Þjóðlíf - 01.05.1987, Blaðsíða 65
Skandall á Wall Street
Fall Ivans Boesky skapar vantraust
Wall street er gata í New York þar
Sem kauphöllin er til húsa. Wall Street er
ei,inig samheiti yfir samfélag þeirra manna
°g fyrirtækja í Bandaríkjunum sem sérhæfa
®'8 í hlutabréfa- og verðbréfaviðskiptum.
^iðstöð hlutabréfa- og verðbréfaviðskipt-
anna er kauphöllin sjálf, þar sem hlutabréf
bandarískra fyrirtækja ganga kaupum og
söium á hverjum degi. Framboð og eft-
•rspum eftir hlutabréfum ræður verðgildi
Peirra, sem er breytilegt frá einum degi til
®nnars. Það sem ræður verðgildi hlutabréfa
yrirtækja er fyrst og fremst álit manna á því
nvaða fýrirtæki muni skila mestum arði á
nverjum tíma. Þau fyrirtæki sem eru skráð í
kauphöllinni í Wall Street eru yfirleitt
sterstu fyrirtæki Bandaríkjanna og einungis
jynrtæki sem eru almenningshlutafélög. Á
.slandi eru einungis starfandi örfá almenn-
!ngshlutafélög sem hafa hlotið viðurkenn-
pgn sem slík. Meðal þeirra eru Eimskip,
Jngleiðir og Verzlunarbankinn. f Banda-
'kjunum er ekki óalgengt að almennir borg-
arar fjárfesti í hlutabréfum. Það fer fram
bjeð þeim hætti að fólk hefur umboðsmenn,
a tíðum lögfræðinga sína, sem aftur hafa
umboðsmenn í kauphöllinni. Umboðsmað-
urinn í kauphöllinni fær prósentur af hverri
sölu. Ef honum finnst vænlegt að selja bréf í
einu fyrirtæki og kaupa í öðru, hefur hann
samband við skjólstæðinga sína og þeir taka
síðan ákvörðun um hvað skuli gera. Hlut-
hafi getur leyst út peningana sína hvenær
sem er með því að selja á sölugengi í
kauphöllinni.
YFIRTÖKUÆÐIÐ. Það sem verið hefur
að gerast í bandarískum fjármálaheimi und-
anfarin fjögur til fimm ár hefur verið mikil
tilfærsla á fjármagni með þeim hætti, að
fyrirtæki taka yfir eða renna saman við önn-
ur fyrirtæki. Ástæðurnar fyrir yfirtöku og
samruna fyrirtækja geta verið allt frá því að
fyrirtæki eru að reyna að eyða samkeppni á
markaðnum, ná aukinni hagkvæmni með
því að kaupa fyrirtæki í skyldum greinum,
yfir í það að einfaldlega fjárfesta í gróða-
vænlegum fyrirtækjum. Stundum hefur
markmið yfirtöku verið að breyta stefnu
hins keypta fyrirtækis, með það t.d. í huga
að auka arðsemina, nú eða eyða samkeppni
og mega þá stjórnendur hins keypta fyrir-
tækis búast við að verða látnir fjúka. Slíkar
yfirtökur hafa verið kallaðar óvinsamlegar
yfirtökur, og hafa fórnarlömbin oft reynt að
verjast yfirtöku í lengstu lög. Frægt er dæm-
ið af fyrirtækinu Martin Marietta Cornarati-
on sem tókst að verjast því að vera tekið yfir
af Bendix Corporation með því að hóta að
kaupa Bendix á meðan Bendix væri að
kaupa Martin Marietta! Þetta dæmi tengist
reyndar Wall Street hneykslinu mikla þann-
ig að Martin A. Siegel, ein aðalsöguhetjan í
hneykslinu og höfundur þessarar svokölluðu
„Pacman-varnar" lét Ivan Boesky, áhættu-
spilara í kauphöllinni, vita af gagntilboði
Marietta. Boesky keypti þegar í stað 52.000
hluti í Marietta og græddi um fimm milljónir
króna þegar hlutirnir hækkuðu í verði
nokkrum dögum síðar.
Yfirtökuæðið, „Merger-mania“, hefur
skyggt á önnur viðskipti á Wall Street á
síðastliðnum þremur árum. Því hefur fylgt
vöxtur ráðgjafafyrirtækja á fjármálasviðinu,
fjárfestingarbanka, spákaupafyrirtækja og
síðast en ekki síst útgáfa svokallaðra rusla-
bréfa (junkbond), sem fyrirtæki hafa gefið
út í samvinnu við fjármögnunarfyrirtæki til
að fjármagna kaup á öðrum fyrirtækjum.
Ruslabréfin eru seld með miklum afföllum,
þurfa að seljast hratt og í miklu magni til að
fyrirtækjakaup geti átt sér stað og eru ein-
ungis tryggð með trausti fyrirtækisins sem
gefur þau út.
INNANBÚÐARVIÐSKIPTI. Spákaup-
endur eru þeir sem spá í væntanlegar yfir-
tökur og reyna að græða á þeim, t.d. með
því að kaupa hluti í fyrirtæki sem stendur
65