Þjóðlíf


Þjóðlíf - 01.05.1987, Blaðsíða 18

Þjóðlíf - 01.05.1987, Blaðsíða 18
E R L E N T ■ Baby Doc og frú. Lýðræðisáform í góðri trú 90% íbúa Haíti samþykktu stjórnarskrána í SKÁLDSÖGU Graham Green, Trúðarn- ir, sem gerist á Haítí á harðstjórnartímum einræðisherrans Papa Docs, lýsir sögumað- ur, Brown, kosningafyrirkomulagi landsins fyrir vantrúuðum aðkomuhjónum frá Bandaríkjunum, einfaldlega sem svo: „Kosningar í Englandi eru einfaldari en í Bandaríkjunum, en á Haítí eru þær miklu einfaldastar. Ef manni er annt um líf sitt á Haítí heldur maður sig heima á kjördag..." Lausir við ógnareinræði þeirra Duvalíer- feðga hyggjast Haítíbúar nú byggja upp virkara þátttökukerfi í landi sínu. 29. mars s.l. samþykktu landsmenn nýja stjórnarskrá íþjóðaratkvæðagreiðslu. Samkvæmt upplýs- ingum yfirvalda veittu meira en 90% kjós- enda stjórnarskránni samþykki sitt. í góðri trú telja Haítíbúar sig nú geta fyrirbyggt annað einræðistímabil á borð við 29 ára harðstjórnartíma Duvalíerfeðga, Francois Duvalíer „Papa Doc“ sem lést árið 1971, og Jean-Claude Duvalíer „Baby Doc,“ sem flúði land 7. febrúar á síðasta ári og við tók stjórn skipuð yfirmönnum í her landsins og óbreyttum borgurum. í stjórnar- skránni er að finna ákvæði sem eiga að útiloka stuðningsmenn einræðisfeðganna frá öllum opinberum stöðum næstu tíu árin. En vilji er eitt, raunveruleg framkvæmd annað. í sögu Haítí má finna a.m.k. 20 stjórnar- skrár sem settar hafa verið um lengri eða skemmri tíma. Fréttaskýrendur telja þó að nú séu sterkari líkur á að takist að koma á lýðræðislegu stjórnarfyrirkomulagi en áður. 60 manna stjórnlagaþing setti ákvæði stjórnarskrárinnar saman og voru 40 þeirra valdir til þess í kosningum en bráðabirgða- stjórnin skipaði hina 20. Völdum verður deilt á milli forseta, forsætisráðherra og deildaskipts þings. Dómstólar eiga að njóta sjálfstæðis. Þingkosningar og kjör forseta fara fram í nóvember og er þegar farið að nefna til hugsanlega kandídata í forsetastól, s.s. þá Marc Bazin fyrrum fjármálaráðherra sem starfaði lengi hjá Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum og Leislie Manigat sem bjó áður í útlegð í Caracas og starfaði sem háskólapró- fessor. Hin nýja stjórnarskrá heimilar nú öll trú- arbrögð á Haítí, þ.á.m. galdratrú (Vúdú) sem flestir landsmenn iðka. Stærstur hluti Haítíbúa er ólæs en stjórnarskráin var þó kynnt rækilega í útvarpi fyrir þjóðar- atkvæðagreiðsluna. Eins og svo margar nýj- ar stjórnarskrár í ríkjum þriðja heimsins er nýja stjórnarskrá Haítí uppfull af lýðræðis- yfirlýsingum en hvernig til tekst veltur mikið á efnahagsþróuninni næstu árin. Yfirstjórn Alþjóðabankans virðist þó vera bjartsýn því nokkrum dögum eftir samþykkt nýju stjórn- arskrárinnar veitti Alþjóðabankinn Haítí 40 miljón dollara lán svo koma mætti á efna- hagslegu jafnvægi í landinu. Óttinn við eyðni Hinn nýi sjúkdómur farinn að líkjast faraldri EYÐNISJÚKDÓMURINN er að því leytinu líkur vindunum að enginn veit hvað- an hann kom eða hvert hann fer. Sumir telja að upptök hans megi rekja til grænu apanna í Mið-Afríku en aðrir hallast að því að hann eigi rætur að rekja til einhvers smáþorpsins í miðri Afríku. Nýlega settu tveir breskir vís- indamenn fram þá heldur nýstárlegu kenn- ingu, að vírusinn hafi „fæðst“ á einhverri halastjörnunni og skolað til jarðar með regni. Hvað sem öllum vangaveltum líður um upptökin standa menn nú litlu nær en þegar fyrst varð vart við sjúkdóminn — það eina sem breyst hefur er sú staðreynd að tilfellum smitaðra fjölgar ógnvænlega ört. Á Vesturlöndum eru enn sem komið er tveir þjóðfélagshópar í mestri hættu; annars vegar samkynhneigðir karlmenn og hins vegar eiturlyfjasjúklingar sem sprauta sig. Samkvæmt áætlun WHO munu nú vera 3.675 eyðni-sjúklingar í V-Evrópu, en það eru helmingi fleiri en var fyrir aðeins einu ári síðan. f Bandaríkjunum eru sjúklingarn- ir 12.656 og er það hæsta tala sem gefin hefur verið upp í nokkru landi. Talan segir þó ekki alla söguna, og hún er svo sem ekkert ýkja ógnvekjandi enn sem komið er; minna má á, að mun fleiri deyja á ári hverju af slysaeitrunum í þessum löndum. Reikna má með, að fjöldi smitaðra og eyðnisýktra sé mun hærri en vitað er um og í V-Þýska- landi er jafnvel reiknað með að hún sé um helmingi hærri. Erfiðast er að áætla fjölda smitaðra eða þeirra sem hafa mótefni í sér. Meðgöngu- tími sjúkdómsins getur verið mjög langur og fólk getur gengið með mótefni í sér án þess að kenna sér nokkurs meins — og þannig smitað fjölda annarra óafvitandi. Heilbrigð- isyfirvöld í Evrópu hallast nú að því, að allt upp undir ein milljón manna í Evrópu sé með mótefni. Og eftir tvö til þrjú ár verði hlutfall sýktra meðal mannfjöldans orðið svipað og er nú í Bandaríkjunum. I Afríku er málum allt öðru vísi háttað en í Evrópu og hefur sú staðreynd hleypt ugg í mörg heilbrigðisyfirvöld. Talið er að um fimm milljónir Afríkubúa séu nú eyðnismit- aðir og þar herjar sjúkdómurinn jafnt á konur sem karla. Þeir svartsýnustu á Vestur- löndum segja enga ástæðu til að ætla annað að hið sama verði uppi á tengingnum á Vesturlöndum innan örfárra ára. Dæmi má taka af Frakklandi, en um fjórðungur eyðnisýktra þar í landi er hvorki samkyn- hneigður né eiturlyfjasjúklingar. Nýjustu fréttir: Heilbrigðisyfirvöld í Bret- landi hafa nýverið tekið fyrir að sett séu göt í eyru nokkurs manns, konu eða barns þar í landi og lokað öllum stöðum þar sem slíkt var gert. Ástæða: Hætta á eyðnismiti ef fyllsta hreinlætis var ekki gætt. 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.