Frjáls verslun - 01.05.2012, Page 125
FRJÁLS VERSLUN 5. TBL. 2012 125
Mikill vöxtur hjá
Gagnavörslunni
Mikill vöxtur hefur verið hjá Gagnavörslunni síðustu misseri og hefur markaðurinn
séð ávinninginn við að nýta sér þær lausnir sem Gagnavarslan býður upp á til að
auka hagkvæmni og skilvirkni í rekstri.
G a g n a v a r s l a n
Forgangsverkefnin framundan eru að þróa enn frekar hugbúnaðar lausnir okkar í samvinnu við við skiptavini,“ segir Brynja Guð mundsdóttir, forstjóri Gagnavörslunnar.
„Við leggjum mjög mikla áherslu á not
enda vænleikann. Þá erum við að vinna að
útflutningi á hugbúnaði okkar og öðrum
lausnum. Við vorum að gera fyrsta samning
inn við mjög stóran erlendan aðila varðandi
vörslu á skjölum hér á landi, sem er mikil
viðurkenning fyrir okkur. Gagnavarslan hef
ur byggt upp mikla sérfræðiþekkingu og
tæknibúnað á sviði skönnunar sem hefur
verið mjög vinsæl núna þar sem margir vilja
láta skanna eldri skjöl til að auðvelda að
gengi að mikilvægum skjölum. Hugbúnaðar
lausnir Gagnavörslunnar hafa vakið mikla
athygli og hafa flest stærstu fyrirtæki landsins
valið þessar lausnir.“
Hvað finnst þér um lögin sem taka gildi 1.
september 2013 og kveða á um að hlutfall
hvors kyns verði aldrei lægra en 40% í stjórn
um stærri fyrirtækja?
„Ég hefði gjarnan viljað að það hefði ekki
þurft að setja lög um þetta en ég held því
miður að það sé nauðsynlegt. Okkur hefur
ekki tekist að ná þessum markmiðum án
þeirra og ég held að þetta hjálpi til. Ég hef
því skipt um skoðun og er hlynnt þessu í
dag. Ég tek það fram að mér finnst þetta
mjög mikilvægt í báðar áttir, held að það sé
heldur ekki gott að hafa bara konur í stjórn
um. Það að hafa sem jafnasta dreifingu held
ég að sé styrkur fyrir öll fyrirtæki.“
Hvernig snerta þessi lög Gagnavörsluna?
Hversu margar konur eru í stjórn þíns
fyrirtækis?
„Þessi lög hafa ekki áhrif á stjórnina í okkar
fyrirtæki. Við höfum alltaf haft þetta að leiðar
ljósi og alltaf verið með 60/40skiptingu á
kynjum. Við höfum að auki gætt þess að hafa
einnig breiða þekkingu í hópi stjórnarmanna
og vandað valið á því fólki. Við höfum verið
mjög heppin í gegnum tíðina að vera með
mjög öfluga stjórnarmenn hjá okkur.“
Aldur: 45 ára.
Menntun: Viðskiptafræðingur af
endur skoðendasviði.
Hjúskaparstaða: Er í sambandi með Aðal-
steini Aðalsteinssyni og ég
á fjögur börn.
Áhugamál: Golf, fjallgöngur, líkams-
rækt, fótbolti og íþróttir
almennt og matarboð í
góðra vina hópi. Í sumar-
fríinu ætla ég að ferðast
innanlands og lækka for-
gjöfina í golfinu.
„Þá erum við að vinna að útflutningi á hug
búnaði okkar og öðrum lausnum. Við vor um að
gera fyrsta samninginn við mjög stóran erlen
dan aðila varðandi vörslu á skjölum hér á landi,
sem er mikil viðurkenning fyrir okkur.“
Brynja Guð mundsdóttir, forstjóri Gagnavörslunnar.
Texti: Hrund Hauksdóttir / Mynd: Geir Ólafsson