Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2012, Page 135

Frjáls verslun - 01.05.2012, Page 135
FRJÁLS VERSLUN 5. TBL. 2012 135 Nýtt fyrirtæki með nýju stjórnendateymi Starfsemi banka á síðustu árum hefur fyrst og fremst snúist um endur­ skipulagningu skulda viðskiptavina. Hjá Landsbankanum eru vonir bundn ar við að henni fari að ljúka, en nokkur dómsmál eru eftir sem munu ráða miklu um hvernig og hvenær þessi mál leysast. L a n d s b a n k i n n Jensína K. Böðvarsdóttir, fram­kvæmda stjóri þróunar hjá Lands ­bank anum, segir að nauðsynlegt hafi reynst að kynna bankann upp á nýtt: „Þetta er nýtt fyrirtæki með nýju stjórnendateymi og nýjum viðhorfum, þótt nafnið sé það sama. Við höfum í Lands­ bankanum lagt mikla áherslu á að kynna nýja stefnu bankans fyrir almenningi, farið í tvær fundaferðir um landið og heimsótt nærri þrjátíu sveitarfélög til að ræða við fólk um ný tækifæri og það hefur verið mjög gefandi og skemmtilegt. Á mínu sviði eru sjö deildir; markaðsdeild, vefdeild, mannauðsdeild, verkefnastofa, þjón ustudeild, eignadeild, upplýsingatækni auk samfélagslegrar ábyrgðar. Okkar hlut­ verk er að vera breytingaafl í bankanum og virkja slagkraftinn. Ég er svo heppin að vinna með gríðarlega öflugu fólki og verkefnin eru bæði stór og mörg. Við erum meðal annars með fjölmörg verkefni í gangi innan bankans sem eiga að bæta verklag og styrkja þjón­ ustu við viðskiptavini og svo viljum við styrkja starfsandann og menninguna í fyrirtækinu og auka fræðslu og færni okkar fólks til þess að bæta reksturinn. Við höfum sett okkur það markmið að Lands bankinn verði til fyrirmyndar árið 2015, sam bærilegur við bestu banka annars staðar á Norðurlöndum, þannig að það verður nóg að gera áfram.“ kynjablöndun í hópi – farsælust til árangurs Hvað finnst þér um lögin sem taka gildi 1. sept ember 2013 og kveða á um að hlutfall hvors kyns verði aldrei lægra en 40% í stjórn­ um stærri fyrirtækja? „Ég er hlynnt þessum lögum, tel þau sjálfsagt mál fyrir bæði kynin. Ég hef lært það á eigin skinni að kynjablöndun í hópi er farsælust til árangurs.“ Hvernig snerta þessi lög þitt fyrirtæki? Hversu margar konur eru í stjórn Lands­ bankans? „Þessi lög hafa engin áhrif á starfsemi bankans þar sem við höfum uppfyllt alla skilmála og það eru meira en tvö ár síðan bankaráð setti sér markmið um kynjahlut­ föll sem gilda fyrir forystusveit bankans. Í bankaráðinu eru tvær konur og þrír karlar. Varamenn eru einnig tvær konur og þrír karl­ ar. Í framkvæmdastjórn bankans eru fjórar kon ur og fjórir karlar, auk Steinþórs Pálssonar banka stjóra.“ Aldur: 43 ára. Menntun: MBA frá frá University of San Diego. Hjúskaparstaða: Gift Þorvaldi Jacobsen. Við eigum samtals fimm börn, sú yngsta átta ára og sá elsti 23 ára. Tómstundir: Fyrir utan vinnuna eru það veiði, skíði, matargerð, útivera og síðast en ekki síst fjölskyldan og vinir. Sumarfríið 2012: Ég ætla að ferðast, fara í veiði, útilegur og dveljast sem mest í paradísinni á Laugarvatni. Svo hef ég mjög gaman af því að bardúsa í garðinum. „Við höfum sett okkur það markmið að Lands bankinn verði til fyrir­ myndar árið 2015, sambærilegur við bestu banka annars staðar á norð­ urlöndum, þannig að það verður nóg að gera áfram.“ Jensína K. Böðvarsdóttir er framkvæmdastjóri þróunar hjá Landsbankanum. Helga Harðardóttir, einn af eigendum og yfirmaður innri endurskoðunar hjá KPMG. Texti: Hrund Hauksdóttir / Mynd: Geir Ólafsson
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.