Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2012, Side 44

Frjáls verslun - 01.05.2012, Side 44
44 FRJÁLS VERSLUN 5. TBL. 2012 óháð kirkJudeilum Fólk sem þekkir Agnesi segir tvennt: Hún er afar vönduð og heiðarleg kona. En hana skortir líka reynslu af „kirkjupólitískum“ deil um. Hún hefur ekki staðið í átökum innan kirkjunnar og þess í stað verið óumdeild og virt sem prestur og prófastur vestur í Bolungarvík. Hún kemur „að utan“ ef menn hugsa málið út frá miðdeplinum Reykjavík. Það kann að vera bæði kostur og galli. Sr. Magnús Erlingsson, sóknar ­ prestur á Ísafirði, hefur þekkt sr. Agnesi alveg frá því á há skóla ár­ unum í guð fræði deild inni og síðar í æskulýðsstarfi þjóð kirkjunnar og svo sem sam verka maður og undir maður fyrir vestan. Hann segir að þessi bakgrunnur Agnesar sé hennar styrkur. „Það má ekki gleyma að kirkjan stendur traustari fótum í samfélögunum úti um land en í höfuðborginni,“ segir sr. Magnús. „Starf kirkjunnar er oft miðdepillinn í þessum sam ­ félögum. Þennan félagslega þátt þarf að styrkja, líka á höfuð borgar ­ svæðinu, og þarna kemur reynsla Agnesar að góðum not um.“ NÝtt stArFsUmHverFI Annar prestur, sem ekki vildi láta nafns getið, sagði að vissulega væri íslensk kirkjupólitík engin uppá haldstík en samt væri gott fyrir biskup að þekkja þar átaka­ línur. Sr. Agnes hefur ekki tengst deilum innan kirkjunnar. „Það er ósætti um hlutverk og stefnu kirkjunnar og ekki hægt fyrir biskup að þykjast ekki vita af þessu,“ sagði prestur. „Þó getur vel verið að sr. Agnes reynist skör­ ungur á biskupsstóli og komi á friði en nú þarf hún að aðlagast allt öðru starfsumhverfi en er fyrir vest an.“ Þannig miðast gagnrýni á nýkjör ­ inn biskup við meint reynsl uleysi hennar af kirkju deil um um leið og fjarlægð in frá deilunum er talin kostur. Sr. Agnes er að þessu leyti ólík t.d. Jóhönnu Sigurðardóttur forsætis ráð herra, sem verið hefur í eldlín unni í meira en þrjá áratugi og er hörð í horn að taka. tÓNlIstArNám Allir sem kunnugir eru sr. Agnesi bera henni vel söguna. Hún fær jafnan þá umsögn að vera afskap­ lega vönduð manneskja og mjög fjölhæf. Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands, hefur þekkt biskup frá barnæsku. Þau ólust upp í menningarlegu umhverfi á Ísafirði. Sr. Agnes og Hólmfríður systir hennar voru heimagangar á heimili foreldra Hjálmars. Ragnar H. Ragnar, faðir hans, var skóla stjóri tónlistarskólans og þar voru þær systur báðar í námi. Auk þess var mikil vinátta með foreldrum þeirra; Ragnari og Sigríði Jóns­ dótt ur í tónlistarskólanum og prests hjónunum, foreldrum sr. Agnesar, sr. Sigurði Kristjánssyni og Margréti Hagalínsdóttur ljós ­ móður. „Sr. Sigurður var mjög vinstri­ sinnaður en faðir minn á hinum kantinum. Þeir deildu þó aldrei, sr. Sigurður deildi ekki við fólk, en umræður í stofunni heima gátu orðið mjög skemmtilegar,“ segir Hjálmar. „Sr. Sigurður hafði mjög lúmskan húmor og hann hefur dóttir hans erft. Það er farsælt veganesti.“ Sr. agnes Sigurðardóttir, nýkjörin biskup Íslands: Sr. Agnes Sigurðardóttir var kjörin nýr biskup með nær 65 prósentum atkvæða. Óvenjumikil ein ing virtist vera meðal kirkjunnar manna um kjör henn­ ar. Stofnunin er þó ekki fræg fyrir mikla sprettu á kristilegum kærleiksblómum. Er nú að kom ast á friður? TexTi: gísli krisTjánsson / Myndir: geir ólafsson „Hún fær ofboðsleg hátursköst. Það finnst mér kostur við biskup.“ Sr. Magnús Erlingsson, sókn­ ar prestur Ísafirði: nærmynd
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.