Þjóðlíf


Þjóðlíf - 01.05.1987, Blaðsíða 20

Þjóðlíf - 01.05.1987, Blaðsíða 20
E R L E N T f J1, m Kim Young Sam veifar til þegna sinna i suörinu hrinda veldi aðalsins eins og gerðist í Kína. Á síðari hluta Yi-tímans varð þetta aðals- veldi að spilltri og geðþóttakenndri harð- stjórn. Ekki fer hjá því að allur þessi tími undir hrottalegri harðstjórn, erlendri og inn- lendri, hafi sett mark sitt á þjóðina. í heims- styrjöldinni síðari þóttu kóreanskir her- menn í japanska hernum síst gefa Japönum eftir í fúlmennsku, og suðurkóreanskir her- menn, sem sendir voru til Víetnam til hjálp- ar Bandaríkjamönnum, þóttu að vísu hraustir bardagamenn en urðu jafnframt orðlagðir fyrir grimmd og hryðjuverk, bæði meðal vina og óvina. Og ekki vantar strang- asta aga og hrottaskap í stjórnarfar núver- andi kóreanskra rikja. Á síðari hluta Yi-tímans einangruðu Kór- eumenn sig eftir bestu getu, og er það sama sagan og frá Japan og Kína um sama leyti. Margar ástæður lágu hér að baki, þar á meðal hroki gagnvart fólki úr öðrum heimshlutum sem álitið var siðleysingjar sem ekkert væri hægt af að læra, ímugustur á Evrópumönnum sem þá voru allsráðandi á heimshöfunum, og ótti yfirstétta sem byggðu vald sitt á akuryrkju við að aukin verslun við utanaðkomandi aðila kæmi raski á þjóðfélögin og efldi til áhrifa nýja þjóðfé- lagshópa. Kórea varð jafnvel enn seinni til að opna sig fyrir samskiptum við Evrópu- og Vesturlandamenn en Japan og Kína, með- fram vegna þess að vestrænu stórveldin höfðu fremur lítinn áhuga á landinu, sem þá var ekki talið búa yfir miklum náttúruauð- lindum. Landið varð því bitbein Rússa, sem höfðu áhuga á íslausum höfnum þess, og Japana sem vildu fyrirbyggja að meginlands- stórveldi gætu notað það sem stökkpall til árása á Japan og hagnýta það sem undirbún- ingssvæði til innrása á meginlandið. Með ósigri sínum í stríðinu við Japani 1904-‘05 voru Rússar slegnir úr þeim leik í bráðina. Sjálfir gátu Kóreumenn lítið að gert sökum þess hve seinir þeir voru á sér að tileinka sér vestrænar nýjungar og tækni. Af tveimur Kil-ll-Sungum. Japönsku stjórninni fylgdi iðnvæðing og skóla- og heilsugæslukerfi að vestrænni og japanskri fyrirmynd, en niðurlægjandi meðferð henn- ar á landsmönnum hafði í för með sér að þeir voru stöðugt í uppreisnarskapi Stjórn Japana var hinsvegar það öflug og harðsnú- in að andstaða gegn þeim innanlands varð alltaf í molum. Margir kóreanskir sjálfsstæð- issinnar gerðust því til þess að leita hælis í fjöllum og skógum Mansjúríu, þar sem þeir gerðust skæruliðar og herjuðu á Japani yfir landamærin. Einn sá helsti af foringjum skæruliða þess- ara var maður að nafni Kim II Sung, fæddur 1888 og lærði á unga aldri hermennsku af Japönum. f rúmlega 20 ár, frá 1910-’31, átti hann í höggi við Japani og tókst að gera þeim talsverðan óskunda, enda þekkti hann herbrögð þeirra. Náði hann út á þetta allverulegri frægð í föðurlandi sínu. Hann lést 1931. Virðingu þessa Kim II Sung má marka af því að eftir lát hans gerðust allmargir aðrir kóreanskir skæruliðafor- ingjar til þess að taka upp nafn hans. Trú- lega liggur hér að baki kóreönsk hefð. Einn þessara nýju kimilsunga var Kim Song-Chu, tvítugur sonur bjargálna bónda og kennara í Mankvongdai, smáþorpi rétt hjá Pjongjang. Um ævi hans er margt á huldu. Opinber ævisaga hans er mjög hetjusagnakennd, en á hinn bóginn hætt við að sumir sem um hann skrifa bregði lítt við hinu betra ef þeir vita hið verra. Líklegast er að hann hafi þegar á unglingsaldri lagt leið sína til Mansjúríu, numið þar í kínverskum og kóreönskum skólum og upp úr 1930 gengið í lið kommún- ískra skæruliða. Varð hann liðsforingi í skæruher sem á fjórða áratugnum gerði Jap- önum marga skráveifu í Mansjúríu austan- verðri. Skæruliðar þessir fengu þá stuðning frá Rússum enda fullur fjandskapur þá með Rússum og Japönum. En 1941 þegar Rússar höfðu gert griðasáttmála við Japani og feng- ið á sig innrás Þjóðverja, vildu þeir fyrir hvern mun forðast að fá Japani á móti sér á ný, tóku því fyrir allan stuðning við skæru- liða í Mansjúríu og löttu þá aðgerða. Stríð og efnahagsundur. Veturinn 20 j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.