Frjáls verslun - 01.05.2012, Síða 149
FRJÁLS VERSLUN 5. TBL. 2012 149
verslunargötunni
frægu, Strikinu í
Kaup mannahöfn, eru
„dýrari“ versl an ir í
þeim hluta hennar
sem nærri er Kóngs
ins Nýjatorgi. Þar, við Øster gade 6,
stendur hvítmálað steinhús og í glugg
um á annarri hæð er lógó skart gripa
fyrirtækisins Sif Jakobs Jewellery en
þar er skrifstofa fyrir tæk isins til húsa.
Sif Jakobsdóttir er eigandi, forstjóri
og eini hönnuður fyrirtækisins. Hún
er nýkomin frá Dubai og Hong Kong.
„Ég var í viðskiptaferð í Dubai, ég átti
áhugaverðan fund þar og hitti fram
leiðendur í Hong Kong. Við munum
þó ekki selja vörur okkar í Asíu næstu
tvö árin – þó er aldrei að vita hvaða
dyr opnast.“
Skartgripir Sif Jakobs Jewellery eru
nýfarnir í sölu á Englandsmarkaði
og verða til sölu í Kanada síðar í
sumar. „Skartgripasýningar taka við í
nokkrum löndum í ágúst og sept em
ber en þar verðum við með standa og
sölufólk. Enn sem komið er mæti ég
á allar þær sýningar þar sem vörunar
eru til sýnis – ég óska eftir að allt sé
gert eftir kúnstarinnar reglum.“
DrAUmArNIr rættUst
Skartgripir frá Sif Jakobs Jewellery, m.a.
úr silfri skreyttir sirkonsteinum, eru í
eigu kvenna víða um heim.
„Ég hafði mikinn áhuga á skart grip
um á mínum yngri árum; ég var frekar
listræn og hafði áhuga á að skapa hluti.
Mér fannst gull smíð in spennandi og
kynnti mér brans ann nánar með því
að starfa í skart gripaverslun áður en
ég hélt til Sví þjóðar í gullsmíðanám.
Skólinn, Gulds medskolen í Mjölby, var
mjög spenn andi og áherslurnar þar
hentuðu mér mjög vel. Þar lærði ég
allt frá aö í sambandi við gullsmíði og
hönnun.“
Gull og demantar heilluðu – að
skapa dýrindis skartgripi sem stæðust
tím ans tönn og gleddu aðra.
„Ég hafði nægan tíma til dagdrauma
eftir að ég hóf nám þar sem ég var svo
lítið í eigin heimi þegar ég hannaði og
smíðaði. Þeir draumar hafa allir ræst
en ég er þannig að ég hætti ekki fyrr
en ég næ þeim markmiðum sem ég
set mér. Draumurinn var að hanna og
framleiða skartgripi sem yrðu seldir
víðs vegar um heiminn; skartgripi
sem væru sígildir og á færi allra að
eignast.“
Hún lauk námi árið 2000 og hélt þá
til Kaupmannahafnar, sem hún segir
að hafi verið einn af draum unum. „Ég
fékk vinnu hjá skartgripafyrirtækinu
Unodomani eftir ströggl og þráa um
að gefast ekki upp í ókunnu landi en
sú vinna átti eftir að verða mitt annað
nám.
Í starfi mínu hjá Unodomani var
Sif Jakobsdóttir stofnaði skartgripafyrirtækið Sif Jakobs
Jewellery fyrir fjórum árum. Viðtökurnar voru góðar, bolt
inn fór að rúlla og hann rúllar enn – skartgripir fyrirtækis
i ns eru seldir í um 500 verslunum í átta löndum.
SnýST uM að
STanDa uPP úr
TexTi: sVaVa jónsdóTTir
„Ég hafði nægan tíma
til dagdrauma eftir að
ég hóf nám þar sem ég
var svolítið í eigin heimi
þegar ég hannaði og
smíðaði. Þeir draumar
hafa allir ræst.“