Frjáls verslun - 01.05.2012, Page 76
76 FRJÁLS VERSLUN 5. TBL. 2012
Áhersla okkar beinist nú að hefð bund inni bankastarfsemi og að þjóna við skiptavinum okkar á sem bestan
mögulegan hátt. Við erum ánægð með þau
góðu viðbrögð sem markaðurinn hefur sýnt
útgáfu bankans á sértryggðum skuldabréfum.
Við erum að stíga okkar fyrstu skref þar og
mikilvægt að vel takist til. Útgáfan eykur
fjölbreytni í fjár mögnun bankans sem skiptir
okkur máli til framtíðar.“
Monica segir að eftirminnilegasti dagurinn
fyrir starfsmenn á árinu hafi verið þegar
bankinn tilkynnti skilvísum viðskiptavinum
hans að þeir fengju hluta af vaxtagreiðslum
síðasta árs endurgreiddan en aðgerðin var
þakklætisvottur til þeirra viðskiptavina sem
greiddu skilmerkilega af lánum sínum í fyrra.
Starfsfólk Arion banka hringdi í um 10.000
viðskiptavini þennan dag og er dagurinn
starfsfólkinu ógleymanlegur.
Monica segir að eitt af því sem skipti mestu
máli í stjórnun sé góð upplýsingamiðlun; að
gefið sé skýrt til kynna hvert fyrirtækið stefnir,
hver stefna þess og markmið eru og þá skiptir
máli að hvetja starfsmenn.
Hvað varðar brýnustu atriðin við stjórn
efnahagsmála næstu mánuði segir Monica:
„Það er augljóst að auka þarf fjárfestingu
á Íslandi en hagvöxtur hér á landi virð
ist aðallega byggjast á einkaneyslu. Aukin
fjárfesting er í mínum huga eitt af mikil væg
ustu verkefnunum sem Ísland stendur frammi
fyrir og verða stjórnvöld og fleiri aðilar að
sameinast um mikilvægi þess.“
Monica er stjórnarformaður í The 4th
public pension fund og BigBag aB. Þá er
hún stjórnarmaður í SaS aB, Storebrand
aSa, Poolia aB, My Safety aB, Intermail
aS, Schibsted Sverige aB og SOS Children
Villages.
Monica Caneman, stjórnarformaður arion banka:
Það sem hefur staðið upp úr á árinu er jafnvægið sem náðst hefur í rekstri bank
ans en vinnan síðastliðin ár hefur skilað góðum árangri. Bankinn hefur hagrætt
í eigin rekstri sem og komið að endurskipulagningu um þúsund fyrirtækja í
viðskiptum við bankann.
Anna lilja Gunnarsdóttir,
ráðuneytisstjóri í velferðarráðuneytinu.
jafnvægi í rekstri bankans