Þjóðlíf


Þjóðlíf - 01.05.1987, Page 20

Þjóðlíf - 01.05.1987, Page 20
E R L E N T f J1, m Kim Young Sam veifar til þegna sinna i suörinu hrinda veldi aðalsins eins og gerðist í Kína. Á síðari hluta Yi-tímans varð þetta aðals- veldi að spilltri og geðþóttakenndri harð- stjórn. Ekki fer hjá því að allur þessi tími undir hrottalegri harðstjórn, erlendri og inn- lendri, hafi sett mark sitt á þjóðina. í heims- styrjöldinni síðari þóttu kóreanskir her- menn í japanska hernum síst gefa Japönum eftir í fúlmennsku, og suðurkóreanskir her- menn, sem sendir voru til Víetnam til hjálp- ar Bandaríkjamönnum, þóttu að vísu hraustir bardagamenn en urðu jafnframt orðlagðir fyrir grimmd og hryðjuverk, bæði meðal vina og óvina. Og ekki vantar strang- asta aga og hrottaskap í stjórnarfar núver- andi kóreanskra rikja. Á síðari hluta Yi-tímans einangruðu Kór- eumenn sig eftir bestu getu, og er það sama sagan og frá Japan og Kína um sama leyti. Margar ástæður lágu hér að baki, þar á meðal hroki gagnvart fólki úr öðrum heimshlutum sem álitið var siðleysingjar sem ekkert væri hægt af að læra, ímugustur á Evrópumönnum sem þá voru allsráðandi á heimshöfunum, og ótti yfirstétta sem byggðu vald sitt á akuryrkju við að aukin verslun við utanaðkomandi aðila kæmi raski á þjóðfélögin og efldi til áhrifa nýja þjóðfé- lagshópa. Kórea varð jafnvel enn seinni til að opna sig fyrir samskiptum við Evrópu- og Vesturlandamenn en Japan og Kína, með- fram vegna þess að vestrænu stórveldin höfðu fremur lítinn áhuga á landinu, sem þá var ekki talið búa yfir miklum náttúruauð- lindum. Landið varð því bitbein Rússa, sem höfðu áhuga á íslausum höfnum þess, og Japana sem vildu fyrirbyggja að meginlands- stórveldi gætu notað það sem stökkpall til árása á Japan og hagnýta það sem undirbún- ingssvæði til innrása á meginlandið. Með ósigri sínum í stríðinu við Japani 1904-‘05 voru Rússar slegnir úr þeim leik í bráðina. Sjálfir gátu Kóreumenn lítið að gert sökum þess hve seinir þeir voru á sér að tileinka sér vestrænar nýjungar og tækni. Af tveimur Kil-ll-Sungum. Japönsku stjórninni fylgdi iðnvæðing og skóla- og heilsugæslukerfi að vestrænni og japanskri fyrirmynd, en niðurlægjandi meðferð henn- ar á landsmönnum hafði í för með sér að þeir voru stöðugt í uppreisnarskapi Stjórn Japana var hinsvegar það öflug og harðsnú- in að andstaða gegn þeim innanlands varð alltaf í molum. Margir kóreanskir sjálfsstæð- issinnar gerðust því til þess að leita hælis í fjöllum og skógum Mansjúríu, þar sem þeir gerðust skæruliðar og herjuðu á Japani yfir landamærin. Einn sá helsti af foringjum skæruliða þess- ara var maður að nafni Kim II Sung, fæddur 1888 og lærði á unga aldri hermennsku af Japönum. f rúmlega 20 ár, frá 1910-’31, átti hann í höggi við Japani og tókst að gera þeim talsverðan óskunda, enda þekkti hann herbrögð þeirra. Náði hann út á þetta allverulegri frægð í föðurlandi sínu. Hann lést 1931. Virðingu þessa Kim II Sung má marka af því að eftir lát hans gerðust allmargir aðrir kóreanskir skæruliðafor- ingjar til þess að taka upp nafn hans. Trú- lega liggur hér að baki kóreönsk hefð. Einn þessara nýju kimilsunga var Kim Song-Chu, tvítugur sonur bjargálna bónda og kennara í Mankvongdai, smáþorpi rétt hjá Pjongjang. Um ævi hans er margt á huldu. Opinber ævisaga hans er mjög hetjusagnakennd, en á hinn bóginn hætt við að sumir sem um hann skrifa bregði lítt við hinu betra ef þeir vita hið verra. Líklegast er að hann hafi þegar á unglingsaldri lagt leið sína til Mansjúríu, numið þar í kínverskum og kóreönskum skólum og upp úr 1930 gengið í lið kommún- ískra skæruliða. Varð hann liðsforingi í skæruher sem á fjórða áratugnum gerði Jap- önum marga skráveifu í Mansjúríu austan- verðri. Skæruliðar þessir fengu þá stuðning frá Rússum enda fullur fjandskapur þá með Rússum og Japönum. En 1941 þegar Rússar höfðu gert griðasáttmála við Japani og feng- ið á sig innrás Þjóðverja, vildu þeir fyrir hvern mun forðast að fá Japani á móti sér á ný, tóku því fyrir allan stuðning við skæru- liða í Mansjúríu og löttu þá aðgerða. Stríð og efnahagsundur. Veturinn 20 j

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.