Frjáls verslun - 01.05.2012, Side 56
56 FRJÁLS VERSLUN 5. TBL. 2012
eyða ekki um efni fram
Svana Helen Björnsdóttir, forstjóri Stika
Stiki er 20 ára á þessu ári. Við fluttum rekstur fyrirtækisins í nýtt hús
næði á þessu ári; fyrirtækið var áður í húsnæði á tveimur hæðum
en er nú á einni hæð sem er þægilegra á allan hátt. Við erum með
viðskiptavini og samstarfsaðila í 16 löndum og að undanförnu höfum
verið að auka rannsóknar og þróunarstarf jafnfram því sem erlent
markaðsstarf hefur verið eflt.
Svana Helen segir að sín bestu ráð í stjórnun sé að eyða ekki um efni fram og skuldsetja sig
ekki meira en efnahagsstaðan leyfir.
„Vinsælu 2007 krúttráðin eru góð og
gild, svo sem að hrósa starfsmönnum
og umbuna fyrir vel unnin störf.
Gömlu, góðu ráðin um að eyða ekki
um efni fram og skuldsetja fyrirtæki
ekki meira en efnahagsstaðan leyfir
eru haldbetri. Í þeirri óvissu sem nú
ríkir eru þrír eiginleikar sem skipta
meira máli en aðrir: Mikill agi heldur
stjórnanda á réttri braut, sköp
unar kraftur frumkvöðulsins gefur
stjórn andanum eldmóðinn og heldur
hon um vökulum og meðvitund um
áhættu ýtir undir varkárni, eykur
afköst og er leiðarljós í stöðugri leit að
sam keppnisforskoti.“
Hvað varðar brýnustu verkefnin í
efnahagsmálum segir Svana Helen:
„Það er að halda verðbólgunni niðri.
Það er ekki þolanlegt að verð
bólga á Íslandi sé miklu meiri en í
nágrannalöndunum. Þá þarf að stuðla
að erlendri fjárfestingu, stefna að
afnámi gjaldeyrishafta og vinna faglega
í aðildarviðræðum við ESB með virkri
þátttöku fulltrúa úr atvinnulífi.
Svana Helen er formaður Samtaka
iðnaðarins. Hún er í stjórn Stika,
landsnets, Sameinaða lífeyrissjóðsins,
Samtaka sprotafyrirtækja og Félags
fjárfesta. Svana Helen er einnig
fulltrúi á kirkjuþingi, varamaður í
kirkjuráði og vísinda og tækniráði.
Hún er varaformaður sóknarnefndar
Seltjarnarness.
lilja mósesdóttir,
formaður Samstöðu flokks lýðræðis
og velferðar.
björg thorarensen,
deildarforseti lagadeildar Háskóla Íslands.
Svana Helen Björnsdóttir, forstjóri Stika.
Blue Lagoon algae mask er nýr og nærandi þörungamaski sem dregur úr fínum línum, styrkir efsta varnarlag
húðarinnar og fær húðina til að ljóma. Yfirbragð húðarinnar verður heilbrigðara og fallegra.
Konur sjá árangurinn
BLUE LAGOON ALGAE MASK
nærir, LYftir og eYKur Ljóma
www.bluelagoon.is
*in vitro og in vivo prófanir; grether s. Beck, **neytendapróf - 20 konur
**
*
ÍS
LE
N
SK
A
S
IA
.IS
B
L
A
5
98
53
0
5/
12