Frjáls verslun - 01.05.2012, Page 70
70 FRJÁLS VERSLUN 5. TBL. 2012
afnema gjaldeyrishöftin
Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, forstjóri actavis á Íslandi:
Það stendur óneitanlega upp úr hjá okkur að samkomulag hefur tekist
við bandaríska fyrirtækið Watson Pharmaceuticals um kaup þess
á Actavis. Núna er í gangi umsóknarferli til samkeppnisyfirvalda í
Banda ríkjunum, nokkrum öðrum löndum og í Evrópusambandinu
til að heimila samrunann. Watson mun taka Actavis yfir þegar allar
þær heim ildir liggja fyrir.“
En hvað segir forstjórinn um sitt besta ráð í stjórnun? „Í fyrsta lagi skiptir máli að koma fram
við samstarfsfólk og undirmenn af
virðingu og sanngirni. Síðan er mikil
vægt að hlusta – ekki bara að tala
held ur hlusta á það sem aðrir hafa
fram að færa. Þegar öll sjónarmið hafa
komið fram finnst mér líka lykilatriði
að vera fljót að taka ákvarðanir.“
Hvað íslenskt efnahagslíf varðar
segir Guðbjörg Edda skipta mestu
máli að hægt verði að afnema gjald
eyris höftin. „Annað sem er mjög
mikil vægt er að koma böndum á
verð bólguna og lækka vaxtastigið en
þar er líka við ramman reip að draga.
Svo eru það náttúrlega skattamálin.
Þær eru vel á annað hundrað skatta
lagabreytingarnar sem hafa verið
gerðar á síðustu tveimur til þremur
árum sem gerir fyrirtækjum erfitt fyrir
að gera áætlanir til framtíðar. Það þarf
því að koma á stöðugleika en hann,
ásamt því að afnema gjaldeyrishöftin,
er lykillinn að því að hægt verði að
auka bæði erlenda og innlenda fjár
festingu á Íslandi.“
Guðbjörg Edda er stjórnarformaður
hjá auði Capital og Medis ehf. og
hún er stjórnarmaður í PrimaCare
hf., actavis Group PTC ehf. og
Viðskiptaráði Íslands. Þá er hún
varamaður í stjórn Íslandsstofu
og forseti European Generic
Medicines association.
Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, forstjóri Actavis á
Íslandi og stjórnarformaður Auðar Capital.
þóra Arnórsdóttir,
aðstoða r ritstjóri Kastljóss og forsetaframbjóðandi.
Hanna birna kristjánsdóttir,
oddviti Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík.
Kauptu fyrir
VildarpunKta um borÐ
notaðu Vildarpunkta á enn betri hátt – njóttu þess
Nú getur þú notað Vildarpunkta til kaupa á öllum vörum
í Saga Shop Kitchen og Saga Shop Collection um borð.
i Þú framvísar Sagakorti Icelandair ásamt kreditkorti við kaup
i Þú kynnir þér vöruúrvalið á www.sagashop.is
i Þú nýtur þess að vera félagi í Icelandair Saga Club