Frjáls verslun - 01.05.2012, Page 17
FRJÁLS VERSLUN 5. TBL. 2012 17
Í stuttu máli
andalúsÍa heillar
Héraðið er þekktast fyrir vínrækt, tapasrétti, fallega náttúru og ferðaþjónustu. Síðustu árin hafa fjölmargir
íslenskir golfspilarar lagt leið sína til
þessa fallega héraðs og leikið golf á
völlum nálægt borginni Huelva sem er
í samnefndri sýslu rétt utan við port
ú gölsku landamærin. Flogið er þá til
Faro í Portúgal og ekið yfir til Spánar.
Höfuðborg héraðsins er Sevilla. Sagt
hefur verið um Andalúsíu að hún sé
hjarta tapasréttanna og þá er hún þekkt
fyrir sérrí og ljúffenga fjallaskinku.
Huelva var upphaflega verslunarstaður Karþagómanna og
síðar rómverska nýlendan Onuba. Márar
lögðu borgina undir sig en misstu hana
árið 1257. Borgin er ekki síður þekkt
fyrir það að Kristófer Kólumbus sigldi
þaðan á vit ævintýranna til Vesturheims
og fann Ameríku árið 1492; líkt og
Leifur heppni hafði gert fimm hundruð
árum áður. Stór stytta af Kólumbusi er í
borginni. Miklir hráefnaflutningar fara
um höfnina í Huelva en hún er einnig
mikilvæg fyrir fiskveiðar og vinnslu og
útflutning kornvöru, vínberja, ólífna
og korks. Skammt frá Huelva er einn
þekktasti fiskimannabær í Andalúsíu, El
Rompídó, og þar er boðið upp á ein
staka sjávarrétti. Íslendingar þekkja El
Rompídó þó fyrst og fremst vegna góðs
golfvallar sem liggur við bæinn.
Í skugga húsa í síðdegissólinni. Borgin Huelva á Spáni
er tæplega 200 þúsund manna borg syðst á Spáni,
Atlantshafsmegin, skammt frá Portúgal.
Andalúsía er eitt fallegasta og frægasta hérað Spánar og nýtur vaxandi vinsælda Íslendinga.
Skammt frá Huelva er einn þekktasti fiskimannabær í Andalúsíu, El Rompídó, og þar er
boðið upp á einstaka sjávarrétti.
Huelva. Börnin finna enn ekki fyrir
hraðbankakreppunni.
„Andalúsía er þekktast fyrir vínrækt,
tapasrétti, fallega náttúru og
ferðaþjónustu.“
TexTi: jón g. Hauksson
Myndir: kristín edda gylfadóttir