Þjóðlíf - 01.05.1987, Blaðsíða 88
L í F S S T í L L
RUT HALLGRlMSOÓTTIR
■ Orri í sjónvarps- og setstofunni á efri
hasftinni.
■ Einfaldur glæsileiki hvílir yfir stóru stof-
unni á neóri hæðinni, en hún er ekki fullfrá-
gengin.
Laufásvegur 36
HÚSIÐ LÉT P. O. Christiansen byggja
árið 1920, en hann var lyfsali í Reykjavíkur-
apóteki. Viðurinn var sniðinn til í Noregi og
húsið flutt í einingum til landsins. Árið 1922
keypti húsið Páll Stefánsson frá Þverá í Lax-
árdal og var það nefnt Þverá upp frá því.
Páll rak sérverslun með bíla og bílahluti, þá
fyrstu og elstu sinnar tegundar á landinu.
Páll og kona hans, Fríða Proppé, ánöfnuðu
Veslunarráði íslands eigum sínum eftir sinn
dag. Páll lést árið 1953. Verslunarráðið flutti
inn í húsið 1962, en Fríða bjó á efri hæð þess
þar til hún lést 1965.
Verslunarráð seldi húsið 1982 þeim Val-
dísi Bjarnadóttur arkitekt og Gunnari Inga
Ragnarssyni verkfræðingi og búa þau í því
ásamt þremur börnum, Orra 9 ára, Tinnu 7
ára og Nönnu 2ja ára. Þau þurftu að rústa
nær allri herbergjaskipan til síns uppruna-
lega horfs, enda búið að stúka húsið niður í
■ A&staða barnanna í húsinu er mjög rúm-
góö. Nanna og Tinna renna sér og Orri horf-
ir á úr herbergi Tinnu.
■ Úr hjónaherberginu. Á veggnum hangir
afsteypa af Valdísi frá því hún gekk með
Nönnu.
■ Úr holinu á neðri hæðinni.
skrifstofuherbergi. Vinnan sem að baki ligg'
ur er ómæld — og enn er margt eftir. Valdís
segir, að þau hafi á sínum tíma viljað byggjít-
en miðbærinn freistaði þeirra, enda nær allt-
af búið í miðbæ. Því varð þessi kostur fyrir
valinu.
Laufásvegur 36. Þverá. Með stærri húsurn
bæjarins á sínum tíma — og heldur enn fulln
reisn og glæsileika.
88