Frjáls verslun - 01.05.2012, Síða 106
106 FRJÁLS VERSLUN 5. TBL. 2012
H
ver er ástæðan fyrir
því að svo miklu færri
konur en karlar hafa
ratað í æðstu embætti
hingað til? Hið þekkta
ráðgjafarfyrirtæki Mc
Kinsey&Company hefur leitað svara við
þessari spurningu og veitt þessu málefni
sérstaka athygli. Þar á bæ telja menn að
þarna liggi vannýtt tækifæri og að virkja
þurfi fleiri konur til áhrifa. McKinsey
hef ur því leitað leiða, ekki einungis fyrir
sitt starfsfólk heldur einnig fyrir skjól stæð
inga sína, til að fjölga konum í stjórn
unarstöðum.
rANNsÓkN mCkINseY
Árið 2004 setti McKinsey & Company af
stað sérstakt verkefni og rannsókn í þeim
tilgangi að leggja konum lið við að efla
og þróa leiðtogahæfni sína og styðja þær
til frekari starfsframa á sviði stjórnunar.
Verkefninu stýrðu þrír stjórnendur hjá
McKinsey, þær Joanna Barch, Rebecca
Craske og Susie Cranston. „Við vildum
hjálpa ungum konum að ná árangri á þessu
sviði og um leið finna leiðir til að auðvelda
fyrir tækjum og stofnunum að virkja þessa
van nýttu auðlind.“
En hvers vegna sérstakt verkfæri fyrir
konur? Jú, fyrir því eru nefndar þrjár
ástæður: 1) Konur virðast oftar draga sig
í hlé frá stjórnunarstörfum en karl menn.
2) Konur taka oftar en karlar meiri ábyrgð
á heimili og börnum og sinna þann
ig tveimur stjórnunarstörfum sam tímis.
3) Konur upplifa meiri og dýpri til
finningasveiflur en karlmenn gera almennt.
Í verkefninu var athyglinni því sérstaklega
beint að þáttum er snúa að jákvæðri sál
fræði og því sem hjálpar fólki að ná og
viðhalda eðlilegu jafnvægi. Í verkefninu
var rannsakað hvað hefur knúið áfram
þær konur sem náð hafa árangri á þessu
sviði. Tekin voru viðtöl við 85 konur sem
náð höfðu framúrskarandi árangri og
einnig nokkra karlmenn. Hópurinn var
fjölbreyttur og valinn úr mismunandi
fyrirtækjum og geirum atvinnulífsins og
í honum voru konur sem stýrðu allt frá
fimm til tíu þúsund starfsmönnum. Auk
þess að eiga þessi samtöl var kafað ofan í
akademískar rannsóknir og gögn og rætt
við fjölda fræðimanna á sviði stjórnunar,
starfsþróunar, sálfræði og líffræði. Reynsla
hundraða samstarfsmanna hjá McKinsey
kom rannsakendum líka að góðu gagni.
McKinsey & Company birti í nóvember
2008, í tímariti sínu McKinsey Quarterly,
grein sem fjallar um niðurstöður verkefn is
ins. Þar var kynnt til sögunnar nýtt verkfæri
undir yfirskriftinni Centered leadership –
How talented women thrive (Innri forysta
– hvernig hæfileikaríkar konur þrífast).
Niðurstöður rannsóknarvinnunnar voru
settar fram á áhugaverðan en jafn
framt einfaldan og aðgengilegan hátt í
líkani sem höfundar hafa kosið að nefna
Centered Leadership. Nafnið vísar til þess
að styrkurinn til að takast á við leið toga
hlutverkið kemur innan frá.
árANGUrINN kemUr INNAN Frá
Líkanið Centered Leadership skýrir hæfnis
þætti leiðtoga sem talið er að auðveldi
konum að ná árangri. Það bygg ist á fimm
víddum sem allar eru á ákveðinn hátt
tengd ar. Víddirnar eru til gangur (meaning),
orka (managing energy), jákvæðni (positive
framing), tengsl (connecting) og skuld bind
ing (engaging). Lít um nánar á hvað þessar
fimm víddir fela í sér.
Tilgangur – Hvers vegna skiptir
tilgangur máli?
Rannsóknir sýna að tilgangur veitir
aukna starfshvatningu, eykur fram
leiðni, dregur úr starfsmannaveltu
og eykur tryggð. Tilgangurinn felur
í sér hvatninguna sem fær okkur til
að hreyfast. Með því að finna tilgang
í því sem við tökum okkur fyrir
hendur eflist áhuginn og ástríðan fyrir
verkefninu, hjartað slær hraðar og
við nýtum styrkleika okkar til fulls.
Ef réttur tilgangur er fundinn verður
starfið ekki bara starf heldur köllun.
Auðveldara verður að taka persónulega
áhættu ef málstaðurinn er góður. „Að
elska starfið sitt og finna að það skiptir
máli – hvernig getur nokkuð orðið
skemmtilegra?“ Til að finna hinn rétta
tilgang þarf maður að vera heiðarlegur
gagn vart sjálfum sér varðandi það
hvað maður gerir vel, hvar styrkleikar
manns liggja og hvað veitir manni raun
verulega ánægju í starfi.
Orka – Hvað er það sem gefur þér
orku og hvað er það sem tekur frá
þér orku?
Til að tryggja sér næga starfsorku
skiptir máli að gera sér grein fyrir því
og hvernig maður getur haft stjórn á
þessum þáttum. Höfundar greinarinnar
ganga svo langt að halda því fram
að það sé ekkert til sem kallast geti
jafnvægi milli stjórnunarstarfs og
einkalífs. Flestir stjórnendur vinna
lang an vinnudag, margir 5080 stundir
á viku að minnsta kosti. Þegar heim
er komið tekur svo við hjá mörgum
önnur vakt þar sem þarf að sinna
elda mennsku, þvotti og barnauppeldi,
svo ekki sé minnst á tengsl við stór
fjöl skyldu, vini og áhugamál. Það
gef ur því augaleið að mikilvægt er að
for gangsraða verkefnum þannig að þau
verkefni sem veita orku, hvort sem er
heima eða á vinnustað, hafi forgang
Hver er ástæðan fyrir því að svo miklu færri konur en karlar
hafa ratað í æðstu embætti hingað til? Hið þekkta ráðgjafar
fyrir tæki McKinsey & Company hefur leitað svara við þessari
spurn ingu og veitt þessu málefni sérstaka athygli. Hvernig er
hægt að fjölga konum í stjórnunarstöðum?
Sigrún Þorleifsdóttir
stjórn enda þjálfari hjá Vendum
K o n u r n a r á
toppinn