Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2012, Side 128

Frjáls verslun - 01.05.2012, Side 128
128 FRJÁLS VERSLUN 5. TBL. 2012 Áhersla á samstarf við fyrirtæki Mímir símenntun býður fullorðnu fólki annað tækifæri til náms og leggur áherslu á þá sem ekki hafa lokið námi í framhaldsskóla. undirbúningur fyrir haustönn er nú í fullum gangi. M í m i r Hulda Ólafsdóttir, framkvæmda­stjóri Mímis, segir að lögð verði áhersla á að styrkja tengsl við fyrirtæki og stofnanir eftir að megináherslan hafi verið á að mennta atvinnuleitendur síðastliðin þrjú ár: „Um 1.550 atvinnuleitendur luku námi hjá Mími á síðasta ári og völdu flestir að styrkja sig í almennum greinum með því að stunda nám í Grunnmenntaskóla, en hann er fyrir fólk með stutta skólagöngu sem vill byrja aftur í námi, og svo Menntastoðum, sem er lengra nám fyrir þá sem stefna í fornáms­ deildir háskólanna. Vinsælt starfstengt nám er Þjónusta við ferðamenn og Meðferð mat­ væla. Áfram verður haldið að þróa og fram­ kvæma raunfærnimat sem er ferli þar sem metin er þekking og færni á ákveðnu sviði. Markmið matsins er að fólk fái viður kennda raunfærni sína. Raunfærnimatið má nýta til styttingar á námi, til að sýna fram á reynslu og færni í atvinnuviðtali og til að leggja mat á hvernig einstaklingurinn getur styrkt sig í námi eða starfi.“ styð eindregið lögin Hvað finnst þér um lögin sem taka gildi 1. september 2013 og kveða á um að hlutfall hvors kyns verði aldrei lægra en 40% í stjórn­ um stærri fyrirtækja? „Ég styð eindregið lögin um að hlutfall hvors kyns verði aldrei lægra en 40% í stjórnum en vona að fyrirtæki verði búin að koma sínum málum í lag fyrir gildistöku þeirra. Reynsla mín af stjórnarsetu í fyrirtækjum er nokkur og finn ég mikinn mun þar sem kynjahlutfallið er jafnt eða þegar ég er eina konan. Stjórn sem samanstendur af öðru kyninu, jafnvel einstak­ lingum með svipaðan bakgrunn og lífssýn, getur verið skaðleg fyrirtækjunum því þar er hætta á skorti á víðsýni og þekkingu. Bæði kynin og fjölbreyttur bakgrunnur stjórnar manna er það besta að mínu mati.“ Hvernig snerta þessi lög Mími? Hversu marg­ ar konur eru í stjórn þíns fyrirtækis? „Í stjórn Mímis eru þrjár konur og tveir karlar og er kona stjórnarformaður. Eigendur Mímis hafa gætt þess frá stofnun fyrirtækisins að hafa kynjahlutfallið sem jafnast. Hjá Mími eru nú fimm stjórnendur og eru það allt konur. Konur eru í miklum meirihluta hjá fyrirtækinu og hef ég reynt að ná í karlmenn til starfa en það hefur oft reynst erfitt. Mér finnst mikilvægt að reyna að jafna kynjahlutfall á vinnustöðum því að konur og karlar bæta hvert annað upp og ná saman besta árangrinum.“ Aldur: 59 ára. Menntun: Er með fjölbreytta menntun, fyrst lauk ég sjúkraþjálfara - námi í Bergen, síðan MS í heilbrigðisvísindum við HÍ og loks tók ég MBA í Brussel. Hjúskaparstaða: Ég er gift á þrjá uppkomna syni og tvö barnabörn. Tómstundir: Þær helstu eru útivera, garðyrkja og handavinna. Í sumar ætla ég að ganga á fjöll, vera heima í garði og í sumarbústað okkar hjóna nálægt Bifröst í Borgarfirði. „Mér finnst mikilvægt að reyna að jafna kynjahlutfall á vinnustöðum því að konur og karlar bæta hvert annað upp og ná saman besta áran­ grinum.“ Hulda Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Mímis. Texti: Hrund Hauksdóttir / Mynd: Geir Ólafsson
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.