Þjóðlíf


Þjóðlíf - 01.05.1987, Page 39

Þjóðlíf - 01.05.1987, Page 39
INNLEND STJÓRNMÁL ■ Geir Hallgrímsson: Keppti vift formann flokksins, Jóhann Hafstein, í prófkjöri 1970 og varft í 1. sæti. Dauði nýfrjálshyggjunnar. Vafalítið hefur Borgaraflokkurinn þarna fundið snöggan blett á forystu Sjálfstæðisflokksins. Nú er augljóst að nýfrjálshyggjan hefur runnið sitt skeið á enda í íslenskum stjórn- málum. Orðið sjálft hefur raunar öðlast merkingu sem skammaryrði í pólitískri um- ræðu. Stjórnmálamenn og flokkar keppast við að kenna sig við félagshyggju, jafnvel forystumenn Borgaraflokksins höfða til „fél- agshyggjufólks", en enginn alvöru stjórn- málamaður er hins vegar talsmaður nýfrjáls- hyggjunnar. Engu að síður hefur frjálshyggjan átt stór- an þátt í margvíslegum breytingum á ís- lensku þjóðfélagi, einkum meiri þjónustu einkaaðila. Markaðurinn er orðinn virkari: opnunartími verslana hefur verið rýmkaður verulega, nýir veitingastaðir hafa sprottið upp, nýjar útvarsstöðvar hafa hafið rekstur °g ný sjónvarpsstöð, blöðum og tímaritum hefur fjölgað. Einnig gætir meira frjálsræðis a sviði viðskipta og peningamála. Þorri fólks er fylgjandi breytingum af þessu tagi og Sjálfstæðisflokkurinn naut góðs af því að vera þarna „í takt við tím- ann“. Hins vegar skynjaði forysta flokksins ekki nógu tímanlega, að í grundvallaratrið- um er hugmyndafræði íslendinga óbreytt: í vitund fólks getur ekkert komið í stað velf- erðarríkisins. Hugmyndir um einkarekstur á skólum eða heilbrigðisstofnunum hljómuðu emfaldlega sem árásir á mannréttindi. Ekki oætti launastefna ríkisstjórnarinnar úr skák; uusréttið fór vaxandi og mikið bil hefur ■uyndast milli „taxtaþjóðarinnar" — þeirra sem vinna eftir launatöxtum og greica opin- ber gjöld — og „Stigahlíðarþjóðarinnar" sem skammtar sjálfri sér háar tekjur og lága skatta. Nýfrjálshyggjan fór að virka sem s,éttabarátta að ofan: barátta hinna sterkari a markaðnum gegn öllum sem höfðu minna aö selja. Þegar upp var staðið gekk nýfrjáls- í*yggjan á skjön við hugmyndir alls þorra slendinga um jöfnuð, samhjálp og mannúð. Röksemd mín er ekki sú, að milli Borg- araflokks og Sjálfstæðisflokks sé skýr og Júpstæður málefnaágreiningur: Sjálfstæðis- flokkurinn sé nýfrjálshyggjuflokkur og Borgaraflokkurinn standi vörð um hina upp- runalegu sjálfstæðisstefnu. Hins vegar eru í hugum fólks náin tengsl á milli nýfrjáls- hyggjunnar og forystu Sjálfstæðisflokksins. Forystumenn Borgaraflokksins hafa not- fært sér óvinsældir nýfrjálshyggjunnar til að réttlæta klofning Sjálfstæðisflokksins og skapa málefnagrundvöll fyrir nýjan flokk (sjá tilvitnun í Albert Guðmundsson um stefnu Borgaraflokksins). Meðal þeirra mála sem Borgaraflokkurinn hefur tekið upp má nefna mildari afstöðu til herstöðva- andstæðinga en Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft uppi, endurskoðun varnarsamningsins — án þess að það sé útfært nánar — samband við hinn „siðvædda meirihluta“ íslendinga, ef svo mætti að orði komast (fólk sem t.d. berst fyrir takmörkun fóstureyðinga) og að eftirlitsstöð verði komið upp á Jan Mayen. Sjálfstæðisflokkurinn. Þorsteinn Páls- son tók við erfiðu hlutverki sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Kosningarnar 1978, þegar fylgið hrundi úr 42.7 prósentum í 32.7, sýndu að fylgisgrunnur flokksins var orðinn ótraustur. Aður fyrr byggði flokkur- inn mjög á forræðishyggju: margir töldu, að forystumenn Sjálfstæðisflokksins, sem gjarnan voru fyrirmenn af ýmsu tagi (eink- um sýslumenn, bankastjórar, prófessorar, útgerðarmenn og stórbændur) væru hinir eðlilegu valdhafar í þjóðfélaginu. Margs konar hræringar í þjóðlífinu grófu undan trúnni á kennivald. Meira máli fór að skipta árangur af störfum stjórnmálamanna. Þegar til kosninga kom leitaði fólk í ríkara mæli til buddunnar en álits fyrirmanna áður en það ráðstafaði atkvæði sínu. Sjálfstæðisflokkur- inn varð áþreifanlega var við þessa nýju mælistiku í kosningunum 1978, þegar óánægja með kaup og kjör leiddi til mikils fylgistaps. Sem formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra var Þorsteinn orðinn ábyrgur fyrir því að fórnirnar yrðu ekki til einskis — að kjaraskerðingin leiddi til stöð- ugleika í efnahagslífinu. Þetta virtist ætla að takast; „góðærið" gekk í garð. í rauninni Birgir Kjaran: „ÞÓTT SJÁLFSTÆÐISSTEFNAN byggi á einstaklingum, er hún heildar- hyggja allrar þjóðarinnar, sem lítur á þjóð- ina sem lífræna heild, er því aðeins vaxi og dafni, að einstaklingunum öllum vegni vel, en visni ekki og veslist upp, ef einstakling- arnir fái ekki starfssvið og svigrúm.“ („Um sjálfstœðísstefnuna". Stefnir. 2.-3. hefti 1958) Gunnar Thoroddsen: „ÁHRIFAMENN í flokknum hafa viljað víkja frá þessari stefnu yfir í kalda mark- aðshyggju, þar sem lögmál hinnar óheftu samkeppni — lögmál frumskógarins, eins og það er stundum kallað — ræður ríkjum. Sumir hafa talið, að til þess að hafa jafn- vægi í efnahagslífi, yrði að stefna til „hæfi- legs“ atvinnuleysis. Þeir eru jafnvel til, er líta sem fyrirmynd þá efnahagsstefnu, sem nú er fylgt í Bretlandi með þungbærum afleiðingum.“ (Ólafur Ragnarsson: Gunnar Thoroddsen, bls. 251-257) Albert Guðmundsson: „HÚN ER MILD og mannúðleg. Þetta er mildari stefna heldur en nýfrjálshyggju- menn boða. Hún er meira í anda sjálfstæð- isstefnunnar eins og hún var í framkvæmd fyrir nokkru síðan.“ (DV 1. apríl 1987) 39

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.