Þjóðlíf


Þjóðlíf - 01.05.1987, Blaðsíða 81

Þjóðlíf - 01.05.1987, Blaðsíða 81
L I S T I R an’d V°U want *° know *H about Andy Warhol, just look at the surface of my paintings and films fo, and there I am. There's nothing behind it.“ ^!kregiur hans, hedónísk kaldhæðni með útK und‘rtónum sjálfseyðingar, urðu að feiddum lífsstfl. Hann fór að gefa út áhrifa- ;f!' 1<"' tímarit, Andy Warhol Interview Magaz- ane’ sem á örskömmum tíma varð blað blað- skna °8 áhrifa þess hefur gætt um nokkurt a ei. ^ér á landi, m.a. voru fyrstu eintök Helg- P°stsins mjög í anda þess. Á vissan hátt varð Warhol New York það sem tískukóngar eru Parísarborg: trend setter eða Herra Stíll. Það sem óneitanlega er forvitnilegt við War- hol, svona eftirá að hyggja, er hversu vel hon- um tókst að fela sig í sviðsljósinu. Hann skrif- aði mjög opinskáa ævisögu, From A to B & Back Again: The Philosophy of Andy Warhol, og þrátt fyrir óteljandi viðtöl, segulbanda-, kvikmynda- og videóupptökur þá er enginn nær um ætlun hans eða sjálfsskilning. Sjálfur sagðist hann ekki vera að gagnrýna nokkurn skapaðan hlut, hann vœri bara, og til að forðast óþarfa vonbrigði og sársauka vildi hann ekki bindast öðrum með nokkrum hætti. Hann væri á yfirborðinu og allt sem hann gerði væri það sem væri og ekkert annað. Þegar hann var fenginn til að vera með á Feneyja-biennalnum nýverið var hann spurður álits á ítalskri menn- ingu og listalífi. Svar hans var, að hann hefði alltaf elskað spaghettí. Auðvitað var þetta túlk- að þvers og kruss! Enginn í samtíma okkar hefur komist eins nálægt því að svara til sögu- persónu Kosinskis, Mr. Chance. Warhol talaði alltaf af barnalegri hreinskilni og lét aðra um að gefa orðum sínum og verkum dýpri merk- ingu. Andy Warhol var einn þriggja barna verka- mannafjölskyldu í Pittsburgh. Foreldar hans, Ondrej og Julia Warhola, voru tékkneskir inn- flytjendur sem lifðu alla sína tíð við mikla ör- birgð. Faðir hans, sem var kolanámumaður, dó 1942 af því að drekka eitrað vatn. Warhol var þá 14 ára og basl móður hans og tveggja bræðra jókst enn. Honum tókst að ljúka BÁ- námi í auglýsingateiknun í heimabæ sínum, Pittsburgh, sem er einn af menguðustu iðnað- arbæjum Bandaríkjanna. Tuttugu og eins árs að aldri fór Warhol til New York og komst fljótlega í innsta hring auglýsingaheimsins þar. Barnalegur og hrár teiknistfll hans þótti ferskur og frjór. Vörufetismi auglýsingaheimsins hafði síðan mikil áhrif á listsköpun hans síðar meir. Hann tók með sér tækni auglýsingaheimsins inn í myndlistina: vörur á að persónugera og fólk fær á sig vöruhjúp. Bræður hans eru báðir barnmargir verkamenn í Pittsburgh. Það er átakalaust að gera Warhol, ævi hans og starf að kennslubókardæmi um firringu vest- ræns samfélags. Átakalaust og einhliða. Nú þegar púritanisminn virðist í uppsveiflu - burt með eitrið, á með smokkinn - þá væri hollt að sýna nokkrar af kvikmyndum Warhols. Sér- hver heimur á sínar leikreglur og hvort sem okkur líkar betur eða verr þá eru það úrhrökin í New York og London, hommarnir, eiturlyfja- neytendurnir og lágstéttarkrakkarnir, sem hafa gefið okkur obbann af dægurmenningu nútím- ans og sú áhrif eru síður en svo bundin ein- hverri lágmenningu. Warhol hefur líklega ver- ið einn sá ötulasti að tappa af þessum undra- heimi með miðilshlutverki sínu. Ef peningar eru einhver mælikvarði, þá tókst honum bæri- lega upp: þessi fátæki strákur frá Pittsburgh skildi eftir sig 1500 milljónir dollara. {lokin: Warhol er tákn þess hve óendanlega merkilegt ameríska þjóðfélagið er. Þar er allt hægt og ekkert fyrirfram gefið. Sama dag og andlát Warhols var tilkynnt var sagt frá því að fulltrúar Campell’s hefðu verið á íslandi í kaupleiðangri. Campell’s-fyrirtækið og dósa- súpurnar hafa um árabil verið tákn amerísks neysluþjóðfélags. Warhol gerði dósina þeirra að íkoni neysluþjóðfélagsins á sama tíma og hann skráði syndafall sjálfseyðingarinnar. Nú hefur þessi dósarisi ákveðið að bæta ráð sitt og ætlar að svissa úr dósunum yfir í heilbrigðið. Nú á Campell’s að standa fyrir heilnæman mengunarmat sem inniheldur ómengaðan ísl- enskan kúfisk - sem auðvitað er hægt að setja beint í ofninn. ■ Eftir Örn D. Jónsson 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.