Þjóðlíf


Þjóðlíf - 01.05.1987, Blaðsíða 65

Þjóðlíf - 01.05.1987, Blaðsíða 65
Skandall á Wall Street Fall Ivans Boesky skapar vantraust Wall street er gata í New York þar Sem kauphöllin er til húsa. Wall Street er ei,inig samheiti yfir samfélag þeirra manna °g fyrirtækja í Bandaríkjunum sem sérhæfa ®'8 í hlutabréfa- og verðbréfaviðskiptum. ^iðstöð hlutabréfa- og verðbréfaviðskipt- anna er kauphöllin sjálf, þar sem hlutabréf bandarískra fyrirtækja ganga kaupum og söium á hverjum degi. Framboð og eft- •rspum eftir hlutabréfum ræður verðgildi Peirra, sem er breytilegt frá einum degi til ®nnars. Það sem ræður verðgildi hlutabréfa yrirtækja er fyrst og fremst álit manna á því nvaða fýrirtæki muni skila mestum arði á nverjum tíma. Þau fyrirtæki sem eru skráð í kauphöllinni í Wall Street eru yfirleitt sterstu fyrirtæki Bandaríkjanna og einungis jynrtæki sem eru almenningshlutafélög. Á .slandi eru einungis starfandi örfá almenn- !ngshlutafélög sem hafa hlotið viðurkenn- pgn sem slík. Meðal þeirra eru Eimskip, Jngleiðir og Verzlunarbankinn. f Banda- 'kjunum er ekki óalgengt að almennir borg- arar fjárfesti í hlutabréfum. Það fer fram bjeð þeim hætti að fólk hefur umboðsmenn, a tíðum lögfræðinga sína, sem aftur hafa umboðsmenn í kauphöllinni. Umboðsmað- urinn í kauphöllinni fær prósentur af hverri sölu. Ef honum finnst vænlegt að selja bréf í einu fyrirtæki og kaupa í öðru, hefur hann samband við skjólstæðinga sína og þeir taka síðan ákvörðun um hvað skuli gera. Hlut- hafi getur leyst út peningana sína hvenær sem er með því að selja á sölugengi í kauphöllinni. YFIRTÖKUÆÐIÐ. Það sem verið hefur að gerast í bandarískum fjármálaheimi und- anfarin fjögur til fimm ár hefur verið mikil tilfærsla á fjármagni með þeim hætti, að fyrirtæki taka yfir eða renna saman við önn- ur fyrirtæki. Ástæðurnar fyrir yfirtöku og samruna fyrirtækja geta verið allt frá því að fyrirtæki eru að reyna að eyða samkeppni á markaðnum, ná aukinni hagkvæmni með því að kaupa fyrirtæki í skyldum greinum, yfir í það að einfaldlega fjárfesta í gróða- vænlegum fyrirtækjum. Stundum hefur markmið yfirtöku verið að breyta stefnu hins keypta fyrirtækis, með það t.d. í huga að auka arðsemina, nú eða eyða samkeppni og mega þá stjórnendur hins keypta fyrir- tækis búast við að verða látnir fjúka. Slíkar yfirtökur hafa verið kallaðar óvinsamlegar yfirtökur, og hafa fórnarlömbin oft reynt að verjast yfirtöku í lengstu lög. Frægt er dæm- ið af fyrirtækinu Martin Marietta Cornarati- on sem tókst að verjast því að vera tekið yfir af Bendix Corporation með því að hóta að kaupa Bendix á meðan Bendix væri að kaupa Martin Marietta! Þetta dæmi tengist reyndar Wall Street hneykslinu mikla þann- ig að Martin A. Siegel, ein aðalsöguhetjan í hneykslinu og höfundur þessarar svokölluðu „Pacman-varnar" lét Ivan Boesky, áhættu- spilara í kauphöllinni, vita af gagntilboði Marietta. Boesky keypti þegar í stað 52.000 hluti í Marietta og græddi um fimm milljónir króna þegar hlutirnir hækkuðu í verði nokkrum dögum síðar. Yfirtökuæðið, „Merger-mania“, hefur skyggt á önnur viðskipti á Wall Street á síðastliðnum þremur árum. Því hefur fylgt vöxtur ráðgjafafyrirtækja á fjármálasviðinu, fjárfestingarbanka, spákaupafyrirtækja og síðast en ekki síst útgáfa svokallaðra rusla- bréfa (junkbond), sem fyrirtæki hafa gefið út í samvinnu við fjármögnunarfyrirtæki til að fjármagna kaup á öðrum fyrirtækjum. Ruslabréfin eru seld með miklum afföllum, þurfa að seljast hratt og í miklu magni til að fyrirtækjakaup geti átt sér stað og eru ein- ungis tryggð með trausti fyrirtækisins sem gefur þau út. INNANBÚÐARVIÐSKIPTI. Spákaup- endur eru þeir sem spá í væntanlegar yfir- tökur og reyna að græða á þeim, t.d. með því að kaupa hluti í fyrirtæki sem stendur 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.