Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2010, Qupperneq 44

Frjáls verslun - 01.04.2010, Qupperneq 44
44 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 1 0 Steingrímur J. Sigfússon – hafi reynt að nota handtökur Kaupþingsmanna í póli tísk um tilgangi. Handtökum og síðar gæslu varð­ haldi yfir þeim Hreiðari Má Sigurð s syni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, og Magnúsi Guðmundssyni, bankastjóra í Lúxem borg, var fagnað. „Þau fóru augljóslega yfir strikið í sam tölum við fréttamenn eftir handtök­ urnar,“ segir Sveinn Andri. „Þau áttu ein faldlega ekki að tjá sig um málið því það er ekki í þeirra verkahring að stýra lög­ reglurannsókn. Þau vildu njóta arðsins af vinnu sérstaks saksóknara. Allar yfirlýsingar stjórnmálamanna eiga að bíða þar til dómur er fallinn.“ Síðan geta menn deilt um hver sagði hvað og hver talaði um „að sefa reiði al menn ings“. Steingrímur J. sagði það ekki sjálfur en neitaði því ekki heldur. En ráða­ menn lýstu ánægju með handtökurnar og það kom upp einskonar þórðargleði meðal almennings. Dómstóll götunnar Og um leið og mennirnir voru komnir á bak við lás og slá myndaðist þrýstingur á dómstóla að staðfesta kröfu um gæslu varð­ hald. Hefði vegna þessa þrýstings vart verið mögulegt annað en að fallast á kröfu um varðhald. Sveinn Andri segir að „nýjar upplýsingar hljóti að hafa komið fram og því nauð­ syn legt að geta spurt mennina án þess að þeir hefðu kóræfingu áður. Ég er viss um að sérstakur saksóknari hefur unnið þetta faglega og haft sín sterku rök þótt þau hafi ekki verið gerð kunn“. Hann telur að ekki reyni síður á dóm­ stóla þegar ákærur koma fram, það myndast áreiti og þrýstingur frá dómstól götunnar. „Þjóðin virðist í hefndarhug og þá reynir á að sakborningar njóti réttlætis og glati ekki rétti sínum,“ segir Sveinn Andri. Mörk hins löglega Þarna er spurning hvort íslenskt dómskerfi og raunar einnig rannsókn meintra brota­ mála hafi staðist slíkan þrýsting áður. Baugsmálið er í fersku minni og margir þeirra skoðunar að þar hafi rannsókn verið vanburðug vegna fjárskorts og dómskerfið brugðist vegna þrýstings. Sveinn Andri er ekki í vafa um að svo fór. Hann segir að gífurlegur þrýstingur hafi myndast á dóms­ kerfið og það raunar verið vanbúið til að skilja svo viðamikið mál. Og oft hafa það verið endalok hinna fyrri stóru efnahagsbrotamála að eftir mikið mold viðri hefur lítið orðið úr. Helgi Skúli Kjartansson, prófessor í sagn­ fræði, segir að rannsókn efnahagsbrota skeri sig að nokkru úr öðrum málum á Íslandi. „Mönnum er ekki gjarnt að líta öll efna­ hagsbrot sömu augum og önnur brot,“ segir Helgi Skúli. „Það er nánast hefð fyrir að fara frjálslega með reglur og menn spyrja sig hvaða reglum beri að fylgja bókstaflega og hve langt megi teygja mörkin. Í mörgum öðrum málum eru skilin milli þess sem er rétt og rangt alveg skýr.“ Helgi Skúli nefnir brot eins og hraðakstur og skattsvik til marks um að ekki þyki endi­ lega eðlilegt að virða allar reglur mjög bók­ staflega. Sumar reglur viðskiptalífsins hafa menn litið á með svipuðum hætti. Efna hags­ brot eins og fjárdráttur og mútu þægni eru tekin alvarlega. Við þetta bætist svo að málin eru tiltölu­ lega fá og því engin föst vinnubrögð viðtekin í rannsókn mála sem sjaldan koma upp. Mun urinn á rannsóknarhefðum á Íslandi og til dæmis í Bandaríkjunum virðist einnig mikill en þar er rannsókn harkalegri og dómar þyngri. „Við höfum erft virðingu fyrir vinnusemi og hollustu og trúnaði … en líka rótgróna forræðishyggju og undir gefni við okkur æðri menn.“ Helgi Skúli Kjartansson sagn fræð ingur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.