Þjóðlíf - 01.05.1987, Blaðsíða 25
E R L E N T
Sambúðin wið Indverja. Yfirlýsing Zia
kann aö hafa þau áhrif að sambúö Pakistana
°g Indverja versni til muna. Bæði ríkin hafa
^regið herlið til baka af mörgum landa-
mærastöðvum, einkum í Rajasthan. Bæði
ríkin hafa stranga gát á Punjab, en svo
v<röist sem þau haldi mjög að sér höndum
síðan við lá fyrir nokkrum vikum að stríð
brytist út milli herfylkja á mörgum stöðum.
Það stríð hefði orðið það fjórða í röðinni
m’Hi þessara grannríkja.
Þegar forystumönnum tókst að koma í
veg fyrir að átök yrðu milli ríkjanna var Zia
ákaft hælt, bæði í Islamabad og Nýju Dehlí,
fyrir vasklega framgöngu meðan hættu-
astandið ríkti. Hann sagði að upptök átak-
anna hefðu verið hjá Indverjum, en réðst
síðan gegn haukunum í eigin herbúðum og
kom þannig í veg fyrir styrjöld. Hann segir
þó að enginn geti útilokað átök milli ríkj-
anna í framtíðinni.
Afganistan. Styrjöldin í Afganistan kann
að reynast báðum ríkjunum þungur baggi,
einkum þó Pakistönum sem hafa opinskátt
blandað sér í málin. Mujaheddín-skæruliðar
fá aðstoð sína frá vestrinu í gegnum Pakist-
an og margar herbúðir þeirra eru innan
landamæra Pakistan. Margir forystumenn
Pakistana hafa af því þungar áhyggjur að
Sovétmenn og Afganistar hyggi á hefndir og
ráðist inn í Pakistan til að uppræta búðir
skæruliða. Reyndar eru innhlaup Afganista
inn í Pakistan við landamærin orðin daglegt
brauð og á þessu ári hafa 39 manns látið lífið
í sprengingum hermdarverkamanna sem tal-
ið er að afganska leyniþjónustan styðji. Pak-
istanir álíta, að Sovétmenn voni að þessi
innhlaup verði til þess að þvinga Pakistani
til að samþykkja skilmála Sovétmanna í
samningaviðræðum Afgana og Pakistana í
Genf.
Zia ul-Hak lýsti því yfir við bandarísk
stórblöð að Sovétmenn myndu halda áfram
skemmdarverkum á landamærum Pakistan
og Afganistan. Hann hefur sett þau skilyrði,
að Sovétmenn dragi allt herlið sitt til baka
frá Afganistan gegn því að Pakistanir hætti
öllum stuðningi við mujaheddín-skæruliða.
Þetta á að gerast á fjórum mánuðum. Sovét-
menn hafa viljað fallast á þessi skilyrði — en
á fjórum árum. Og það nýjasta í málinu er
að Sovétmenn hafa boðið 18 mánuði, Pak-
istanir sjö. Zia ul-Hak kveðst ekki ýkja
bjartsýnn á að nokkuð gerist í Genfarvið-
ræðum Pakistana og Afganista. Stórveldin
verða að jafna þessar deilur, segir hann, og
bendir á fund utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna og Sovétríkjanna, þeirra Shultz og
Shervardnadze, sem verður lokið þegar
þetta kemur fyrir augu lesenda.
Augljóst er, að Sovétmenn vilja af heilum
hug losna úr Afganistanmálinu. Þeir hafa,
eins og áður var nefnt, boðist til að draga
herlið sitt til baka á 18 mánuðum í stað
fjögurra ára. í janúar lagði stjórn Afganist-
an fram tilboð um vopnahlé og talaði, óljóst
þó, um n.k. þjóðstjórn. í Moskvu er ekki
lengur talað um sósíalísku stjórnina í Kabúl
heldur er henni nú lýst sem lýðræðislegu
yfirvaldi sem allir geti átt sæti í, meira að
segja and-kommúnistar. Þreytu er tekið að
gæta í herliði Sovétmanna svo og á heima-
velli og er það talin ein helsta ástæðan fyrir
því að Sovétmenn eru tilbúnir til að draga
herlið sitt til baka. Talið er að um tíu þús-
und Sovétmenn hafi fallið á vígstöðvunum
og um 20 þúsund særst. Engin lausn virðist í
sjónmáli og stríðið hefur dregist mjög á
langinn. Skæruliðar hafa fengið frá Banda-
ríkjamönnum herflaugar til að granda flug-
vélum, og ekki hefur það dregið úr erfið-
leikum Sovétmanna. Zia ul-Hak heldur því
fram að Sovétmenn hafi misst þrisvar til
fjórum sinnum fleiri menn á vígvöllunum í
Afganistan heldur en Bandaríkjamenn
misstu í Víetnam.
En hverjir eiga að taka við völdum í Ka-
búl þegar Sovétmenn fara, er spurt. Sovét-
menn hafa bent á leiðtoga Afganista, hers-
höfðingjann Mohammed Najibullah, og
sagt að til greina komi að stjórnarandstæð-
ingar fái aðild að ríkisstjórn. Zia ul-Hak
segir á hinn bóginn að ekki komi til greina
annað en að sú ríkisstjórn sem taki við verði
skæruliðum þóknanleg, og sömuleiðis verði
hún að falla þeim tveimur milljónum af-
gangskra flóttamanna sem dvelja í Pakistan
vel í geð. En til þess verða Sovétmenn að
taka á honum stóra sínum. Og víst er að
yfirlýsingar Zia ul-Hak um kjarnorkuvopna-
getu Pakistana verða síst til þess að greiða
fyrir samningsvilja þeirra, hvað sem allri
stríðsþreytu þeirra líður.
■ Auöur Styrkársdóttir/Time o.fl.
25