Frjáls verslun - 01.05.2012, Page 90
90 FRJÁLS VERSLUN 5. TBL. 2012
Guðrún Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri
lánasjóðs íslenskra námsmanna:
Skipulagsbreytingar voru innleiddar í fyrrahaust hjá Lánasjóði íslenskra
námsmanna en þær voru liður í því að efla þjónustuna þannig að nú
geta viðskiptavinirnir fengið svör við sínum spurningum hjá einum
aðila að sögn Guðrúnar Ragnarsdóttur framkvæmdastjóra.
Það sem er ánægjulegast á þessu ári er hversu vel það hefur tekist hjá starfsfólki að takast
á við þessar breytingar, styðja hvað
annað og læra hvað af öðru,“ segir
hún. „Við sjáum strax ákveðin sam
legð aráhrif skila sér bæði í þjón ust
unni og verkferlunum.“
Hvað varðar ráð í stjórnun segir
Guð rún þau vera tvö. „Annars vegar
að vera trúr sjálfum sér; við höfum öll
okkar kosti og galla og ef við erum
ekki trú okkur sjálfum erum við ekki
trúverðug sem stjórnendur. Hins vegar
skiptir máli að hlusta á þá sem starfað
er með, hvort sem það eru undirmenn,
yfirmenn, viðskiptavinir eða aðrir sem
eiga hagsmuna að gæta; ef maður nær
að lesa umhverfið rétt nær maður betur
þeim markmiðum sem unnið er að.“
Þegar Guðrún er spurð hver séu
brýnustu verkefnin að hennar mati við
stjórn efnahagsmála næstu mánuði
segir hún að í fyrsta lagi þurfi að skapa
stöðugleika og sátt í samfélaginu
þannig að hægt verði að horfa til
fram tíðar. „Hrunið var fyrir um fjórum
árum og menn eru enn að velta sér
upp úr fortíðinni í staðinn fyrir að
reyna að læra af mistökunum. Síðan
þarf ríkisstjórnin að skapa umhverfi
sem gerir atvinnulífinu kleift að vaxa
og dafna og skapa þannig ný störf.“
Guðrún er stjórnarformaður
Bankasýslu ríkisins og
stjórnarmaður í leiðtogaauði.
Guðrún Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Lána
sjóðs íslenskra námsmanna.
Hulda Ólafsdóttir,
framkvæmdastjóri Mímis-
símenntunar.
katrín Ólafsdóttir,
lektor HR og situr í peninga-
stefnunefnd Seðlabanka Íslands.
skapa söðugleika og sátt