Þjóðlíf - 01.01.1991, Page 44

Þjóðlíf - 01.01.1991, Page 44
 Mannakom: Samferða HLJOMPLOTUR EFTIR GUNNAR H. ÁRSÆLSSON Paul Simon: The Rythm of the Saints í hæsta gæðaflokki Samferðalangar Ein af klassískum perlum dægurtónlistar í gegn um árin er lagið „Bridge over troubled Water“ sem þeir Paul Simon og Art Garfunkel sömdu. En þeirra samstarf entist ekki mjög lengi og sökum innbyrðis deilna slitu þeir því 1970, eða sama ár og áðurnefnt lag kom út. Art Garfunkel sneri sér að leiklist en Paul Simon hélt áfram að feta þyrnum stráða braut dægurtónlistarinnar. Árangur hans var ekkert til að hrópa húrra fyrir, þangað til „Gracelancf‘ skífan kom út ár- ið 1986 en þá fékk Paul upp- reisn æru og það svo sannar- lega því platan var sú langbesta sem kom út það árið. Við gerð hennar leitaði hann fanga í afrískum tónlistarhefð- um og platan var uppfull af flottum ryþmum og afrískum röddum. Hljómleikaför fylgdi í kjölfarið og þegar henni lauk hugsaði Paul sem svo að nú þyrfti hann að fá sér eitthvað að gera svo hann legðist ekki í þunglyndi. Einn af kunningj- um hans, tónlistarmaðurinn Milton Nascimento, stakk upp á því að Paul færi til Brasi- líu til að kynna sér þarlenda tónlist. Og í mars 1988 var Paul kominn til Brasilíu og byrjað- ur að taka upp trommuleik innfæddra. Það var upphafið á „The Rythm of the Saints“. Síðan hlóð þetta hægt og síg- andi utan á sig, meiri ryþmar, lagastúfur hér, textabrot þar o.s.frv. Paul er nefnilega mjög lengi að vinna lögin sín og dæmi þess að hann hlusti mörg hundruð sinnum á sama ryþm- ann áður en hann finnur lag- línu við hann. En þetta streð og natni borg- ar sig því báðar plöturnar eru ótrúlega góðar og safaríkar tónsmíðar. Það er mjög erfitt að bera þær saman því í eðli sínu eru þær líkar, sú nýja kannski yfirvegaðri en líkt og tónlistin sé sveipuð silkislæðu. Það var meira fjör og læti á Graceland. I raun má segja að The Rythm of the Saints sé upplifun, róleg og róandi upp- lifun. Það þarf ekki að spyrja að gæðum spilamennskunnar því aðeins toppmenn eru hér á ferð. Sjálfur syngur Paul eins og engill með mjúkri rödd sinni, syngur textana sína sem eru oftar en ekki á dularfullu nót- unum, og innihalda margar skemmtilegar laglínur og lík- ingar. En það er óhætt að mæla eindregið með þeirri upplifun sem felst í því að hlusta á R.O.T.S. Paul Simon og að- stoðarmenn hans, sem eru allt- Dúettinn „Mannakorn“ skipa Magnús Eiríksson og Pálmi Gunnarsson eins og flestir vita. Sjötta plata Mannakorna ber heitið „Samferða“ og er sennilega sú besta sem þeir hafa gert. Öll lögin og textarnir eru eft- ir Magnús og eru á blús, rokk og poppnótum. Titil- lagið er þó sér á parti, rólegt og afslappað. Það verður of margir til þess að telja ein- staka menn upp, hafa greini- lega verið vel stemmdir þegar Önnur plata S.S.S sem kom út fyrir jólin 1989 var það sem kallað er „akústikk“ eða óraf- mögnuð og var að mínu mati hinn besti gripur. En það er greinilega alveg sama hvort magnararnir eru í gangi eða ekki hjá þeim félögum í „sól- inni“ því á þriðju plötu þeirra, „Halló, ég elska þig‘ er rokkið mest áberandi þó poppað sé. En samt er eitt besta lag plöt- unnar ballaðan „Engilf' þar ekki af Magnúsi skafið að hann er einn besti lagahöfun- dur hér á skeri. Pálmi er líka góður á bassann og radd- böndin. Einnig er gaman að heyra í Magnúsi í laginu „Kallinn er kominn í'Jand“. Það er fjöldi af góðum að- stoðarmönnum með manna- kornunum á plötunni og er Samferða öllum hópnum til mikils sóma. unnið var að gerð plötunnar. Tónlist í hæsta gæðaflokki. sem Szymon Kuran fiðlusnill- ingur leikur stórt hlutverk á fiðluna og setur punktinn yfir i-ið (lagið). Önnur lög sem skara fram úr eru titillagið, „Nóttin hún er yndisleg“, „ Úlfurinn“ (sem er soldið skondið), „Þau falla enn“ og „Áður en ég dey“, en í því lagi má heyra Karl Sig- hvatsson þenja Hammond orgelið eins og honum einum er lagið. Þétt plata frá sólinni. 0 Síðan skein sól: Halló, ég elska þig Þétt plata frá sólinni 44 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.