Þjóðlíf


Þjóðlíf - 01.05.1987, Blaðsíða 12

Þjóðlíf - 01.05.1987, Blaðsíða 12
E R L E N T ■ Gorbatsjof og Steingrímur: Hugsanlega ekki tilviljun að frumkvæöi Sovétmanna í afvopnunarmálum var kynnt er íslenskur ráðhcrra var aö koma til landsins. Þórarinn Þórarinsson, fyrrverandi ritstjóri Tímans: „Framkvæmdin verður vandasörrT „ÉG ÁLÍT breytingarnar jákvæðar og stefna í rétta átt en að það muni reynast vandasamt að koma þeim fram. Þær munu mæta andstöðu í sjálfu kerfinu en það tel ég þó ekki alvarlegast. Alvarlegast tel ég vera: 1. Sovétríkin hafa verið að breytast í það sem kallað er neysluþjóðfélag þar sem fólk vill betri kjör og meira vöruúrval. Gerist það ekki nógu fljótt getur skapast óþolin- mæði hjá almenningi og vantrú á þessar breytingar. 2. Breytingarnar geta ýtt undir þjóðernis- hreyfingar í löndum múslima í Mið-Asíu og víðar og það getur valdið alvarlegum klofn- ingi innan rússneska þjóðfélagsins. 3. Ef viðbrögð vestrænu ríkjanna verða ekki nógu jákvæð og ekki verður dregið úr vígbúnaðarkapphlaupinu getur það orðið vatn á myllu þeirra sem vilja koma gamla skipulaginu á aftur.“ orðið til þess að menn draga nýjar línur, ekki eingöngu milli erlendra manna og inn- lendra, þeirra og okkar, heldur beinist at- hyglin nú í auknum mæli að ólíkum skoðana- straumum í sovésku þjóðfélagi. Pólitísk skilgreining í Sovétríkjunum er að vísu enn um flest í gamla leynilögreglustíln- um. Þeir erlendu fréttamenn sem ég ræddi við sögðu að þeir hefðu orðið varir við breyt- ingu á starfsaðstöðu. Á ytra borðinu, alla vega, virðist sovéska upplýsingakerfið hafa tekið stakkaskiptum. Til marks um þessa breytingu er Gennadij Gerasimov. Hann er eins konar talsmaður Kremlar. Gerasimov skírskotar jafnan til talsmanns Bandaríkjaforseta sem „kollega míns í Washington". Gerasimov, fimmtíu og sex ára, menntaður í tungumálum, hefur starfað sem fréttamaður Novosti fréttastof- unnar í Sovétríkjunum, Tékkóslóvakíu og í Bandaríkjunum, en hann bjó í fimm ár í New York. Fyrirrennari Gerasimovs í starfi hjá utanríkisráðuneytinu, Lomeiko, hafði alltaf fátt að segja fréttamönnum umfram það sem stóð prentað í opinberum yfirlýsing- um. Gerasimov segir, að yfirleitt hafi sov- éskir embættismenn ekki kunnað að um- gangast pressuna. Það eina sem þeim hafi verið tamt að segja hafi verið orðið Njet. Gerasimov kveðst hafa frjálsar hendur. Hann heldur fundi með fréttamönnum tvisv- ar í viku og lendi þeir í vandræðum í viður- eign við skrifræðið leita þeir oft til hans um aðstoð. Hlutverk Gerasimovs er þó fyrst og fremst að verja stefnu stjórnarinnar. Hann sagði nýlega frá því að í bandarískum sjón- varpsþætti þar sem þau Jeane Kirkpatrick, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjastjórnar hjá S.Þ., leiddu saman hesta sína nú fyrir skömmu, hefði hún klykkt út með því að saka hann um að fylgja í raun stefnu komm- únistaflokksins. „Hvað er athugavert við það, og við hverju bjóst manneskjan eigin- lega?“ Þessi saga segir þó svolítið um breytta ímynd hinna nýju talsmanna Kremlar. I Moskvu ræddi ég við ýmsa aðila í sov- éska sjónvarpinu og bar þar á góma þær breytingar sem orðið hefðu í fjölmiðlun. Varð ég þess greinilega var að hér var á ferðinni mjög meðvituð stefnubreyting og var til dæmis svo að skilja að dagskrárgerð- armönnum innan sjónvarpsins hefðu nú ver- ið gefnar mun frjálsari hendur en áður. Einnig er greinilegt að áherslum hefur verið breytt í upplýsingamiðlun að öðru leyti. „Menn eru búnir að biðja um þetta frelsi árum saman og nú þegar þeir hafa það, vita þeir varla hvað við það á að gera.“ Það er einn að æðstu yfirmönnum sovéska sjón- varpsins sem svo mælir. Og hann heldur áfram: „Vissirðu að við höfum reynt að fá bandaríska sjónvarpsflokkinn Ameríku til sýningar í sovéska sjónvarpinu? Þar er fjall- að um okkur á óviðurkvæmilegan hátt. En við vildum sýna þjóðinni hvað sagt er um okkur erlendis. Það voru hins vegar Banda- ríkjamenn sem ekki voru á þessum buxun- um því frá þeim fengum við mjög eindregið afsvar. Þeir virðast ekki vita hvaðan á þá stendur veðrið og virðist jafnvel ekki öllum ■ Andrei Sakharov: „Það sem er gott fyrir Gorbatsjof er gott fyrir okkur öll.“ sérlega um það gefið sem hér er að gerast.“ Einmitt þetta glaðbeitta, bjartsýna, jafnvel ögrandi viðhorf, varð maður var við. „Við erum ekki að ráðast í breytinar á sovésku samfélagi fyrir áeggjan útlendinga," ö hefur drunið í forystuliðinu síðustu mánuði. Hins vegar er greinilegt að sovéska forystan fylgist mjög gaumgæfilega með öllum við- brögðum erlendis. Greinilegt var að ræki- lega hafði verið fylgst með Reykjavíkur- fundinum að þessu leyti. Enda þótt Sovét- menn hefðu komið samningslausir frá Reykjavík, þá virtist mér þeir sem ég ræddi við hafa það mjög ákveðið á tilfinningunni að frá íslandi hefðu þeir komið sem sigur- vegarar. Af þessu eru þeir stoltir. „Við sigruðum í Reykjavík vegna þess að fólk fann að okkur var alvara um að ná samkomulagi," sagði háttsettur fjölmiðla- maður, sem var á Reykjavíkurfundinum í haust. — „Og ég held að fólk hafi reiðst því þegar Reagan birtist í herstöðinni í Keflavík að loknum fundinum með dátahúfu á höfði og spaugsyrði á vör. Breska sjónvarpið og sjónvarpsstöðvar um heint allan sýndu hins vegar allan blaðamannafund Gorbatsjofs í Háskólabíói. Af hverju heldurðu að þetta ‘ hafi verið? Einfaldlega vegna þess að fólk fann að Gorbatsjof meinti það sem hann sagði. Og almenningur er nú í alvöru farinn að gera þá kröfu til ráðamanna heimsins að þeir hætti vígbúnaðarkapphlaupinu og beini fjármununum þess í stað að lausn knýjandi vandamála, — hungri og sjúkdómum, sem herja á meirihluta mannkyns." „En hvað stendur þá í veginum fyrir því að svo verði gert?“ „Við erum engin börn. Við vitum að það er erfitt fyrir Bandaríkin að snúa af leið, svo miklir hagsmunir eru í húfi fyrir hergagnaiðnaðinn í Kaliforníu. Og Reagan 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.