Þjóðlíf


Þjóðlíf - 01.05.1987, Blaðsíða 39

Þjóðlíf - 01.05.1987, Blaðsíða 39
INNLEND STJÓRNMÁL ■ Geir Hallgrímsson: Keppti vift formann flokksins, Jóhann Hafstein, í prófkjöri 1970 og varft í 1. sæti. Dauði nýfrjálshyggjunnar. Vafalítið hefur Borgaraflokkurinn þarna fundið snöggan blett á forystu Sjálfstæðisflokksins. Nú er augljóst að nýfrjálshyggjan hefur runnið sitt skeið á enda í íslenskum stjórn- málum. Orðið sjálft hefur raunar öðlast merkingu sem skammaryrði í pólitískri um- ræðu. Stjórnmálamenn og flokkar keppast við að kenna sig við félagshyggju, jafnvel forystumenn Borgaraflokksins höfða til „fél- agshyggjufólks", en enginn alvöru stjórn- málamaður er hins vegar talsmaður nýfrjáls- hyggjunnar. Engu að síður hefur frjálshyggjan átt stór- an þátt í margvíslegum breytingum á ís- lensku þjóðfélagi, einkum meiri þjónustu einkaaðila. Markaðurinn er orðinn virkari: opnunartími verslana hefur verið rýmkaður verulega, nýir veitingastaðir hafa sprottið upp, nýjar útvarsstöðvar hafa hafið rekstur °g ný sjónvarpsstöð, blöðum og tímaritum hefur fjölgað. Einnig gætir meira frjálsræðis a sviði viðskipta og peningamála. Þorri fólks er fylgjandi breytingum af þessu tagi og Sjálfstæðisflokkurinn naut góðs af því að vera þarna „í takt við tím- ann“. Hins vegar skynjaði forysta flokksins ekki nógu tímanlega, að í grundvallaratrið- um er hugmyndafræði íslendinga óbreytt: í vitund fólks getur ekkert komið í stað velf- erðarríkisins. Hugmyndir um einkarekstur á skólum eða heilbrigðisstofnunum hljómuðu emfaldlega sem árásir á mannréttindi. Ekki oætti launastefna ríkisstjórnarinnar úr skák; uusréttið fór vaxandi og mikið bil hefur ■uyndast milli „taxtaþjóðarinnar" — þeirra sem vinna eftir launatöxtum og greica opin- ber gjöld — og „Stigahlíðarþjóðarinnar" sem skammtar sjálfri sér háar tekjur og lága skatta. Nýfrjálshyggjan fór að virka sem s,éttabarátta að ofan: barátta hinna sterkari a markaðnum gegn öllum sem höfðu minna aö selja. Þegar upp var staðið gekk nýfrjáls- í*yggjan á skjön við hugmyndir alls þorra slendinga um jöfnuð, samhjálp og mannúð. Röksemd mín er ekki sú, að milli Borg- araflokks og Sjálfstæðisflokks sé skýr og Júpstæður málefnaágreiningur: Sjálfstæðis- flokkurinn sé nýfrjálshyggjuflokkur og Borgaraflokkurinn standi vörð um hina upp- runalegu sjálfstæðisstefnu. Hins vegar eru í hugum fólks náin tengsl á milli nýfrjáls- hyggjunnar og forystu Sjálfstæðisflokksins. Forystumenn Borgaraflokksins hafa not- fært sér óvinsældir nýfrjálshyggjunnar til að réttlæta klofning Sjálfstæðisflokksins og skapa málefnagrundvöll fyrir nýjan flokk (sjá tilvitnun í Albert Guðmundsson um stefnu Borgaraflokksins). Meðal þeirra mála sem Borgaraflokkurinn hefur tekið upp má nefna mildari afstöðu til herstöðva- andstæðinga en Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft uppi, endurskoðun varnarsamningsins — án þess að það sé útfært nánar — samband við hinn „siðvædda meirihluta“ íslendinga, ef svo mætti að orði komast (fólk sem t.d. berst fyrir takmörkun fóstureyðinga) og að eftirlitsstöð verði komið upp á Jan Mayen. Sjálfstæðisflokkurinn. Þorsteinn Páls- son tók við erfiðu hlutverki sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Kosningarnar 1978, þegar fylgið hrundi úr 42.7 prósentum í 32.7, sýndu að fylgisgrunnur flokksins var orðinn ótraustur. Aður fyrr byggði flokkur- inn mjög á forræðishyggju: margir töldu, að forystumenn Sjálfstæðisflokksins, sem gjarnan voru fyrirmenn af ýmsu tagi (eink- um sýslumenn, bankastjórar, prófessorar, útgerðarmenn og stórbændur) væru hinir eðlilegu valdhafar í þjóðfélaginu. Margs konar hræringar í þjóðlífinu grófu undan trúnni á kennivald. Meira máli fór að skipta árangur af störfum stjórnmálamanna. Þegar til kosninga kom leitaði fólk í ríkara mæli til buddunnar en álits fyrirmanna áður en það ráðstafaði atkvæði sínu. Sjálfstæðisflokkur- inn varð áþreifanlega var við þessa nýju mælistiku í kosningunum 1978, þegar óánægja með kaup og kjör leiddi til mikils fylgistaps. Sem formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra var Þorsteinn orðinn ábyrgur fyrir því að fórnirnar yrðu ekki til einskis — að kjaraskerðingin leiddi til stöð- ugleika í efnahagslífinu. Þetta virtist ætla að takast; „góðærið" gekk í garð. í rauninni Birgir Kjaran: „ÞÓTT SJÁLFSTÆÐISSTEFNAN byggi á einstaklingum, er hún heildar- hyggja allrar þjóðarinnar, sem lítur á þjóð- ina sem lífræna heild, er því aðeins vaxi og dafni, að einstaklingunum öllum vegni vel, en visni ekki og veslist upp, ef einstakling- arnir fái ekki starfssvið og svigrúm.“ („Um sjálfstœðísstefnuna". Stefnir. 2.-3. hefti 1958) Gunnar Thoroddsen: „ÁHRIFAMENN í flokknum hafa viljað víkja frá þessari stefnu yfir í kalda mark- aðshyggju, þar sem lögmál hinnar óheftu samkeppni — lögmál frumskógarins, eins og það er stundum kallað — ræður ríkjum. Sumir hafa talið, að til þess að hafa jafn- vægi í efnahagslífi, yrði að stefna til „hæfi- legs“ atvinnuleysis. Þeir eru jafnvel til, er líta sem fyrirmynd þá efnahagsstefnu, sem nú er fylgt í Bretlandi með þungbærum afleiðingum.“ (Ólafur Ragnarsson: Gunnar Thoroddsen, bls. 251-257) Albert Guðmundsson: „HÚN ER MILD og mannúðleg. Þetta er mildari stefna heldur en nýfrjálshyggju- menn boða. Hún er meira í anda sjálfstæð- isstefnunnar eins og hún var í framkvæmd fyrir nokkru síðan.“ (DV 1. apríl 1987) 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.