Frjáls verslun - 01.05.2012, Side 137
FRJÁLS VERSLUN 5. TBL. 2012 137
„Það sem ég tel líka skipta máli í eflingu jafnréttis á Íslandi er breyting
á hugarfari og það gerist til dæmis með umræðum eins og þegar
endurskoðun jafnréttislaganna á sér stað.“
Stækkunarmöguleikar
skoðaðir
um 500 manns vinna hjá alcoaFjarðaáli og segir ruth Elfarsdóttir, framkvæmdastjóri
fjármála, að efst á baugi sé að skoða stækkunarmöguleika til framtíðar.
A l c o a - F j a r ð a á l
AlcoaFjarðaál framleiðir um 340.000 tonn af áli á hverju ári sem er aðallega flutt til meginlands Evrópu til frekari vinnslu. „Starfsmenn fyrirtækisins hér á
landi eru 482 auk þess sem að fyrirtækinu
koma tæplega 320 verktakar,“ segir Ruth
Elfarsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála.
„Framundan er að vinna með starfsfólkinu í
að gera gott fyrirtæki enn betra.
Efst á baugi er að skoða möguleika á
frek ari stækkun álversins en það mun auka
hag kvæmni og nýtingu til framtíðar auk þess
sem það myndi auka fjárfestingar og fjölga
störf um á Íslandi.
Ál nemur allt að 40% af öllum vöruútfluningi
frá Íslandi sem er svipað hlutfall og útflutn
ingur sjávarafurða. Fjarðaál flutti út í fyrra ál
að verðmæti 95 milljarðar króna sem er um
17% af heildarvöruútflutningi landsins og
flytur ekkert annað fyrirtæki hér á landi út
meira vörumagn. 35% af útflutningstekjum
Fjarðaáls verða eftir í landinu eða um 33 millj
arðar króna, m.a. í formi opinberra gjalda,
launa, innkaupa frá innlendum birgjum á
vöru og þjónustu og samfélagsstyrkja. Með
stækkun munu umsvif aukast, bæði beint og
í tengdri þjónustu sem styður við frekari upp
byggingu grunnstoða samfélagsins.
Með frekari samþjöppun kjarna samfélags
ins með betri samgöngum eins og jarðganga
gerð mun samfélagið styrkjast og starfs
umhverfi verða eftirsóknarverðara. Ný
Norðfjarðargöng verða mikilvægt skref í átt
að sterkara starfsumhverfi fyrir Austurland.“
hjálpa til
Varðandi lögin um kynjakvótann sem taka
gildi á næsta ári segir Ruth að best væri ef
ekki þyrfti að setja nein lög um þessi mál.
„Það virðist þó oft hjálpa til við að koma
hlut unum af stað. Ég held að eins og með
margt annað sem þarf að koma í gegn
stuðli lögin að því að þetta gerist fyrr en ella.
AlcoaFjarðaál leggur mikinn metnað í að
starfsumhverfi henti báðum kynjum og hefur
markmiðið verið jöfn kynjaskipting. Hlutfall
kvenna er í dag um 22% sem er með hæsta
móti í álframleiðslu og í framkvæmdastjórn
er hlutfallið 25%. Kona er forstjóri fyrirtæki
sins.“
Aldur: 45 ára.
Menntun: Viðskiptafræðingur af endur
skoðunarsviði Háskóla
Íslands og meistaranám í
stjórnun í einn vetur.
Hjúskaparstaða: Í sambúð með Kristófer
Ragnarssyni og eigum við
soninn Friðrik sem er
átta ára.
Tómstundir: Ferðalög, veiði, golf og blak.
Sumarfríið 2012: Ferðast og ganga um eitt
fallegasta svæði á Íslandi en
það er frá Borgarfirði eystri
til Seyðisfjarðar.
„Með frekari samþjöppun kjarna samfélags ins með betri samgöngum
eins og jarðganga gerð mun samfélagið styrkjast og starfs umhverfi
verða eftirsóknarverðara.“
Ruth Elfarsdóttir fjármálastjóri.
Texti: Hrund Hauksdóttir / Mynd: Geir Ólafsson