Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2010, Blaðsíða 34

Frjáls verslun - 01.04.2010, Blaðsíða 34
34 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 1 0 blaðsins gekk svo langt að segja að þá hefði orðið trúnaðarbrestur gagnvart mörgum þeim sem koma að málinu, meðal annars em bættis mönnum í iðnaðar­ og viðskiptaráðuneytinu. „Þegar upp er staðið getur það reynst Magma erfiðara en pólitísk upphlaup VG í málinu,“ sagði einn viðmælenda. Það eru ekki nema tvö ár síðan Ross J. Beaty fór að fá áhuga á að fjárfesta á Íslandi. Eftir því sem komist verður næst komst hann í kynni við íslenska sérfræðinga á árlegri jarðhitaráðstefnu í Reno í Bandaríkjunum í byrjun árs 2008. Þá fóru þeir mikinn og nutu tiltrúar í orkugeiranum. Beaty komst í kynni við Magnús Bjarnason sem þá starfaði hjá Íslands­ banka. Á þeim tíma beindist athyglin að GGE enda virtist það vera öflugt félag og hafa spennandi framtíðarsýn í heimi sem öskraði eftir endurnýtanlegri orku. Dramatískar tilkynningar um innkomu Wolfensohn­fjölskyldunnar og Ólafs Jóhanns Ólafs sonar, aðstoðarforstjóra Time Warner, í hluthafahópinn juku á eftir vænt­ ingar. Þegar upp var staðið vildi hvorugur þessara aðila standa við hlutafjárloforð sín og skipti engu þótt Ólafur Jóhann og Adam Wolfensohn hefðu tekið sæti í stjórn Geysis. Ásgeir Mar geirsson, þá verandi forstjóri félagsins, sagði við það tækifæri að það væri mikill fengur í því að fá jafn öfluga og alþjóðlega virta fjárfesta til liðs við félagið! Þetta er nefnt hérna til að rifja upp það óðagot sem ríkti á þeim tíma og í raun furðulegt að þessir fjárfestar skyldu geta gengið frá öllum sínum loforðum hér á landi sér að skaðlausu. En það er önnur saga. Tortryggni gagnvart eignarhaldi Ástæðan fyrir því að þetta er rifjað upp er sú að enn ríkir talsverð tortryggni í kringum aðkomu Magma og jafnvel eignarhald. Við ritun þessarar greinar gerðist það hvað eftir annað að viðmælendur nefndu nöfn ýmissa þeirra sem falla í hóp manna sem teljast til útrásarvíkinga, en meira skammaryrði finnst varla á íslenskri tungu í dag. Ekkert hefur komið fram sem rennir stoðum undir það. Magma á Íslandi er aðeins lítil skrifstofa þar sem vinna nú sjö manns, mest tæknifólk. Það er hins vegar Magma í Svíþjóð (Magma Energy Sweden AB) sem er fjárfestirinn. Þeir sem eru andsnúnir starfsemi félagsins segja gjarnan að þetta sé sýndarmennska ein og starfsemin í Svíþjóð sé bara „skúffufyrirtæki“. Staðreyndin er sú að samkvæmt lögum frá 1991 (sem Ásgeir vitnar til með hraði) er Magma bannað að setja upp dótturfélag hér á landi. Því sé félaginu nauðugur einn kostur að skrá fyrst félag í Svíþjóð til að komast inn á Evrópska efnahagssvæðið. Taka verður undir að þetta er gölluð löggjöf eða varla getur verið ætlunin að úti­ loka félög frá Kanada frá því að fjárfesta á Íslandi? Eru þau verr til þess fallin en t.d. félög frá Rúmeníu og Búlgaríu sem hafa til þess rétt samkvæmt ákvæðum EES­samningsins? Þess má geta í framhjáhlaupi að Magma Energy Iceland er með aukaaðild að Samorku, samtökum orkufyrirtækja á Íslandi, rétt eins og GGE hafði. Og tengslin við GGE eru sterk og um sumt virðast við skipta­ módel in lík. Því hefur verið haldið fram að í fyrstu hafi það verið ætlun Ásgeirs og Ross J. Beatys að kaupa Geysi eða eignast ráðandi hlut með því einfaldlega að sameina það Magma. Þegar það hafi ekki gengið hafi þeir ákveðið að sækjast eftir áhugaverðasta félaginu í orkugeiranum sem hægt væri að komast yfir. Með yfirráðum í HS Orku er Magma komið með fullt forræði á virkjuninni í Svartsengi sem og Reykjanesvirkjun og nýtingarrétt á allri orku sem kann að finnast á Reykjanesi næstu 45 árin að minnsta kosti. Þetta er mikil breyting, en áður en ráðist var í þessa brokkgengu einkavæðingu var Hitaveita Suðurnesja í eigu sveitarfélaganna. Hvort félagið fær frið til að vinna úr þeim möguleikum sem finnast á svæð inu skal ósagt látið en enginn fer í grafgötur um að það skiptir Reyknesinga og reyndar Íslendinga alla miklu máli að rekstur HS Orku verði öflugur og farsæll. Líklegt er að HS Orka hafi meiri mögu leika á að hrinda þeim verkum í framkvæmd sem eru á teikni­ borðinu með Magma við stjórnvölinn en fjárvana sveitarfélög. Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma Energy. HVERNIG VAR BORGAÐ FYRIR HS ORKU? Stjórn OR samþykkti sem greiðslueyri fyrir liðlega 32% hlut í HS Orku, sem keyptur var síðasta haust, skuldabréf fyrir 70 prós entum greiðslunnar að nafnvirði um 70 milljónir dollara eða sem svarar 9,1 milljarði króna (m.v. að dalurinn sé 130 kr) . Skuldabréfin bera 1,5 prósenta vexti og er kveðið á um verðbætur sem fylgja heimsmarkaðsverði á áli. Greiðslu skuld arinnar þarf ekki að inna af hendi fyrr en að sjö árum liðnum frá undirritun samningsins. Þá getur Magma frestað vaxtagreiðslum þrisvar á samningstímanum. Fyrir 52,3% hlut Geysis Green Energy í HS Orku greiðir Magma um 6,5 milljarða króna í reiðufé auk þess sem það yfirtekur 6,3 milljarða króna skuldabréf til handa Reykjanesbæ. Til viðbótar verða rúmir þrír milljarðar króna greiddir í formi hlutabréfa í Magma, en félagið er skráð á markað í Kanada. Magma er bannað samkvæmt lögum frá 1991 að setja upp dótturfélag hér á landi. Því sé félaginu nauðugur einn kostur að skrá fyrst félag í Svíþjóð til að komast inn á Evrópska efnahagssvæðið. Ertu með ofnæmi? Þekkir þú helstu einkenni ofnæmiskvefs? Lóritín® – Kröftugt ofnæmislyf án lyfseðils · Kláði í augum og nefi · Síendurteknir hnerrar · Nefrennsli/stíflað nef · Rauð, fljótandi augu Einkennin geta líkst venjulegu kvefi og margir þjást af „kvefi“ á hverju sumri áður en þeir átta sig á að um ofnæmiskvef er að ræða. Lóritín er ætlað til meðferðar á einkennum ofnæmiskvefs og langvarandi ofsakláða af óþekktum toga. H V ÍT A  H Ú S I  /  S ÍA  -  A c ta v is  0 1 4 0 3 2 Notkun: Lóritín inniheldur virka efnið lóratadín 10 mg og er ætlað til meðferðar á einkennum ofnæmiskvefs og langvarandi ofsakláða af óþekktum toga. Skömmtun: Fullorðnir og börn yfir 12 ára aldri: 1 tafla á dag. Börn 2 - 12 ára: Með líkamsþyngd meiri en 30 kg: 1 tafla (10 mg) á dag. Börn með líkamsþyngd undir 30 kg: 1/2 tafla (5 mg) á dag. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 2 ára. Töfluna má taka hvenær sem er, án tillits til matmálstíma. Hea ætti meðferð hjá sjúklingum með verulega skerta lifrarstarfsemi með minni skammti. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða hjálparefnum. Varúðarreglur: Gæta skal varúðar ef Lóritín er gefið sjúklingum með mikið skerta lifrarstarfsemi. Lyfið inniheldur laktósa. Langvarandi notkun getur leitt til aukinnar hættu á tannskemmdum vegna munnþurrks. Notkun Lóritíns á meðgöngu og við brjóstagjöf er ekki ráðlögð. Í einstaka tilfellum finnur fólk fyrir syu sem getur haft áhrif á hæfni þeirra til aksturs eða notkunar véla. Aukaverkanir: Lóritín þolist almennt vel en algengustu aukaverkanirnar hjá börnum á aldrinum 2-12 ára eru höfuðverkur, taugaveiklun og þreyta. Algengustu aukaverkanirnar hjá 12 ára og eldri eru svefnhöfgi, höfuðverkur, aukin matarlyst og svefnleysi. Lesið vel leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Sérlyaskrártexti samþykktur í desember 2005.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.