Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2010, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.04.2010, Blaðsíða 6
6 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 1 0 Við látum það berast Fyrirtækjaþjónusta Pósthússins býður upp á hagstæðar dreifingarlausnir á almennum bréfum, blöðum, tímaritum og vörum. Kynntu þér póstmiðlun Pósthússins og við hjálpum þér að ná fram sparnaði hjá þínu fyrirtæki. Hafðu samband við sölufulltrúa Pósthússins í síma 585 8300 eða sendu tölvupóst á netfangið posthusid@posthusid.is Pósthúsið ehf. Suðurhrauni 1 | 210 Garðabær | S: 585 8300 | www.posthusid.is Viltu lækka rekstrarkostnaðinn? RITSTJÓRNARGREIN Beðið eftir bönkunum Það er beðið eftir bönkunum. Atvinnulífið kvartar yfir því að bankarnir séu fullir af fé en að þeir taki ekki af skarið við endurskipulagningu fyrir tækja. Bankarnir segj ast hins vegar ekki geta lánað fyrir­ tækjunum fyrr en þau hafi komið fjármálum sínum á hreint. Fyrir tækin segja á móti að það sé verk bankanna að endur skipuleggja fyrirtækin. Þetta er hálfgerð patt­ staða. Bank arnir eru komnir með vinnureglur um það hvernig tekið verði á skuldugum fyrirtækjum, en það er eins og það vanti að taka af skarið. Skuldavandi fyrirtækja og heimila er miklu erfiðara við fangs efni en margir trúa. Það er auðvitað ástæðan fyrir biðinni. Siðferðilega spurningin stendur í mönn­ um: Á að afskrifa lán hjá sumum en öðrum ekki? Eiga þeir sem fá afskrifað að halda eignum sínum eftir sem áður? Svörin eru ekki á reiðum höndum og það er ástæðan fyrir töfinni. Öll mis mun un er óréttlát og óréttlæti kallar á reiði. Á ekki jafnt yfir alla að ganga? Á að afskrifa lán þeirra heimila sem eru mjög skuldug og illa stödd eftir hrunið en gera ekkert fyrir þau heimili sem standa ágætlega og geta borgað af lánum sínum? Um helmingur allra heimila í land inu stendur ágætlega og getur borgað, helmingur er í vandræðum – og fjórðungur í alvarlegum vandræðum. Á að afskrifa lán hjá þeim fyrirtækjum sem fóru of geyst í útlánabólunni, oftast fyrir tilstuðlan og áeggjan gömlu bank anna, en gera á sama tíma ekkert fyrir þau fyrir tæki sem fóru varlega og geta staðið í skilum án teljandi vandræða? Vandinn er mikill og þjóðin er bæði hrædd og kvíðin. Það þarf að höggva á hnútinn. Ótti stjórnar mörgum forstjórum þegar þeir mæta til vinnu á morgnana og í því andrúmi er erfitt að hvetja aðra til verka. Hver stjórnar í raun fyrirtækjum í kreppu þegar óttinn er við völd? Nýlega kom fram í ársskýrslu Landsbankans að 70% fyrirtækja sem væru í viðskiptum við bankann ættu í vanda vegna banka­ og gengiskreppu. Þetta eru 5.000 fyrirtæki af 7.000 sem eru í viðskiptum við bankann. Þar af eru 2.500 fyrirtæki í verulegum vandræðum, að mati bankans. Eflaust er þetta svipað hlutfall hjá hin um bönkunum þótt furðulega oft gæti misræmis í umræðunni um það hversu vandi fyrirtækja og heimila er mikill eftir bönkum – og raunar er túlkun bank anna á því hversu krumla bankanna er stór, hve mörg fyrirtæki þau hafi yfirtekið, mjög mismunandi og allt að því óskiljanleg. En hvað eiga bankarnir að gera fyrst atvinnulífið talar um að beðið sé eftir bönkunum? Eiga þeir að byrja af krafti að afskrifa skuldir hjá þeim fyrirtækjum sem eru lífvænleg samkvæmt þeim vinnureglum sem þeir hafa sett upp? Takið eftir því að þetta er ýmist kallað að afskrifa lán eða „leiðrétta stöðuna“ í það horf sem var fyrir hrun. Bankarnir komast sjálfsagt ekki hjá því að tappa af skuldum atvinnulífsins og endurræsa það, hvort sem það er með nýjum eða gömlum eigendum. Láta fyrir­ tæk in byrja með hreint borð. Það hefur lítið upp á sig að „geyma skuldirnar“ áfram inni í fyrirtækjunum með því að lengja í lánum, breyta lánum í hlutafé, víkj andi lán – eða hvað reddingarnar heita. Þetta eru töpuð lán hjá bönkunum hvor leiðin sem er valin. Á endanum þurfa þeir að afskrifa lánin; hvort sem skuldugu fyrirtækin eru látin lifa af með niðurfellingu lána eða látin fara í gjaldþrot. Þeir komast ekki hjá því. Þá er það stóra spurningin. Á fólki og fyrirtækjum, sem eru með viðráðanlegar skuldir, ekki að standa á sama þótt þeir, sem eru í basli, fái milljónir afskrifaðar á meðan þeir sjálfir fá ekki neitt? Er þetta ekki bara gamla góða öfundin? Eru hinir skilvísu og traustu eitthvað verr settir fjárhagslega þótt hinir stórskuldugu og  tæknilega gjaldþrota  fái afskrifað svo þeir geti haldið áfram? Það er nú það. Svarið er að þetta er ekki öfund, heldur búum við í samfélagi þar sem fólk vill að jafnt gangi yfir alla. Við erum ekki ein út af fyrir okkur í vakúmpökkuðum heimi. Bankarnir hafa dregið lánin úr gömlu bönkunum yfir til sín á hálfvirði og ætla að byggja eigið fé sitt upp með mismuninum. Þegar þeir byrja að afskrifa bara hjá sumum er það á kostnað hinna skilvísu sem eru látnir borga brúsann upp í topp við endurreisnina – og fá hvorki vaxtalækkun né afnám verðtryggingar vegna þess að ekki má styggja lífeyrissjóði og innistæðu eig­ endur en þeir síðarnefndu búa að vísu við mun verri vaxtakjör en áður. Bankarnir leggja ofurkapp á að búa til ofurvaxtamun og hirða hann. Jákvætt viðhorf er dýrmæt eign hverrar þjóðar. Af skriftir hjá sumum en öðrum ekki eru mjög erfitt mál siðferðilega og það mun reyna á það þegar bank arnir byrja að tappa af skuldum fyrirtækja til að hleypa nýju lífi í atvinnulífið. Allir vilja réttlæti – en endur reisnin þarf að hefjast. Það er pattstaðan. Jón G. Hauksson Skuldavandinn er erfiðara viðfangsefni en margir trúa. Það er auðvitað ástæðan fyrir biðinni. Siðferðilega spurningin stendur í mönnum: Á að afskrifa lán hjá sumum en öðrum ekki?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.