Þjóðlíf


Þjóðlíf - 01.05.1987, Síða 36

Þjóðlíf - 01.05.1987, Síða 36
INNLEND STJÓRNMÁL ■ Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins: Studdi formann flokksins í þeirri ákvörðun að Albert viki ekki af listanum. Hann átti að leiða kosningabaráttuna í Reykjavík — en ekki verða ráðherra. með sér-íslenskum hætti víðfeðma en heldur óljósa hugmyndafræði, sterka flokkslega samvitund, lauslegt skipulag og hæfa póli- tíska forystu. Stefna flokksins var kröftugt samband einstaklingshyggju og heildar- hyggju. Helstu slagorðin voru: „Island fyrir íslendinga" og „Stétt með stétt“ (sjá tilvitn- un í Birgi Kjaran, einn helsta hugmynda- fræðing flokksins á eftirstríðsárunum). Sjálfstæðisstefnan myndaði ekki mjög ljósa pólitíska hugmyndafræði en varð sam- einingartákn flokksins og höfðaði sterkt til kjósenda. Hið formlega skipulag var heldur lauslegt, segja má að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fremur verið bandalag þingmanna og annarra forystumanna heldur en skipu- lagður stjórnmálaflokkur. í flokkslögum voru engin ákvæði um að víkja mætti mönn- um úr flokknum, jafnvel þótt þeir neituðu að hlýða meirihluta. í kosningum var Sjálf- stæðisflokkurinn hins vegar best skipu- lagður allra flokka og enginn flokkur hér- lendur hefur nokkru sinni komið upp skipu- lagi á borð við kosningamaskínu hans í Reykjavík. Borginni var — og er — skipt niður í hverfi; foringjar afla upplýsinga um pólitískar skoðanir íbúa í hverju hverfi og síðan er smalað á kjördegi með öflugu og árangursríku skipulagi. Flokksforystan gætti þess vandlega eftir nokkur áföll í upphafi kreppunnar — eink- um Gúttóslaginn 1932 er harðvítug slagsmál urðu milli verkamanna og lögreglunnar í Reykjavík — að fylgja sveigjanlegri stefnu, ekki síst að auka opinber afskipti þegar nauðsynlegt þótti. Stundum er sagt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi í ríkisstjórn neyðst til ríkisafskipta vegna þess að hann hafi ekki verið einn í meirihluta, þurft að taka tillit til annarra flokka. Petta er regin- misskilningur; mikil opinber afskipti hafa verið hluti af stefnunni í framkvæmd, eins og stefna flokksins í Reykjavíkurborg gegn- um tíðina ber glögglega vitni. Verkefni forystunnar hefur fyrst og síðast verið að sjá svo um að Sjálfstæðisflokkurinn héldi forystuhlutverki sínu en einangraðist ekki vegna einstrengingslegrar hugmynda- fræði eða fylgispektar við þrönga stétta- hagsmuni efnamanna. Þetta hefur foryst- unni tekist með þeim hætti að aðdáun hlýtur að vekja, einkum þegar þess er gætt hversu stór flokkur á hér í hlut og hversu ólíkir hagsmunir togast þar á. En skjótt skipast veður á lofti eins og nú hefur komið á daginn. Þessi veðrabrigði eiga sér nokkurn aðdraganda þótt klofninginn hafi borið brátt að, eða allt til ársins 1970. Óróatímabil. Þegar leið að kosningum 1971 var Sjálfstæðisflokknum nokkuð mikill vandi á höndum. Formaður flokksins og forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, hafði farist með sviplegum og hörmulegum hætti. Við fráfall hans myndaðist mikið tómarúm í forystu flokksins. Jóhann Hafstein var þá varaformaður flokksins og tók hann við for- mennskunni og forsætisráðherraembættinu. Tveir aðrir forystumenn gerðu hins vegar einnig tilkall til æðstu metorða í flokknum. Annar þeirra var þáverandi borgarstjóri Reykjavíkur, Geir Hallgrímsson. Hinn var Gunnar Thoroddsen, fyrrum borgarstjóri, varaformaður og ráðherra. Gunnar hafði snúið aftur í pólitíkina eftir ósigur í forseta- kosningum 1968 og hugðist ná aftur valda- stöðu í flokknum. Sjálfstæðisflokkurinn hafði verið í stjórn með Alþýðuflokknum, Viðreisninni, allt frá 1959. Þreytumerki voru komin á ríkisstjórn- ina og óvíst var hvort stjórnarflokkarnir vildu starfa saman eftir kosningar. Raunar var mikil óvissa um hvort þeir héldu naum- um meirihluta sínum, en þar mátti engu muna í kosningunum 1963 og 1967. Tíðarandinn virtist heldur ekki blása byr- lega fyrir flokknum. Ungt fólk hafði uppi háværar kröfur um aukið lýðræði, meiri áhrif fólksins og opnara þjóðfélag. Mörgum fannst Sjálfstæðisflokkurinn vera hinn dæmigerði kerfisflokkur og helsti „leppur" , Bandaríkjastjórnar, sem átti í grimmu stríði austur í Víetnam. Við þessar aðstæður ákvað Sjálfstæðis- flokkurinn í flestum kjördæmum að velja frambjóðendur með prófkjöri. Stofnanir flokksins höfðu ekki nægilegan styrkleika og traust til þess að taka ákvarðanir um fram- boð þannig að forystumenn teldu sig bundna af þeim ákvörðunum og tryggt væri að flokkurinn næði til fólks í kosningum. Með þessu sýndi flokkurinn enn á ný að- lögunarhæfni sína um leið og hann reyndi að slá tvær flugur í einu höggi: taka „lýðræðis- lega“ ákvörðun um hverjir ættu að skipa forystu flokksins, og verða við almennum kröfum um „minna flokksræði en meira lýðræði“. Þyngst á metunum hefur þó vegið forystukreppa flokksins, sem vikið var að hér að framan. Úrslit prófkjörsins í Reykjavík komu mörgum á óvart. Þau voru þessi: 1. Geir Hallgrímsson. 2. Jóhann Hafstein. 3. Gunn- t ar Thoroddsen. 4. Auður Auðuns. 5. Ragn- hildur Helgadóttir. 6. Ellert Schram. Tveir þáverandi þingmenn flokksins, Ól- afur Björnsson og Birgir Kjaran, urðu neðar í prófkjörinu og duttu báðir út af þingi. A Austurlandi beið Jónas Pétursson þingmaður lægri hlut fyrir Sverri Hermanns- syni. Mikil endurnýjun varð á þingliðinu i kosningunum 1971; af 21 þingmanni flokks- ins voru níu nýliðar. Þótt Jóhann Hafstein hafi lent í 2. sæti í prófkjörinu skipaði hann fyrsta sæti listans- Ýmsir sjálfstæðismenn töldu að hann hefð' verið niðurlægður með sigri Geirs. Sumif 3«
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.