Frjáls verslun - 01.05.2012, Síða 140
140 FRJÁLS VERSLUN 5. TBL. 2012
Arðvænlegt að
fjárfesta í konum
Margrét Sanders, framkvæmdastjóri Deloitte, sér um
daglegan rekstur fyrirtækisins.
D e l o i t t e
Texti: Hrund Hauksdóttir / Myndir: Geir Ólafsson
Margrét segir það mikla áskor un að stjórna fyrirtæki í núver andi efnahagsumhverfi: „Það sem er efst á baugi hjá okkur um þessar mundir er að vinna í
ákveðinni skilvirkni.“
ákveðnar skoðanir á kynjakvóta
Hvað finnst þér um lögin sem taka gildi 1.
september 2013 og kveða á um að hlutfall
hvors kyns verði aldrei lægra en 40% í stjórn
um stærri fyrirtækja?
„Ég hef alltaf haft ákveðnar skoðanir á
kynjakvóta og miklar efasemdir um að við
þurfum á honum að halda. Á samkeppnis
markaði hlýturðu að vilja hafa bæði kynin í
vinnu, yngra fólk sem og eldra. Þú verður að
hafa fjölbreytileika viðskiptavina þinna við
stjórnvölinn.
Ef við setjum lög um að 40 prósent stjórnar
manna eigi að vera konur, þurfum við þá ekki
líka ákveðið prósentuhlutfall t.d. af fólki utan
af landi?
Ef þú ætlar að lifa af á þessum markaði verð
urðu að gjöra svo vel að aðlaga þig mark
hópunum. Og konurnar kaupa þjónustu, þær
stjórna fyrirtækjum. Síðast en alls ekki síst
fjárfesta þær alveg til jafns við karla.“
Harpa Þorláksdóttir, forstöðumaður
viðskipta og markaðstengsla:
„Á síðasta ári kom út mjög áhugaverð skýrsla
sem var unnin af Deloitte á alþjóða vísu og
fjallar m.a. um hversu arðvænlegt það er að
fjárfesta í konum. Starfsfólkið er jú auðlind og
ef þú ætlar bara að nota helming þess (karl
ana) ertu með vannýtta auðlind (konurnar)
og hámarkar þar með ekki þann arð sem þú
færð út úr auðlindinni.“
Margrét: „Setjum sem svo að ég þurfi að
ráða fólk í vinnu til mín, ég er með fyrirtæki í
Kópavogi og myndi aðeins ráða nýja starf
smenn sem búa í Kópavogi og Hafnarfirði.
Segir það sig ekki sjálft að ég er að takmarka
möguleikana á að fá hæfasta fólkið ef ég
held mig innan fyrrnefnds búseturamma?
Öllu vænlegra til árangurs væri ef ég tæki
ákvörðun um að ráða einfaldlega besta fólkið
án tillits til búsetu.
Margrét Sanders framkvæmda
stjóri, Vala Valtýsdóttir, sviðsstjóri
skatta og lögfræðisviðs, Björg
Sigurðardóttir stjórnarmaður,
Erna Arnardóttir mannauðsstjóri,
Harpa Þorláksdóttir, forstöðumaður
viðskipta og markaðstengsla,
Pálína Árnadóttir, forstöðumaður
endurskoðunarþjónustu, og Sif
Einarsdóttir stjórnarmaður.