Frjáls verslun - 01.05.2012, Page 91
FRJÁLS VERSLUN 5. TBL. 2012 91
Haldið er upp á 50 ára afmæli Hótels Sögu í ár. „Við höld um
upp á það gagnvart gestunum okkar, viðskiptavinum og
starfs fólkinu,“ segir Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri, „og er um
með ýmisleg þemu.“
Þess má geta að búið er að hengja upp fjöldann allan af myndum af frægum
gestum sem hafa gist á hótelinu
síðustu áratugi. „Fólk getur þann
ig aðeins séð sögu hótelsins, ef
maður getur orðað það þannig. Þá
leggjum við meiri áherslu en áður
á samstarf við eigendur hótelsins,
Bændasamtökin; veitinga staðirnir
Grillið og Skrúð ur eru á hótelinu
og er lögð mikil áhersla á að fá
ferskt hrá efni beint frá bændum.“
Hótelstjórinn segir að þegar
kemur að góðu ráði í stjórnun
þurfi markmiðasetning að vera
skýr og starfsmenn þurfi að vita
nákvæmlega að hverju er stefnt
og hvernig fyrirtækið stendur.
„Ég vil vera heiðarleg gagnvart
samstarfsfólki mínu og ég vil að
boðleiðir séu opnar. Mér finnst
líka skipta máli að gleyma ekki
að hrósa.“
Þegar kemur að stjórn efna
hags mála næstu mánuði segir
Ingibjörg að mikilvægt sé að
halda verðbólgunni í skefjum
og hafa jafnvægi í genginu.
„Ferðaþjónustan er ekki þekkt
fyrir mjög mikla arðsemi; þar sem
þetta er þjónusta númer eitt, tvö
og þrjú þurfum við að vera með
töluvert mikið af starfsfólki og
þessir óvissuþættir gera okkur
í rauninni ekki kleift að manna
stöður eins og við vildum. Ég
myndi, eins og ábyggilega allir,
vilja sjá minni verðbólgu og stöð
ugt gengi þannig að þessir óvissu
þættir væru ekki til staðar.“
Ingibjörg er í stjórnum lífeyris
sjóðsins Stafa, Ráðstefnu borg
arinnar Reykjavíkur og Hotel
Hafnia í Þórshöfn í Færeyjum.
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 1 0 21
ragna árnadóttir,
aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar.
Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri Radisson BLU Hótels Sögu.
mikilvægt að hrósa
Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri Radisson BlU Hótels Sögu: