Frjáls verslun - 01.05.2012, Page 150
150 FRJÁLS VERSLUN 5. TBL. 2012
ég búsett að mestu á Ítalíu þar sem
höfuðstöðvar fyrirtækisins voru en ég
var alltaf með annan fótinn í Kaup
manna höfn. Vinnan átti hug minn
allan á þessum tíma. Ég fékk tækifæri
til að ferðast mikið, til að byrja með
mik ið í Skandinavíu og síðar um
Evrópu og Asíu. Ég sá í fyrstu um sölu
og síðar meir um hönnun og fram
leiðslu.“
rúmleGA 500 verslANIr
Það var svo árið 2008 sem Sif lét enn
einn drauminn rætast: Að stofna sitt
eigið fyrirtæki.
„Ég sótti um styrk á Íslandi en
um sókninni var hafnað; útskýringin
var sú að ég væri komin of langt í
þróun fyrirtækisins og ekki væru
veitt ir styrkir til skartgripafyrirtækja;
á listanum sem ég fékk yfir þá sem
fengu styrki var hins vegar skart
gripa fyrirtæki sem hafði fengið styrki
nokkrum sinnum. Ég gat ekki annað
en hlegið því það var engin stjórn á
þessu. Eftir þetta lagði ég ekki krafta
mína í að sækja um styrki.“
Hún segist hafa trúað á sjálfa sig og
hafði trú á skartgripunum sem hún
hannaði: Hún segist ekki hafa getað
beðið lengur. „Minn tími var kominn.
Ég tók erfiðu leiðina og lærði eitthvað
nýtt á hverjum degi í sambandi við
fyrirtækjarekstur.
Það er mikilvægt þegar maður stofn
ar fyrirtæki að vera með rétta vöru á
réttum stað á réttum tíma. Ég byrjaði
á að selja vörur Sif Jakobs Jewellery
á Íslandi til að sjá hvernig gengi.
Íslendingar tóku skartgripunum vel
og salan jókst hratt þótt kreppan hafi
skollið á þegar ég var að hefja rekstur.
Ég ákvað að láta það ekki hafa áhrif á
mig þótt þetta hafi verið erfiður tími
hvað varðar innflutning. Ég hélt mínu
striki þrátt fyrir margar hindranir og
að vita ekki hvað morgundagurinn
bæri í skauti sér en ég gefst ekki
auð veldlega upp þegar ég byrja á
einhverju.“
Hún fór síðan að selja skartgripina
í Danmörku þar sem hún er búsett.
„Mér fannst mikilvægt að byggja
upp línuna í því landi þar sem ég
bý því þangað koma þeir sem óska
eftir viðskiptum við mig og vilja
gjarnan sjá verslanir þar sem vör
urnar fást. Aðaláherslan var á að
byggja vörumerkið upp á Íslandi og
í Dan mörku. Ég hef alltaf sagt að ef
maður nær í gegn í Danaveldi þá nær
maður hvar sem er í gegn; danski
markaðurinn er mjög erfiður.“ Boltinn
fór að rúlla enn hraðar og eru vörur Sif
Jakobs Jewellery seldar í rúmlega 500
verslunum í átta löndum.
„Í dag er þetta orðið þannig að við
þurfum að neita aðilum frá ýmsum
löndum um viðskipti. Við leggjum
frekar áherslu á að auka sölu í hverri
versl un og setja upp stand sem á að
vera fullur af vörum frá okkur.“
Hörð sAmkePPNI
Jú, reksturinn þróaðist hratt og örugg
lega frá stofnun fyrirtækisins. Í byrjun
var aðsetur þess á heimili Sifjar en
nú er sem sé skrifstofan á besta stað á
Strikinu í Kaupmannahöfn og vinna
um 20 manns hjá fyrirtækinu.
„Við höfum valið okkur markaði
í samráði við sérfræðinga og eftir
tækifærum sem hafa boðist. Þar á
meðal er vert að nefna Travel retail
markaðinn þar sem við höfum skapað
okkur sterka stöðu sem og að halda
okkur við stefnuna í viðskipta áætl
uninni varðandi staðsetningar.“
Hún er gullsmiður og skartgripa
hönnuður, hver er beinn þáttur
henn ar í rekstrinum? „Ég er eigandi
og forstjóri fyrirtækisins og þar sem
fyrirtækið er draumur minn er ég með
í öllum ferlum þess. Ég réð íslenska
stúlku, Ingu Dóru A. Gunnars
dótt ur, við stofnun þess og er hún
fram kvæmdastjóri. Hún er og hefur
verið mín stoð og stytta allt ferlið og
hefur yfirumsjón með mér. Ég er með
ómet anlegt starfsfólk sem ég er mjög
þakklát fyrir. Við erum eins og lítil
„Ég hef alltaf sagt að ef
maður nær í gegn í Dana
veldi þá nær maður
hvar sem er í gegn;
danski markaðurinn er
mjög erfiður.“ Vörur
Sif Jakobs Jewellery eru
núna seldar í rúmlega
500 verslunum í átta
lönd um.