Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2010, Blaðsíða 39

Frjáls verslun - 01.04.2010, Blaðsíða 39
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 1 0 39 Hann fór í Versló að áeggjan móður sinnar sem taldi gott fyrir ungan mann að kunna eitthvað hagnýtt og síðan lá leiðin í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Hann byrjaði með námi að vinna hjá foreldrum sínum í heildsölunni og kenndi við Versló meðan hann var enn í háskólanum. Við viljum verðbréfamiðlun Vorið 1976 lauk Gunnar Helgi viðskipta fræð ­ inni og réðst þá strax í hálft starf sem fyrir­ tækjaráðgjafi hjá Hagvangi árin 1976­1981 og að hálfu sem verðbréfamiðlari og síðar framkvæmdastjóri hjá Fjárfestingarfélagi Íslands fram til 1989, síðustu árin einnig framkvæmdastjóri Féfangs hf. Tveggja ára hlé varð þó á þessum ferli þegar Gunnar Helgi fékk námsstyrk frá Rotary­hreyfingunni til að sækja fram halds­ nám við McMaster University í Ontario í Kanada. Þar lauk hann meistaragráðu í rekstrar hagfræði (MBA) árið 1983. Eftir það varð hann forstjóri Landsbréfa frá 1989 og til hausts 1999 þegar hann tók að sér að stýra viðskiptaþróun á Norðurl­ öndum fyrir bandaríska sjóða stýr ingar fyrir­ tækið AllianceBernstein. Landsbréf urðu þannig til að Landsbankamenn vildu hafa verðbréfa miðl un og sjóðastýringu eins og hinir bank arnir voru búnir að koma sér upp. Þeir báðu Gunnar Helga að koma og búa til verð bréfa deild. Það var ritgerðarefni um samval á verð­ bréfum við lokapróf í viðskiptafræðinni sem réð úrslitum um að verðbréf hafa verið starfsvettvangur Gunnars Helga síðan. Mótaði markaðinn Vilhjálmur Egilsson segir að Gunnar Helgi hafi farið inn á nýjar brautir í verðbréfa við­ skiptum á Íslandi og strax orðið „um talsverður þátttakandi“ á því sviði. Og vegna þessara viðskipta varð hann opinber persóna á Íslandi. Ari Kr. Sæmundsen minnist þessa svo að á spilakvöldum hafi komið æ oftar fyrir að hringt var í Gunnar Helga og hann spurður út í ýmsa hluti. „Þetta var alveg nýtt fyrir okkur. Hann varð að útskýra hitt og þetta sem við skildum ekkert í. Áður höfðum við alltaf fengið að vera í friði við spilin,“ segir Ari. Gunnar Helgi man þetta mjög vel. Þegar við spyrjum hvort hann hafi ekki saknað þess að vera skyndilega ekki lengur í hringiðunni svarar hann afdráttarlaust: Nei. „Þegar ég hætti hjá Landsbréfum varð ég allt í einu bara lítill fiskur í stóru búri og þótti það gott,“ segir Gunnar Helgi. Bjó í Reykjavík – vann í Stokkhólmi Vinnuna fyrir bandaríska fyrirtækið má þó rekja til Landsbréfa. Gunnar Helgi segir að upphaflega hafi Landsbréf gengið til sam starfs við AllianceBernstein til að fá tengsl við hinn alþjóðlega verðbréfamarkað. Síðan hafi honum boðist verkefni við að byggja upp viðskiptanet AllianceBernstein á Norðurlöndunum. Þessi vinna stóð í tíu ár. Fyrirtækið var þegar umsvifamikið í heimalandi sínu, Asíu og Evrópu en vildi jafnframt hasla sér völl á Norðurlöndunum á sama tíma og frjáls lífeyrissparnaður fór vaxandi. Höfuðstöðvar AllianceBernstein eru í New York en Norðurlandaskrifstofan í Stokkhólmi. Gunnar Helgi segist hafa ákveðið að búa áfram á Íslandi þótt meginhluti vinnunnar færi fram erlendis. Í verstu hrinunum fór hann utan í hverri viku en svo komu plús arnir, jólin og hásumarið voru oft rólegri tímabil en hann vandist þegar hann starfaði á Íslandi. Mikið flakk Mikill tími fór líka í ferðalög og fundahöld í Ameríku og í Asíu þannig að oft var hent­ ugast að nota biðtíma heima í Reykjavík, sinna fjölskyldunni og mæta á spilakvöld. Ari Kr. Sæmundsen segir að þetta fyrir­ komulag á spilakvöldunum hafi heppnast vel, ekki síst vegna þess að Gunnar Helgi kom alltaf heim með nýtt safn af bröndurum sem hann heyrði á ferðum sínum! „Það gat stundum verið þreytandi að ferðast svona mikið og hugsa í mörgum tíma beltum og á fleiri en einu tungumáli,“ segir Gunnar Helgi. „Hins vegar kynntist ég þarna mörgu því vandaðasta og færasta fólki sem ég hef kynnst og stundum því hógværasta. Það er oft eins og Íslendinga skorti lítillæti.“ Starfið fólst mikið í að fá stærstu banka Norðurlanda til samstarfs við bandaríska sjóða styringarfyrirtækið Alli ance­ Bernstein og vinna með lífeyrissjóðum að fjárfestingum. Skildi ekki þróunina á Íslandi Á sama tíma fylgdist Gunnar Helgi með framvindu mála á Íslandi úr fjarlægð. Hann gjörþekkti verðbréfamarkaðinn þegar hann fór haustið 1999. Þessi markaður var í þróun en í jafnvægi og engan óraði fyrir að fram undan væri ein mesta kauphallarbóla sem sögur fara af. Og hrun að lokum með gjaldþroti allra íslensku bankanna, þar á meðal Landsbankans eftir 123 ára starf. Gunnar Helgi segist ekki vera dómari í annarra sök en segir samt að hann hafi aldrei skilið þennan ógnarhagnað sem skyndilega varð af rekstri venjulegra fyrirtækja. „Ég fann fyrir ónotakennd að sjá þetta því ég skildi ekki að skyndilega væri hægt að græða milljarða á fyrirtækjum sem á sínum tíma voru talin góð ef þau náðu að skila aðeins broti af þeim hagnaði,“ segir Gunnar Helgi. „Ég skildi ekki þetta sem sumir kölluðu tæra snilld.“ Hann segir einnig að fljótlega hafi hrað­ inn í vexti viðskiptanna valdið upp lausn­ ar ástandi og ekki var hlustað á viðvar anir eða tekið mark á gulu spjöldunum sem tóku að birtast árið 2005. „Þetta var galin spákaupmennska rekin áfram af innbyrðis metingi, óhóflegri skuldsetningu og hömlu­ leysi á flestum sviðum,“ segir Gunnar Helgi. „Það er sorglegt að sjá hversu margir eiga nú um sárt að binda vegna þessa. Miklar fjárhæðir hafa tapast og mikið tjón hefur orðið á innviðum fyrirtækjanna,“ segir Gunnar Helgi. Réttur maður Vilhjálmur Egilsson hefur fulla trú á að Gunnar Helgi skili hlutverki sínu sem banka­ ráðsformaður vel en minnir um leið á að Landsbankinn er allt annar banki en hann var og „kúltúrinn“ í bankanum annar. „Það er augljóslega styrkur fyrir Gunnar Helga að hann hefur staðið utan þess sem gerðist á Íslandi síðustu árin,“ segir Vil­ hjálmur. Eggert Guðmundsson hjá Granda tekur í sama streng og segir að hjá Gunnari Helga komi fram „sérstök blanda af reynslu og þekk ingu án þess þó að hann sé skaddaður af tengsl um við bankana“. Eggert tekur þó fram að hann þekki ekki beinlínis til verka Gunnars Helga sem banka­ manns. „Ég veit bara að ef hann tekur sér eitthvað fyrir hendur gerir hann það af krafti,“ segir Eggert. N Æ R M Y N D A F G U N N A R I H E L G A H Á L F D A N A R S Y N I „Það er augljóslega styrkur fyrir Gunnar Helga að hann hefur staðið utan þess sem gerðist á Íslandi síðustu árin. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.