Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2012, Síða 141

Frjáls verslun - 01.05.2012, Síða 141
FRJÁLS VERSLUN 5. TBL. 2012 141 umbun betri en refsingar Það kemur líka skýrt fram í skýrslu Deloitte að árangursríkast sé að velja besta fólkið úr öllu menginu, óháð kyni, aldri og öðrum þáttum. Þess vegna finnst mér kynjakvótinn sorglegur, jafnvel dálítð niðurlægjandi fyrir það flotta fólk sem konur eru. Þær eru ekki grátandi minnihluti. – Í staðinn fyrir að notast við refsingar, þ.e. setja lög og hóta, ætti öllu heldur að nýta umbun, sem virkar miklu bet­ ur, og hampa þeim fyrirtækjum sem eru með fjölbreytni í stjórnum.“ að breyta fyrirtækjakúltúrnum Hvernig snerta nýju kynjalögin þitt fyrirtæki? Hversu margar konur eru í stjórn Deloitte? Harpa: „Við erum nú þegar með 40% kynja­ hlutfall í stjórn Deloitte og því hefur lagas­ etningin engin áhrif hjá okkur. Ég hefði viljað sjá þetta gerast sjálfkrafa hjá fyrirtækjum, en ekki fyrir tilstuðlan lagasetningar.“ Margrét: „Þegar ég byrjaði hjá Deloitte voru þeir með prógramm í gangi sem nefn ist Women in The Workforce. Þeir lögðu ofur ­ áherslu á að byggja vinnustaðinn upp fyrir konur því starfsmannaveltan var meiri hjá þeim en hjá körlum. Þeir komust að því að konur hættu fyrr á ferlinum en karlar og þetta orsakaðist af fyrirtækjamenningunni. Harvard Business School notar þetta sem dæmi í ken­ nslu og til að skýra frá því hvernig Deloitte fór að því að breyta kúltúrnum. Það kom t.d. í ljós að eftir vinnu tengdust karlmennirnir mun betur en konurnar, þeir fengu sér bjór saman eða spiluðu golf en konurnar fóru heim. Í fyrirtækjamenningunni var áður ríkjandi sá hugsunarháttur að ef starfsmaður vann nógu mikið var hann góður starfsmaður, jafnvel þótt hann skilaði kannski ekki miklu. Svo kom hugsunin um sveigjanlegan vinnu­ tíma og annað í þeim dúr og Deloitte tókst að breyta kúltúrnum. Það var ekki einungis starfs mannavelta kvenna sem minnkaði. Já ­ kvæðir mælanlegir hlutir urðu sýnilegir, s.s. ánægja bæði karla og kvenna með áherslu á sveigjanlegan vinnutíma, áherslu á jafnvægi fjölskyldu og einkalífs og svo mætti lengi telja. sveigjanleiki Mér þykir þessi sveigjanlegi vinnutími mjög mikilvægur og við leggjum talsverða áherslu á hann. Við hjá Deloitte bjóðum reynslumeira fólkinu okkar að horfa á vinnutímann á árs­ grundvelli. Gerum ráð fyrir að dagvinnutímar á ári séu 1.875 tímar, þá þarftu að skila tímunum á ársgrunni. Þú getur unnið hálfan daginn á sumrin, lítið þegar barnið þitt byrjar í skóla. Mánuðina eftir áramót er brjálað að gera og þá vinnurðu mjög mikið. Auðvitað þarf að gæta þess að regla sé í óreglunni.“ góðir stjórnarhættir Hvort sem stjórnir fyrirtækja uppfylla hið boðaða kynjahlutfall eða ekki er mikilvægt fyrir fyrirtæki að fara í naflaskoðun til að ganga úr skugga um að þau stundi góða stjórnarhætti. Harpa: „Við hjá Deloitte bjóðum einmitt upp á ráðgjöf í góðum stjórnarháttum, en góðir stjórnarhættir auka skilvirkni í félögum og þar með ágóða og hagnað félagsins. Það verð ur meiri siðferðisvitund, leiðir til stöðugri og jafn ari rekstr ar og ímynd fyrirtækisins treystist og verður jákvæðari. Með þetta í huga verður fyrirtækið samkeppnishæfara þar sem það á auð veldara með að laga sig að breytingum.“ Margrét Sanders, framkvæmdastjóri hjá Deloitte: Aldur: 52 ára. Menntun: Er með MBA-gráðu og viðskiptafræði frá banda - rískum háskóla. Lauk einnig íþróttakennaraprófi og B.ed. frá Kennaraháskóla Íslands. Árs frönsku nám í háskóla í Aix en Provence í Frakkandi. Hjúskaparstaða: Er gift Sigurði Guðnasyni og eigum við þrjú börn, tvö börn saman, Albert Karl og Sigríði, en Albert Karl lést á síðasta ári. Eigin maðurinn á dótturina Sylvíu Rós frá fyrra sambandi. Tómstundir: Íþróttir almennt, stundaði áður ýmsar boltaíþróttir og er núna að spila golf. Hef gaman af að rýna í þjóð - málin og svo er vinnan einnig áhugamál. Sumarfríið 2012: Fer með banda rískum vinum í siglingu við Grikkland. Svo er vinkonu - hópurinn búinn að safna lengi fyrir för til Kýpur sem við hrindum í framkvæmd í október. Bústað urinn verður nýttur og ég ætla að spila golf og njóta þess að vera til. Margrét Sanders, framkvæmdastjóri Deloitte, og Harpa Þorláksdóttir, forstöðu­ maður viðskipta­ og markaðstengsla Deloitte.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.