Þjóðlíf


Þjóðlíf - 01.05.1987, Blaðsíða 9

Þjóðlíf - 01.05.1987, Blaðsíða 9
E R L E N T APN ■ Kreml: Héöan streyma breytingarnar sem Sovétleiötoginn Gorbatsjof berst fyrir - viö misjafnar undirtektir. Dagur í austri? Ögmundur Jónasson í Moskvu » hver man ekki eftir tyggjóplötunni frá Wrigley sem árum saman var utan á Nýja Bíói í Reykjavík. Undir henni stóð stórum stöfum: Dagleg ánægja miljóna manna. Eftir áralangt sambýli við Wrigley auglýs- ‘nguna á Nýja Bíói fannst okkur held ég flestum lítið við því að segja þótt stærsti húsveggurinn í hjarta höfuðstaðarins væri notaður undir tyggigúmmí. Ég held reyndar nö fæstir hafi leitt hugann að þessu sérstak- lega. Okkur kom þetta hreinlega ekki við, að öðru leyti en því náttúrlega, að við vor- um daglega minnt á að miljónum manna um heim allan þætti mikið til Wrigley-tyggigúm- mís koma. En hvað með aðkomumenn? Ég hef stundum reynt að gera mér í hugarlund hvað Þeim hafi fundist. Ég geri ráð fyrir því, að edendir ferðamenn frá vestrænum neyslu- samfélögum hafi hvergi látið sér bregða, enda vanir því að hafa fyrir augunum risa- stór auglýsingaspjöld þar sem allt milli him- ms 0g jarðar er dásamað, ungbarnafæða jafnt sem tóbaksreykingar, — og að sjálf- sögðu einnig tyggigúmmí. En hvað með fólk sem ekki þekkir til Þessara aðferða vesturlandabúa við að koma vörum og þjónustu á framfæri? Hver hefðu hd. orðið viðbrögð sjónvarpsfréttamanns ru Mongólíu sem hingað hefði komið til dagskrárgerðar? Sennilega hefði okkur fundist slíkur mað- gera okkur rangt til ef tyggjóplatan á ýja Bíói hefði orðið höfuðviðfangsefni hans, eins konar tákn fyrir daglegt líf Reyk- víkinga. í Sovétríkjunum finnst mörgum óskiljan- legt hvernig vestrænir fréttamenn hafa yfir- leitt fjallað um land og þjóð, við hvað at- hygli þeirra hefur staðnæmst: plakötin og stytturnar af leiðtogunum, gjaldeyrisbúðirn- ar og svo náttúrlega öll boðin og bönnin. Ég varð var við það, að jafnvel frjálshuga fólki, sem virtist sammála þeirri grundvallar- kröfu að tjáningarfrelsi væri virt og vildi ræða þær breytingar sem nú ættu sér stað, var umhugað um að hinn gestkomandi mað- ur sæi einnig það sem vel hefði verið gert og kynntist landi og þjóð einnig út frá öðrum sjónarhornum. Að öllum líkindum er þetta spurning um þjóðarstolt og e.t.v. einnig við- brögð við því sjálfsöryggi og yfirlæti sem Sovétborgurum finnst ríkjandi hjá mörgum aðkomumanninum. „Það virðist heldur vera að losna um hérna hjá ykkur,“ sagði ég einhverju sinni við kollega minn hjá sovéska sjónvarpinu. „Finnst mönnum ekki góðs viti að nú skuli leyfðir ýmsir höfundar sem voru bannaðir svo sem Pasternak og Nabokov? Má ekki ætla að fleiri komi í kjölfarið?“ Að sjálf- sögðu er þetta jákvæð þróun, svaraði þessi sovéski starfsbróðir minn. Síðan þagði hann dágóða stund, en sagði svo að sér þætti það undarlegt hve vestrænir menn sem kæmu til Sovétríkjanna væru fáfróðir og áhugalitir um aðra rithöfunda og listamenn en þá sem hefðu verið bannaðir. „Um aðra virðist þið ekki vilja vita hjá þessari 280 miljón manna þjóð okkar.“ Því fór fjarri að þetta væri sagt í reiði, heldur var eins og maðurinn væri að leita skýringa á einhverju sem væri illskiljanlegt. En svona er það nú samt. f ströngu vald- stjórnarþjóðfélagi finnst manni þeir einstaklingar óneitanlega áhugaverðastir sem hafa þor og þrek til að rísa upp gegn valdinu og þau orð sem ekki mega birtast vekja meiri forvitni en orð sem enginn hefur neitt við að athuga. Þetta var fyrsta heimsókn mín til Sovét- ríkjanna. Vissulega þótti mér spennandi að koma þangað einmitt nú þegar miklar breyt- ingar virðast vera að gerjast í stjórnmálum, listum og reyndar á flestum sviðum þjóðlífs- ins. Ég saknaði þess þó mikið að hafa ekki áður komið til landsins, því nú er það sam- anburðurinn sem gildir. Þetta hafði það líka í för með sér að mínir þankar beindust fyrst og fremst að öllu því sem mér var framandi. Við komuna vakti það mjög athygli mína 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.