Þjóðlíf


Þjóðlíf - 01.05.1987, Blaðsíða 48

Þjóðlíf - 01.05.1987, Blaðsíða 48
INNLEND STJÓRNMÁL EINAR KARLSSON ■ Tilraun Svavars Gestssonar til stjórnarmyndunar vinstri flokka í maí 1983. og órólegar þriggja flokka stjórnir á sundur- brotnum vinstri væng flokkakerfisins. „Festa" var lykilorð flokksins í kosningabar- áttunni. Tilvísunin til Ítalíu er þó, ef grannt er skoðað, ekki mjög trúverðug. Þrátt fyrir stjórnarkreppur og stjórnarsviptingar þar í landi hefur hægri flokkurinn, Kristilegir demókratar, setið í öllum ríkisstjórnum á Ítalíu frá stríðslokum og fram á þennan ára- tug, er sósíalistinn Bettino Craxi tók við stjórnartaumunum. Stjórnmálaskýrendur hafa líka bent á að svo furðulegt sem það má virðast, þá hafi fremur fámennur hópur valdamanna í raun setið sem fastast í stærstu valdapóstum stjórnkerfisins og í ríkisstjórn- um langtímum saman. Þar hefur ríkt stöðug- leiki þrátt fyrir tíð ríkisstjórnarskipti og uppstokkanir að öðru leyti. Má líka geta þess að Kristilegir demókratar hafa haft álíka kjörfylgi í gegnum árin og Sjálfstæðis- flokkurinn hér á landi eðá frá um 35% til 42% atkvæða. Stjórnleysi? Allar samlíkingar af þessu tagi við önnur lönd eru ákaflega varasamar. Erfiðleikar í stjórnarfari á Ítalíu eiga sér rætur í miklu rótgrónari andstæðum í þjóðfé- laginu en þekkjast hér á landi. Þar eru sam- vinnuþreifingar og átök í ríkisstjórnum jafn- framt tilraunir til málamiðlana á milli stríð- andi afla sem verða ekki heimfærðar upp á íslenskar aðstæður. Kemur það m.a. fram í því, að talsverður meirihluti allra sam- steypuríkisstjórna á Ítalíu hefur innihaldið fleiri flokka en nauðsynlegt er til að hver stjórn hefði meirihluta á þinginu. Hér á landi hefur það aðeins einu sinni gerst á lýðveldistímanum að mynduð hefur verið ríkisstjórn fleiri flokka en nauðsynlegt er til að hún hefði meirihluta á Alþingi. Það var ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar- flokks og Alþýðuflokks, (Stefanía), á árun- um 1947 til 1949, en þá höfðu Sjálfstæðis- menn og Framsókn nægan þingstyrk til að mynda stjórn einir þó svo að niðurstaðan yrði þriggja flokka stjórn. Starfstími hennar varð tæp 3 ár. „Hrun“ íslenska flokkakerfisins og fjölg- un flokka og sérframboða hefur líka gefið sumum tilefni til að óttast að hér geti komið upp svipað stjórnleysisástand og ríkti í Frakklandi á tímum 4. lýðveldisins á árunum frá 1946 til 1958. Margir stjórnmálaflokkar og sundurleitir bitust um stjórnarstólana. Enginn fékk þó meira en 28% atkvæða í kosningum og allt tímabilið ríkti nær sam- felld stjórnarkreppa. Alls voru myndaðar 25 ríkisstjórnir á þessu tólf ára tímabili og að- eins tveir forsætisráðherrar af alls 15, náðu að stýra stjórn sinni í heilt ár. Aftur benda menn á að fráleitt sé að bera ástandið hér á landi saman við Frakkland á þessum tímum. Aðstæður þar voru allt aðrar og alvarlegri en hér á landi. Auk þess séu íslenskir stjórnmálaforingjar ábyrgari en svo að þeir muni ekki ná saman starfshæfri ríkis- stjórn með einhverjum ráðum. En það getur tekið langan tíma og flóknar þreifingar á milli flokkanna. fslendingar hafa þó all nokkra reynslu af stjórnarkreppum. Stjórnarkreppur. Lengsta tímabil sem liðið hefur frá því að ríkisstjórn sagði af sér þar til að ný var mynduð á lýðveldistímanum öllum var árið 1956 en þá tók stjórnarmynd- un um fjóra mánuði og leiddi af sér myndun vinstri stjórnar Hermanns Jónassonar. Ný- sköpunarstjórnin 1944 spratt upp eftir tæp- lega fjögurra mánaða stjórnarmynd- unarviðræður, ríkisstjórn Geirs Hallgríms- sonar 1974 var mynduð eftir tæplega tveggja mánaða þreifingar, vinstri stjórnin 1978 eftir rúmlega tvo mánuði og hin sögufræga ríkis- stjórn Gunnars Thoroddsen fæddist eftir álíka langan óvissutíma. Nú eru hins vegar valdahlutföll á Alþingi slík að búast má við langri stjórnarkreppu. Niðurstaðan gæti orð- ið önnur en dæmi eru fyrir í íslenskum stjórnmálum til þessa; fjögurraflokka breiðfylking er hugsanleg eða jafnvel minni- hlutastjórn, sem væri þó ólík þeim minni- hlutastjórnum sem hér hafa setið að því leyti að hún gæti komið fram málum og stjórnað um hríð vegna sundurlyndis stjórnarand- stöðunnar. Slíkar minnihlutastjórnir hafa oft náð verulegum árangri í nokkrum ríkjum erlendis, svo sem stjórn Verkamannaflokks- ins í Noregi sýnir þessa dagana undir forystu Gro Harlem Brundtland. Verkamanna- flokkurinn hefur 40.8% atkvæða á bak við sig, en þrátt fyrir minnihlutaaðstöðuna hefur hann heldur aukið hróður sinn meðal norskra kjósenda andspænis sundurlausum armi borgaraflokkanna. Skiptir fjöldi flokka í ríkisstjórn öllu máli um það hversu stöðug og starfshæf hún getur orðið, eins og forystumenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks héldu fram í kosningabar- áttunni? Viðreisnarstjórn Sjálfstæðisflokks- ins og Alþýðuflokksins var óvenju lífsseig og sat í alls ellefu ár. Sé henni hins vegar sleppt úr útreikningunum kemur í ljós að meðal- starfsævi tveggja flokka ríkisstjórna hér á landi síðastliðin 60 ár er rétt um þrjú ár. Meðallíftími þriggja flokka stjórna er rúm- lega tvö ár. Hér munar ekki eins miklu og látið hefur verið að liggja í umræðum undan- farið. Reynsla annarra þjóða. í vestrænum lýðræðisríkjum eru þær ríkisstjórnir greini- lega stöðugastar sem eru aðeins myndaðar af einum stjórnmálaflokki, í hinum svoköll- uðu „tveggja flokka ríkjum". Dæmi: Bret- land og Nýja Sjáland og stjórn jafnaðar- mannaflokkanna í Skandinavíu um langa hríð fram á 8. áratuginn. Meðallíftími allra eins flokks ríkisstjórna, sem hafa meirihluta á þingi í vestrænum lýðræðisríkjum frá stríðslokum og fram á 9. áratuginn, hefur verið reiknaður og er rúmlega sex ár. Starfs- ævi samsteypuríkisstjórna í lýðræðisríkjun- um er hins vegar að meðaltali um þrjú ár. Tveggja flokka ríkisstjórnir lifa yfirleitt lengst eða rúmlega þrjú ár, þriggja flokka samsteypur um þrjú ár og fjögurra flokka samsteypur rúmlega tvö ár. Það er fyrst þegar fleiri en fjórir flokkar eru að kljást um stjórnarsamstarf að ríkis- stjórnasviptingar verða verulega tíðar. Dæmi: Holland, Frakkland á tímum 4. lýð- veldisins, Ítalía, Finnland, ísrael. Látlaus málamiölun. Með minnkandi flokkshollustu og meiri sveiflum í kosning- 1 um í ríkjum V-Evrópu hafa sprottið upp nýir flokkar og telja margir að nú sé liðinn sá tími að stórir stjórnmálaflokkar á borð við jafn- aðarflokkana á Norðurlöndunum, geti vænst þess að halda um stjórnvölinn árum saman án þess að falla fyrir stjórnarandstöðunni- Mið- og hægriflokkarnir á Norðurlöndunum hafa fengið fleiri tækifæri til samsteypu- myndunar og æ oftar hafa jafnaðarflokkarn- ir þurft að stjórna í minnihíutaaðstöðu, t.d. í Noregi mestan hluta síðasta áratug. f Dan- mörku hafa alls sjö minnihlutaríkisstjórnir sósíaldemókrata eða borgaraflokkanna skipst á völdum frá 1971. f „tveggja flokka 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.