Þjóðlíf - 01.05.1987, Side 50
strax á flokkslitaða múra embættiskerfisins,
sem svo: „Slík stjórn myndi mæta töluverðri
tregðu en það yrði ekkert óyfirstíganlegt ef
beitt væri ákveðinni festu og lagni. Það yrði
strax að skilja frá þá sem sitja í embætt-
iskerfinu sem pólitískir varðhundar fyrir
hagsmuni þessara tveggja flokka og sjónar-
mið þeirra. En auðvitað yrði ekkert hróflað
við starfshæfum og heiðarlegum embætt-
ismönnum sem þarna sitja líka. Það er mjög
mismunandi eftir einstökum sviðum innan
stjórnkerfisins.“
Aukinn hlutur kvenna. Meðal þeirra
stórfelldu umskipta sem geta orðið í næstu
ríkisstjórn eru stóraukin áhrif kvenna.
Verði A-flokkarnir og Kvennalistinn aðilar
að stjórn er talið hugsanlegt að a.m.k. fjórar
konur skipi ráðherralið tíu manna ríkis-
stjórnar. Hlutur kvenna í ríkisstjórnum í
öllum ríkjum heims hefur verið ákaflega
smár. í samanburðarathugun fyrir allt tíma-
bilið frá stríðslokum til ársins 1982 í vest-
rænu lýðræðisríkjunum kemur í ljós, að af
alls 3240 ráðherrum sem setið hafa á valda-
stólum voru eingöngu 92 konur. Brundt-
landstjórnin í Noregi á metið í þessum efn-
um; þar sitja nú átta konur í ráðherraemb-
ættum á móti tíu körlum.
Ný ráðherrakynslóð hefur nú alfarið tekið
við á íslandi. Margir þeir ráðherrar sem sátu
í ríkisstjórnum á 8. áratugnum höfðu
reynslu af stjórnarþátttöku í áratugi.
Þaulreyndir forystumenn gömlu
stjórnmálanna, á borð við Ólaf Jóhannes-
son, sem sat samanlagt í tæp 13 ár í ríkis-
stjórnum; Gylfa Þ.Gíslason sem var ráð-
herra í 14 ár; Gunnar Thoroddsen, sem var
ráðherra í alls 13 ár; Eystein Jónsson, sem
var ráðherra í 19 ár; Bjarna Benediktsson,
sem var ráðherra lengst allra eða samanlagt
í rúm 20 ár, eru nú allir horfnir af sjónar-
sviði samsteypustjórnmálanna. Nú er allt
eins líklegt að margir ráðherrar í valdamestu
stöðunum komi óreyndir til starfa, svipting-
arnar eru meiri, og erfiðara verður að eiga
við sífellt flóknari og öflugri hagsmuna-
samtök. Ríkisstjórnir á Vesturlöndum eiga í
stöðugt meiri örðugleikum við að stjórna af
festu. Afleiðingin verður efalaust sú sama
hér og víða í nágrannalöndunum að ráðherr-
ar verða að reiða sig ennfrekar á sérstaka
trúnaðarmenn, pólitíska aðstoðarmenn og
sérfræðinga.
Kostirnir við marghliða samsteypu-
stjórnmál felast fyrst og fremst í því að þau
þykja vera til marks um virkt lýðræði.
Stjórnarflokkar komast að samkomulagi,
negla málamiðlunina í stjórnarsáttmála, og
slá af kröfum sem ekki ná fram að ganga,
með þegjandi samkomulagi — „leynisam-
komulagi á borð við það umdeilda sam-
komulag sem gert var í stjórn Gunnars
Thoroddsen og olli miklu fjaðrafoki á Al-
þingi á sínum tíma því þar fékk Alþýðu-
bandalagið neitunarvald gegn auknum hern-
aðarumsvifum á íslandi. Gunnar Thorodd-
sen gerði sér þá ljósa grein fyrir eðli sam-
steypustjórnmála þegar hann sagði því til
varnar á Alþingi: „Eg hélt að háttvirtum
■ Vi&reisnarstjórnin 1959-71 sem Sjálfstæ&isflokkur og AlþýAuflokkur myndu&u.
■ Ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar 1978-79. Aldrei í 60 ára sögu íslenskra flokka-
stjórnmála hafa Sjálfstæ&isflokkur og Framsóknarflokkur veriö samtímis í stjórnar-
andstö&u.
þingmanni, eins og öðrum væri kunnugt að
það er lögmál lýðræðisins að leita samkomu-
lags og málamiðlunar. Það er einnig lögmál í
samsteypustjórnum, að þegar skoðanir
þeirra aðila, sem standa að ríkisstjórn, eru
skiptar, þá er reynt í lengstu lög að ná
samkomulagi og málamiðlun."
Siðferði stjórnmálaflokka. Talið er
fullvíst að kjósendur muni krefjast meira
siðgæðis í stjórnmálum og ábyrgðar ráð-
herra í kjölfar „Albertsmálsins". Þá verður
að koma á þeirri reglu sem ríkir að meira
eða minna leyti í flestum skyldum
stjórnkerfum, að ríkisstjórnin sem heild sé
samábyrg fyrir því sem aflaga fer í störfum
hvers ráðherra. Skaði einstakir ráðherrar
heildarímynd stjórnarinnar þá eru þeir ein-
faldlega látnir fjúka.
í Japan endurnýjar forsætisráðherrann
ríkisstjórn sína reglulega á eins til tveggja
ára fresti og tryggir þannig stuðning hinna
ýmsu afla innan flokkanna og meiri sam-
vinnu og frið. Breski þingmaðurinn, Tony
Benn, gerði það að tillögu sinni innan
Verkamannaflokksins fyrir fáeinum árum
að þingflokkurinn fengi að kjósa um ráð-
herra í ríkisstjórn flokksins á árs fresti. Rök-
studdi hann tillöguna með því, að slíkt yki
ábyrgð ráðherra og gerði það jafnframt að
verkum að óánægðir stjórnarþingmenn
þyrftu ekki að gerast leiðitamir stuðnings-
menn stjórnarinnar í öllum málum mót-
mælalaust og stjórnkerfið yrði opnara og
lýðræðislegra fyrir bragðið.
Breytingar eru þegar að koma í ljós <
þingræðiskerfinu hér á landi. Þáttaskilin <
kosningunum 1987 segja okkur að búast við
enn frekari breytingum á næsta kjörtímabih
þingsins, óvissa um framvindu mála hefur
sennilega aldrei verið meiri 1
stjórnmálalífinu.
■ Eftir Ómar Fri&riksson
50