Frjáls verslun - 01.05.2012, Page 131
FRJÁLS VERSLUN 5. TBL. 2012 131
Margar spennandi
nýjungar
Markmið Icepharma er að styðja við almenna lýðheilsu. Starfsfólk Icepharma
býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu og reynslu varðandi lyf og lækningar, hjúkrun,
endurhæfingu og heilsutengda neytendavöru.
I c e p h a r m a
Þuríður Hrund Hjartardóttir, framkvæmdastjóri neytendavörusviðs Icepharma. segir að undanfarið hafi neytenda vörusvið Icepharma eytt drjúgum tíma í að kynna
spenn andi nýjungar eins og Skin Doctors
húðvörulínuna og Burt’s Bees, sem er ein
vinsælasta nátt úr ulega vörulínan í Bandaríkj
unum í dag.
„Forgangsverkefni næstu mánaða er að
halda áfram því góða starfi sem búið er
að vinna á því sviði auk markaðssetningar
á öðrum vörum, en við vinnum með yfir
60 birgjum og erum með í kringum 1.500
vörunúmer í sölu.“
framtíð kvenna í atvinnulífinu mjög björt
Hvað finnst þér um lögin sem taka gildi 1.
september 2013 og kveða á um að hlutfall
hvors kyns verði aldrei lægra en 40% í stjórn
um stærri fyrirtækja?
„Almennt hef ég aldrei verið fylgjandi kynja
kvótum, mér finnst erfitt að trúa á þá leið til
jafnréttis. Framtíð kvenna í atvinnulífinu á
Íslandi er mjög björt að mínu mati og hafa
konur náð miklum árangri á skömmum tíma
sé til þess litið hversu stutt er síðan þær voru
meira og minna heimavinnandi. Í háskólum
landsins er hlutfall kvenna líka hærra en
karla sem þýðir að á Íslandi verða fleiri konur
háskólamenntaðar en karlar. Þetta mun til
lengri tíma styrkja stöðu kvenna á atvinnu
markaði sem vonandi leiðir til hækkunar
hlutfalls kvenna í stjórnum fyrirtækja. Lögin
munu þó að sjálfsögðu flýta þessari þróun.
Oft hef ég velt því fyrir mér hvort við konur
stöndum sjálfar í vegi fyrir jafnréttinu hvað
varðar að komast í stjórnunarstöður. Konur
dæma oft aðrar konur mjög hart sem velja
sér að vinna mikið frá börnum og búi á með
an karl við sömu aðstæður fær ekki slíkar
athugasemdir. Þetta dregur úr konum sem
hafa metnað til að ná langt og því held ég að
breyttur hugsunarháttur sé nauðsynlegur til
aukins jafnréttis.“
Hvernig snerta þessi lög þitt fyrirtæki? Hversu
margar konur eru í stjórn fyrirtækisins?
„Icepharma uppfyllir skilyrðin sem nýju lögin
kveða á um þannig að lögin munu ekki hafa
áhrif á fyrirtækið.“
Aldur: 34 ára.
Menntun: alþjóðamarkaðsfræði.
Hjúskaparstaða: Í sambúð með þrjú börn.
Tómstundir: Hreyfing, hestar, útivist og samverustundir með fjöl-
skyldu og vinum.
Sumarfríið 2012 Ferðast og njóta lífsins með
fjölskyldu og vinum inna -
nlands, hápunkturinn verður
gönguferð á Hornstrandir.
„Icepharma uppfyllir skilyrðin sem nýju lögin
kveða á um þannig að lögin munu ekki hafa
áhrif á fyrirtækið.“
Texti: Hrund Hauksdóttir / Mynd: Geir Ólafsson
Þuríður Hrund Hjartardóttir, framkvæmdastjóri neytendavörusviðs Icepharma.