögu íslenskra flokka- stjórnmála hafa Sjálfstæ&isflokkur og Framsóknarflokkur veriö samtímis í stjórnar- andstö&u. þingmanni, eins og öðrum væri kunnugt að það er lögmál lýðræðisins að leita samkomu- lags og málamiðlunar. Það er einnig lögmál í samsteypustjórnum, að þegar skoðanir þeirra aðila, sem standa að ríkisstjórn, eru skiptar, þá er reynt í lengstu lög að ná samkomulagi og málamiðlun." Siðferði stjórnmálaflokka. Talið er fullvíst að kjósendur muni krefjast meira siðgæðis í stjórnmálum og ábyrgðar ráð- herra í kjölfar „Albertsmálsins". Þá verður að koma á þeirri reglu sem ríkir að meira eða minna leyti í flestum skyldum stjórnkerfum, að ríkisstjórnin sem heild sé samábyrg fyrir því sem aflaga fer í störfum hvers ráðherra. Skaði einstakir ráðherrar heildarímynd stjórnarinnar þá eru þeir ein- faldlega látnir fjúka. í Japan endurnýjar forsætisráðherrann ríkisstjórn sína reglulega á eins til tveggja ára fresti og tryggir þannig stuðning hinna ýmsu afla innan flokkanna og meiri sam- vinnu og frið. Breski þingmaðurinn, Tony Benn, gerði það að tillögu sinni innan Verkamannaflokksins fyrir fáeinum árum að þingflokkurinn fengi að kjósa um ráð- herra í ríkisstjórn flokksins á árs fresti. Rök- studdi hann tillöguna með því, að slíkt yki ábyrgð ráðherra og gerði það jafnframt að verkum að óánægðir stjórnarþingmenn þyrftu ekki að gerast leiðitamir stuðnings- menn stjórnarinnar í öllum málum mót- mælalaust og stjórnkerfið yrði opnara og lýðræðislegra fyrir bragðið. Breytingar eru þegar að koma í ljós < þingræðiskerfinu hér á landi. Þáttaskilin < kosningunum 1987 segja okkur að búast við enn frekari breytingum á næsta kjörtímabih þingsins, óvissa um framvindu mála hefur sennilega aldrei verið meiri 1 stjórnmálalífinu. ■ Eftir Ómar Fri&riksson 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.