Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2012, Síða 107

Frjáls verslun - 01.05.2012, Síða 107
FRJÁLS VERSLUN 5. TBL. 2012 107 ! A stæ ur Persónulegar Faglegar Tilgangur: Hamingja Styrkleikar Ásetningur Skuldbinding: Rödd Eignarhald Áhætta A lögun Orka: Lágmarka sóun Endurhla a Flæ i Tengsl: Tengslanet Stu ningsmenn Gagnkvæmni Jákvæ ni: Sjálfsvitund Lær jákvæ ni Fram róun Forsendur: Greind ol gagnvart breytingum Löngun til a stjórna Samskiptahæfni Áhrif: Framkoma rautseigja Tilheyra umfram þau sem taka frá manni orku. Að sjálfsögðu er lífið ekki svo einfalt að ekki þurfi að gera fleira en gott þykir. Þess vegna skiptir máli að skipuleggja vikuna þannig að jafnvægi sé milli þess sem tekur og gefur orku. Jákvæðni – Með hvaða augum lítur þú yfir farinn veg og fram á veginn? Það getur haft umtalsverð áhrif á hvaða árangri þú nærð. Því er haldið fram að þeir sem eru bjartsýnir sjái heim ­ inn í raunverulegra ljósi en þeir sem eru svartsýnir. Bent er á að mikil vægt sé fyrir konur að hafa þetta í huga þar sem þær geta haft meiri tilhneigingu í átt til þunglyndis en karlmenn. Vísað er í rannsóknir því til stuðnings. Þeir jákvæðu horfast í augu við áskoranir og trúa því að þeim takist að virkja sitt fólk til að takast á við þær. Á hinn bóginn eru þeir neikvæðu líklegir til að upplifa sig hjálparvana og festast í vítahring sem dregur úr þeim alla orku til athafna. Það skiptir ekki máli hversu neikvætt fólk er að upplagi, allir geta lært að tileinka sér jákvætt hugarfar. Lykillinn að því er að þekkja sjálfan sig og taka markvisst á aðstæðum þar sem nei ­ kvæðni getur dregið úr árangri. Tengsl – Hverjir geta hjálpað þér að vaxa, aukið tengsl þín og hjálpað þér að finna aukinn tilgang með verkum þínum? Því er haldið fram að fólk með sterkt tengslanet og öfluga leiðbeinendur njóti meiri velgengni hvað varðar stöðu­ hækk anir, laun og starfsánægju. Það fólk finnur sig frekar sem hluta af heild sem gefur lífi þeirra aukinn tilgang. Sál fræðingurinn Roy Baumeister hefur haldið því fram að karlmenn byggi upp breiðari og grynnri tengsla net en konur og því hafi þeir fleiri tækifæri til starfsþróunar og til að afla sér upplýsinga og aukinnar þekk ingar. Þessi skoðun hefur verið um deild en rannsókn McKinsey gefur vís bend ­ ingar um að tengslanet kvenna hafi tilhneigingu til að vera þrengri og dýpri en tengslanet karlmanna. Rann sóknir hafa sýnt fram á að konur sem halda á lofti eigin hagsmunum fá gjarnan það orð á sig að vera frekar, ósam vinnu ­ þýð ar og sjálfselskar. Rannsóknir sýna einnig að tregða kvenna til að halda á lofti eigin hagsmunum kemur í veg fyrir að þær fái stöðuhækkanir. Þetta er því vandrataður vegur. Þar til þessi við horf breytast er því mikilvægt fyrir konur að eiga öfluga stuðningsmenn sem tala þeirra máli þegar kemur að stöðuveitingum. Skuldbinding – Ertu tilbúin að grípa þetta tækifæri og gera það að þínu? Sumir trúa því að þeir sem eru duglegir og samviskusamir muni að lokum uppskera laun erfiðis síns. Það getur vel gerst en það er sjaldnast raunin. Konur þurfa að láta rödd sína heyrast og taka ábyrgð á eigin skoðunum og verkum. Margar konur halda aftur af sér og tjá sig ekki um mikilvæg mál, einungis vegna þess að þær telja sig ekki hafa neinu við að bæta eða að hugmyndir þeirra séu ekki nógu mikilfenglegar. Þann ig geta þær auðveldlega orðið ósýni legar. Ef þú vinnur verkefnið átt þú að tala um það. Ef þú vilt stöðuhækkun þá átt þú að sýna frumkvæði. Þessu fylgir aukin áhætta en lögmálið er að stærri tækifærum fylgir almennt aukin áhætta. Sálfræðingurinn Daniel Gilbert hefur haldið því fram að þeir sem velja að taka áhættu fremur en að forðast hana eru yfirleitt hamingjusamari en aðrir. Við höfum tilhneigingu til að líta fremur á ógnanir en tækifæri á óvissu ­ tímum og því getur verið gott að ræða málin við aðra og það getur hjálp að fólki að skoða aðstæður í réttu ljósi. Konum þarf að fjölga í stjórnunar­stöð um, ekki bara vegna þess að það er sanngjarnt, heldur líka vegna þess að tækifæri felast í fjöl ­ breyti leikanum. Fjölbreytni elur af sér fleiri og betri hugmyndir og ákvarð an ir. Sköpunarkrafturinn sem býr í fjöl breyti ­ leikanum elur af sér fleiri og fjöl breytt ari atvinnutækifæri ef svigrúm er fyrir hendi. Það eykur líkurnar á því að fleiri finni störf og viðfangsefni við hæfi. Þegar fólk finnur viðfangsefni við hæfi eykst áhugi og eldmóður, afköst aukast, veikindadögum fækkar, starfsmannavelta verður minni og þar af leiðandi má gera ráð fyrir að fram ­ leiðni verði meiri. Aukin framleiðni skilar aukinni velsæld og hennar er þörf. Nú vit um við hvað við þurfum að gera stelpur, svo brettum upp ermar.. Um McKinsey McKinsey & Company var stofnað árið 1926 og hefur starfað í rúm 85 ár. Fyrirtækið á langa og farsæla sögu og er meðal stærstu og virtustu ráðgjafarfyrirtækja í heiminum. Á vegum þess eru um fimm þúsund starfsmenn í öllum heims álfum. Tímaritið Working Mother hefur komið út í Bandaríkjunum í yfir 30 ár og hefur í 25 ár birt lista yfir þau hundrað fyrirtæki sem hafa þótt skara fram úr sem vinnuveitendur fyrir mæður þar í landi. McKinsey & Company á sæti á þeim lista. Líkanið Centered Leadership Það skýrir hæfnisþætti leiðtoga sem talið er að auðveldi konum að ná árangri og byggist á fimm víddum: Tilgangur (meaning) Orka (managing energy) Jákvæðni (positive framing) Tengsl (connecting) Skuldbinding (engaging) Hvers vegna eru færri konur í stjórnunarstörf um? 1) Konur virðast oftar draga sig í hlé frá stjórn­ unarstörfum en karlmenn. 2) Konur taka oftar en karlar meiri ábyrgð á heimili og börnum og sinna þannig tveimur stjórnunarstörfum samtímis. 3) Konur upplifa meiri og dýpri tilfinningasveifl­ ur en karlmenn gera almennt.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.