Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2012, Qupperneq 42

Frjáls verslun - 01.05.2012, Qupperneq 42
42 FRJÁLS VERSLUN 5. TBL. 2012 reiddist og fór Ásta Ragnheiður er af viðurkenndum framsóknarættum. Afi hennar var Bjarni Ásgeirsson, bænda höfð ­ ingi, ylræktarfrömuður, hag ­ yrðingur, alþingismaður, land ­ bún aðarráðherra og sendi herra. Nær verður vart kom ist því að fæðast til frama í flokkn um. Að þessu leyti er hún lík Guðna Ágústssyni, sem einnig er af grónum framsóknarættum. Þau unnu saman í flokknum og Guðni ber Ástu afar vel söguna þótt nú sé vík milli vina af póli ­ tískum ástæðum. Ásta Ragnheiður var ein af vonarstjörnum Framsóknar­ flokks ins áður en leiðir skildi í próf kjöri árið 1995. Þá urðu átök milli hennar og Ólafs Arnar Har aldssonar, sem vann sætið sem bæði sóttust eftir. örlAGAríkt PrÓFkJör „Hún reiddist þessari niður­ stöðu mjög og fór úr flokknum og yfir í Þjóðvaka til Jóhönnu Sigurðardóttur. Þau eru svona þessi prófkjör,“ segir Guðni. „Hún var komin með sterka stöðu í flokknum og það var eftir sjá að henni fyrir okkur fram sóknarmenn.“ Gerður Steinþórsdóttir var einnig virk í Framsóknar flokkn ­ um í Reykjavík og vann með Ástu Ragnheiði. Hún segir að prófkjörið hafi markað endalokin á fram sóknarmennsku Ástu Ragn heið ar en ekki pólitískur ágrein ingur. „Henni fannst hún sett til hlið­ ar. Hún hafði unnið í flokknum en Haraldur Örn ekki. Hún lét Halldór Ásgríms son vita af þessu og fór enda bauðst henni betra annars stað ar,“ segir Gerður. FlUG OG FélAGsmál Ásta Ragnheiður kom fyrst á þing í febrúar árið 1987 og þá sem varaþingmaður Fram ­ sóknarflokks. Hún var þá löngu þjóðþekkt sem dag ­ skrár gerðarkona hjá Ríkis út­ varpinu og einnig sem ein af forystukonum Fram sóknar ­ flokks ins í Reykjavík; í mið­ stjórn flokksins og í stjórn Fram ­ sóknar félagsins í Reykja vík. Þetta var á árunum 1983 til 1995. Jafn framt fór hún að geta sér orð fyrir þekkingu á sviði almannatrygginga og síðan sem deildarstjóri hjá Trygg ­ inga stofnun 1990 til 1995. Þá var Jóhanna Sigurðardóttir félags málaráðherra. Þær félags ­ mála konurnar fóru svo saman í fram boð með Þjóðvaka 1995 eftir að hafa báðar hrökklast fyrir karlaveldi úr sínum flokk um. Ferill Ástu Ragnheiðar er raunar enn fjölbreyttari en þetta. Það er leitun að þingforseta í heiminum sem hefur komið eins víða við og hún. Hún varð flugfreyja hjá Loftleiðum strax að loknu stúdentsprófi frá MR árið 1969. Jóhanna Sigurðar ­ dóttir var þar fyrir. PlötUsNúðUr á FOrsetAstÓlI Ásta Ragnheiður gat sér líka gott orð sem plötusnúður í Glaumbæ, Tónabæ og Klúbbn­ um. Hún hefur verið kennari og setið í fjölda nefnda bæði innanlands og utan og innan pólitíkur og utan. Og hún sat í stjórn Reykjavíkurlistans. Það er raunar eftirtektarvert hversu oft leiðir þeirra Jóhönnu Sigurðardóttur hafa legið saman þótt þær komi í mörgu tilliti úr ólíkum áttum. En frá árinu 1995 hafa þær verið samherjar og verið saman í þingflokkum og saman í fyrstu ríkisstjórn Jóhönnu 2009. Augljóst er að Ásta Ragnheiður hefði aldrei orðið þingforseti nema af því að Jóhanna vildi það. ÓlíkAr mANNGerðIr Samt greinir kunnuga á um hversu nánar þær eru. Frjáls verlun hefur rætt við fólk sem segir að þótt stundum komi fram gárur á yfirborðinu sé samstaða þeirra órjúfanleg ef á reynir. Guðni Ágústsson hefur ekki trú á þessu. „Ég held ekki að þær séu eins nánar og áður var sagt og það er kaldara á milli þeirra núna en var til skamms tíma,“ segir Guðni. „Ásta Ragnheiður býr við þá erfiðleika að mál skulu í gegn með hnefann á lofti af hálfu Jóhönnu,“ segir Guðni. „Ásta Ragnheiður vill hins vegar standa vörð um þingið en þingið er breytt og harkan meiri en var. Hún er röggsamur forseti og hefur staðið sig vel við erfiðar aðstæður.“ Gerður hefur unnið með þeim báðum, Ástu Ragnheiði og Jóhönnu, og segir að þær séu mjög ólíkar manngerðir og efast um að þær séu mjög nánar þótt þær vinni saman. GlAðsINNA „Ásta Ragnheiður er ekki mann ­ eskja sem skiptir fólki í vini og óvini. Hún getur unnið með öllum,“ segir Gerður. „Styrkur hennar er að hún er glaðsinna en hún er líka metnaðargjörn. Það er þetta glaða skaplyndi sem veldur því að hún hefur enst svo lengi við að stýra mjög erfi ðu þingi.“ „Hún er sæmdarmanneskja og ekta kona, heiðarleg og vinnusöm og var gott þing­ manns efni þegar ég kynntist henni,“ segir Guðni Ágústsson. Gerður segir að sér finnist hún standa sig vel sem forseti. „Hún er oft gagnrýnd en ég veit ekki hvort það er réttmætt og hún notar hamarinn þegar þess þarf. Mér finnst hún flott sem forseti,“ segir Gerður Stein­ þórsdóttir. ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti alþingis: Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir hefur verið í eldlínunni allt þetta kjörtíma bil. Sjaldan hefur reynt svo mjög á verkstjórn forseta Alþingis. Hún er fyrr verandi framsóknarkona og kom fyrst til starfa með Jóhönnu Sigurðardótt ur árið 1969. En hversu nánar eru þær? „Styrkur hennar er að hún er glað­ sinna en hún er líka metn að ar­ gjörn.“ Gerður Steinþórsdóttir, fyrr­ verandi flokkssystir: nærmynd TexTi: gísli krisTjánsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.