Frjáls verslun - 01.05.2012, Page 120
120 FRJÁLS VERSLUN 5. TBL. 2012
Fögnum 75 ára
afmæli í ár
Framundan eru stærstu og annasömustu mánuðir ársins hjá Icelandair en í sumar
verða sextán vélar í áætlunarflugi hjá félaginu, sem er meira en nokkru sinni fyrr.
I c e l a n d a i r S a g a C l u b
Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir er forstöðu maður Icelandair Saga Club. Að hennar sögn ríkir mikil spenna fyrir nýja áfangastaðnum, Denver: „Flugvöllurinn í
Denver er sá fimmti stærsti í Bandaríkjunum
og býður því upp á nýja tengimöguleika
milli Denver og Evrópu. Við erum líka í ár að
fagna 75 ára afmæli félagsins og kynntum
nýlega að innan skamms munum við bjóða
upp á þráðlausa nettengingu í öllum okkar
vélum.
heilbrigð kynjadreifing
Við kynntum nýlega miklar breytingar á þjón
ustu okkar við Saga Clubfélaga Icelandair
á sama tíma og við breyttum nafni Vildar
klúbb sins í Saga Club. Nú geta félagar okkar
keypt allar vörur, mat og drykki um borð fyrir
Vildarpunkta og nú er hægt að nota Vildar
punkta upp í allt flug.“
Hvað finnst þér um lögin sem taka gildi 1.
september 2013 og kveða á um að hlutfall
hvors kyns verði aldrei lægra en 40% í stjórn
um stærri fyrirtækja?
„Ég hef ekki mótað mér fasta skoðun á þess
um lögum og ekki kynnt mér þau í þaula. Hins
vegar er ég afar hlynnt heilbrigð um stjórn
unarháttum sem einkennast af jafn rétti kynj
anna og jafnrétti einstaklinga. Mér finnst afar
mikilvægt að hver einstakl ingur fái að njóta
sín óháð kyni, aldri eða öðrum þáttum. Ég hef
fundið fyrir miklum breytingum á viðhorfum á
mínum vinnustað og mikilli meðvitund um að
allir starfsmenn fái jöfn tækifæri til að njóta
sín. Að mínu mati væri æskilegt að jafnrétti
næðist án þess að til kæmi sérstök löggjöf.“
Hvernig snerta þessi lög þitt fyrirtæki? Hversu
margar konur eru í stjórn þíns fyrirtækis?
„Í stjórn Icelandair Group í dag eru þrjár
konur og tveir karlar, þannig að við erum með
heil brigða kynjadreifingu og því hafa þau
ekki áhrif á okkar rekstur.“
Aldur: 34 ára.
Menntun: Viðskiptafræðingur frá
Háskólanum í Reykjavík.
Staða: Forstöðumaður Icelandair
Saga Club.
Hjúskaparstaða: Er í sambúð með Árna
Valdimari Bernhöft,
vörustjóra hjá Vodafone.
Við eigum tvö börn, Andreu
og Birgi.
Sumarfríið 2012: Fer í að njóta lífsins með
börnunum. Við ferðumst
mikið utan landstein-
anna yfir vetrartímann
svo við nýtum sumrin
meira í að ferðast innan-
lands. Eltum sólina á
tjald vagninum eða njótum
þess að vera með stór-
fjölskyldunni á Laugarvatni
í sumarbústað. Markmiðið
er alltaf að byrja í golfi og
nú þegar dóttirin hefur
fengið sitt fyrsta sett er
stefnan tekin á að æfa
sveifluna.
„að mínu mati væri æskilegt að jafnrétti næð
ist án þess að til kæmi sérstök löggjöf.“
Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir, forstöðumaður Icelandair Saga Club.
Texti: Hrund Hauksdóttir / Mynd: Geir Ólafsson