Frjáls verslun - 01.05.2012, Page 69
Katrín Brynja Hermannsdóttir
Blaðamaður, Flugfreyja hjá Icelandair
og þriggja barna móðir.
„Þegar húðin er ekki hundrað prósent, og gæti sennilega flokkast
sem vandamálahúð, er maður einhvern veginn alltaf að leita að rétta kreminu (alveg eins og leitinni að besta
maskaranum og gallabuxunum virðist aldrei ljúka). Superfacelift andlitskremið hefur allt öðruvísi áferð en ég hef
komist í kynni við áður. Í því eru örfín korn sem innihalda A-vítamín (Retinol) sem er eitt það besta sem húðin
getur fengið. Mælt er með því að setja Skinactive rakakrem yfir Superfacelift en þar sem mín húð er feit á
yfirborðinu, þá sleppi ég því og útkoman er frábær. Kremið er hvorki of feitt, né of þurrt og mér líður (ég held
ég geti sagt í fyrsta sinn!) vel í húðinni og þarf ekki sífellt að pæla í því hvort ég þurfi að púðra eða “blotta”.
„Áferðin á húðinni hefur breyst, hún er þéttari og ég sé ekki betur en að hrukkur í kringum augun hafi
grynnkað!! Mæ ómæ, er það ekki eitthvað sem við þráum allar?“
„Eyetuck augnkremið hef ég borið á mig samviskusamlega kvölds og morgna í fimm vikur og þegar ég var að
rýna í baksýnisspegilinn í bílnum, bara svona til að taka stöðuna á lúkkinu, þá sneri ég höfðinu á alla kanta því ég
sá ekki þreytu-ættarpokana undir augunum. Getur það verið að kremið hafi þessi áhrif? :)“
Af hverju Eyetuck?
Skilvirk augnmeðferð hönnuð til þess að berjast við poka undir augum.
Klínískar rannsóknir sýna fram á allt að 95% árangur hjá þeim sem hafa prófað.
Af hverju Superfacelift?
„Andlitslyfting í krukku“.
Örsmátt hjúpað A-vítamín (Retinol) viðheldur ferskleika virku efnanna og
tryggir framúrskarandi árangur.
„Getur verið að krem hafi þessi áhrif?“
www.facebook.com/Skindoctors.is
Hunangsmjúkur koss
Burt´s Bees varanæring veitir raka og næringu samhliða
því að veita flottan lit og gljáa.
náttúran og ég